Eiður Smári: Þurfum að hætta þessari neikvæðni Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2019 10:49 Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari U21 í dag. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, var í útvarpsviðtali í Harmageddon á X977 í morgun þar sem að hann fór yfir stöðu landsliðsins sem hefur ekki unnið leik í rúmt ár. Strákarnir okkar unnu ekki leik á árinu 2018 og byrjuðu 2019 á því að spila tvo vináttuleiki í Katar án þess að vinna en næsta verkefni eru tveir leikir í undankeppni EM 2020 á móti Andorra og Frakklandi ytra síðar í mánuðinum. „Við höfum verið í lægð. Það er ekki hægt að neita því. Við megum ekki gleyma því að áður en Erik Hamrén tók við landsliðinu höfðum við ekki unnið sjö til átta landsleiki í röð. Hamrén tekur við á sennilega erfiðasta tímapunkti sem hægt er að taka við íslenska landsliðinu,“ segir Eiður Smári. Erik Hamrén tók við liðinu af Heimi Hallgrímssyni en Svíinn tapaði 6-0 í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á móti Sviss og fór í gegnum alla keppnina án þess að ná í stig. Liðið leit ekki vel út í Þjóðadeildinni en var þar að glíma við mikil meiðsli. „Það er hægt að draga mikinn lærdóm af því sem hefur verið að gerast undanfarið. Nú byrjar bara ný keppni og við þurfum að hætta að vera neikvæð og væla yfir öllum hlutum. Leyfum þessu bara að þróast. Um leið og við vinnum tvo til þrjá leiki þá erum við allt í einu orðin frábær aftur,“ segir Eiður Smári. Hann bætir við að Ísland þurfi að breikka hópinn til að fá inn fleiri leikmenn sem setja pressu á þá sem fyrir eru en Eiður starfar í dag sem aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins. „Við þurfum að skoða hvar við vorum fyrir einu til tveimur árum og hvað gerðist til að við náðum þessum árangri,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, var í útvarpsviðtali í Harmageddon á X977 í morgun þar sem að hann fór yfir stöðu landsliðsins sem hefur ekki unnið leik í rúmt ár. Strákarnir okkar unnu ekki leik á árinu 2018 og byrjuðu 2019 á því að spila tvo vináttuleiki í Katar án þess að vinna en næsta verkefni eru tveir leikir í undankeppni EM 2020 á móti Andorra og Frakklandi ytra síðar í mánuðinum. „Við höfum verið í lægð. Það er ekki hægt að neita því. Við megum ekki gleyma því að áður en Erik Hamrén tók við landsliðinu höfðum við ekki unnið sjö til átta landsleiki í röð. Hamrén tekur við á sennilega erfiðasta tímapunkti sem hægt er að taka við íslenska landsliðinu,“ segir Eiður Smári. Erik Hamrén tók við liðinu af Heimi Hallgrímssyni en Svíinn tapaði 6-0 í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á móti Sviss og fór í gegnum alla keppnina án þess að ná í stig. Liðið leit ekki vel út í Þjóðadeildinni en var þar að glíma við mikil meiðsli. „Það er hægt að draga mikinn lærdóm af því sem hefur verið að gerast undanfarið. Nú byrjar bara ný keppni og við þurfum að hætta að vera neikvæð og væla yfir öllum hlutum. Leyfum þessu bara að þróast. Um leið og við vinnum tvo til þrjá leiki þá erum við allt í einu orðin frábær aftur,“ segir Eiður Smári. Hann bætir við að Ísland þurfi að breikka hópinn til að fá inn fleiri leikmenn sem setja pressu á þá sem fyrir eru en Eiður starfar í dag sem aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins. „Við þurfum að skoða hvar við vorum fyrir einu til tveimur árum og hvað gerðist til að við náðum þessum árangri,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.
Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira