Eiður Smári: Þurfum að hætta þessari neikvæðni Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2019 10:49 Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari U21 í dag. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, var í útvarpsviðtali í Harmageddon á X977 í morgun þar sem að hann fór yfir stöðu landsliðsins sem hefur ekki unnið leik í rúmt ár. Strákarnir okkar unnu ekki leik á árinu 2018 og byrjuðu 2019 á því að spila tvo vináttuleiki í Katar án þess að vinna en næsta verkefni eru tveir leikir í undankeppni EM 2020 á móti Andorra og Frakklandi ytra síðar í mánuðinum. „Við höfum verið í lægð. Það er ekki hægt að neita því. Við megum ekki gleyma því að áður en Erik Hamrén tók við landsliðinu höfðum við ekki unnið sjö til átta landsleiki í röð. Hamrén tekur við á sennilega erfiðasta tímapunkti sem hægt er að taka við íslenska landsliðinu,“ segir Eiður Smári. Erik Hamrén tók við liðinu af Heimi Hallgrímssyni en Svíinn tapaði 6-0 í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á móti Sviss og fór í gegnum alla keppnina án þess að ná í stig. Liðið leit ekki vel út í Þjóðadeildinni en var þar að glíma við mikil meiðsli. „Það er hægt að draga mikinn lærdóm af því sem hefur verið að gerast undanfarið. Nú byrjar bara ný keppni og við þurfum að hætta að vera neikvæð og væla yfir öllum hlutum. Leyfum þessu bara að þróast. Um leið og við vinnum tvo til þrjá leiki þá erum við allt í einu orðin frábær aftur,“ segir Eiður Smári. Hann bætir við að Ísland þurfi að breikka hópinn til að fá inn fleiri leikmenn sem setja pressu á þá sem fyrir eru en Eiður starfar í dag sem aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins. „Við þurfum að skoða hvar við vorum fyrir einu til tveimur árum og hvað gerðist til að við náðum þessum árangri,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Íslenski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, var í útvarpsviðtali í Harmageddon á X977 í morgun þar sem að hann fór yfir stöðu landsliðsins sem hefur ekki unnið leik í rúmt ár. Strákarnir okkar unnu ekki leik á árinu 2018 og byrjuðu 2019 á því að spila tvo vináttuleiki í Katar án þess að vinna en næsta verkefni eru tveir leikir í undankeppni EM 2020 á móti Andorra og Frakklandi ytra síðar í mánuðinum. „Við höfum verið í lægð. Það er ekki hægt að neita því. Við megum ekki gleyma því að áður en Erik Hamrén tók við landsliðinu höfðum við ekki unnið sjö til átta landsleiki í röð. Hamrén tekur við á sennilega erfiðasta tímapunkti sem hægt er að taka við íslenska landsliðinu,“ segir Eiður Smári. Erik Hamrén tók við liðinu af Heimi Hallgrímssyni en Svíinn tapaði 6-0 í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á móti Sviss og fór í gegnum alla keppnina án þess að ná í stig. Liðið leit ekki vel út í Þjóðadeildinni en var þar að glíma við mikil meiðsli. „Það er hægt að draga mikinn lærdóm af því sem hefur verið að gerast undanfarið. Nú byrjar bara ný keppni og við þurfum að hætta að vera neikvæð og væla yfir öllum hlutum. Leyfum þessu bara að þróast. Um leið og við vinnum tvo til þrjá leiki þá erum við allt í einu orðin frábær aftur,“ segir Eiður Smári. Hann bætir við að Ísland þurfi að breikka hópinn til að fá inn fleiri leikmenn sem setja pressu á þá sem fyrir eru en Eiður starfar í dag sem aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins. „Við þurfum að skoða hvar við vorum fyrir einu til tveimur árum og hvað gerðist til að við náðum þessum árangri,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.
Íslenski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira