Einkareknir fjölmiðlar í mun verri stöðu en áður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. maí 2017 06:00 Mjög hefur þrengt að einkareknum fjölmiðlum á undanförnum árum. vísir/ernir Full ástæða er til að skoða stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í kjölfar gjörbreytts rekstrarumhverfis fjölmiðla. Þetta telja ráðherra og fyrrverandi útvarpsstjóri. Mjög hefur þrengt að einkareknum fjölmiðlum á undanförnum árum. Munar þar miklu um aukna samkeppni frá erlendum fjöl- og samfélagsmiðlum og þá er reglulega rætt um þátt RÚV. Samkeppnin hefur tekið sinn toll en á dögunum stöðvaðist útgáfa Fréttatímans og þá standa Pressan og DV afar höllum fæti. „Ég taldi rétt að takmarka hlut RÚV á auglýsingamarkaði en það naut ekki stuðnings á sínum tíma og hlaut ekki brautargengi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra. Þorgerður segir að það sé mikilvægt að hafa fjölbreytta flóru frjálsra fjölmiðla og þeir lifi ekki af án þess að hafa aðgang að auglýsingafjármagni. „Yfirburðastaða RÚV er mikil eins og staðan er í dag. Ég tel að það sé ekki óeðlilegt að gera þá kröfu, líkt og á Norðurlöndunum, að ríkisfjölmiðlar séu ekki á auglýsingamarkaði. Þá tel ég einnig rétt að auka fjármagn til heimilda- og sjónvarpsmyndasjóðsins,“ segir Þorgerður. „Það liggur alveg ljóst fyrir að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur stórversnað síðustu ár og við sjáum þess ýmis merki hér,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ríkisútvarpsstjóri. Bendir Páll meðal annars á að fjarskiptafyrirtæki hafi tekið yfir ljósvakamiðla og að fjölmiðlafyrirtæki í hinum sígilda skilningi séu á undanhaldi. Hlutur afþreyingarmiðla sé nú meiri, oft á kostnað hefðbundinna fréttamiðla. „Nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla á að skila af sér á næstunni og í framhaldi af því er óhjákvæmilegt að ræða stöðuna á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Bæði hvernig þeim einkareknu reiðir af og samhliða því að skoða stöðu RÚV enda tengjast þessir þættir,“ segir Páll. „Ég ætla hins vegar að geyma stærri yfirlýsingar þar til skýrslan liggur fyrir.“ Páll vísar þarna til nefndar sem Illugi Gunnarsson skipaði á síðasta ári en áætlað er að hún skili af sér um næstu mánaðamót. „Ein af meginstoðum lýðræðisins eru frjálsir, óháðir fjölmiðlar og þessi þróun er hættuleg því. Því var lagt í þessa vinnu,“ segir Illugi. Ekki náðist í Kristján Þór Júlíusson, ráðherra mennta- og menningarmála, við vinnslu fréttarinnar. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill þverpólitíska nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla Illugi Gunnarsson hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um að stofnuð verði þverpólitísk nefnd um málefni fjölmiðla. 20. september 2016 15:55 Pressan fékk lán en ekki hlutafé Fjárfestar sem ætluðu að taka þátt í hlutafjáraukningu Pressunnar hafa dregið sig til baka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Sjá meira
Full ástæða er til að skoða stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í kjölfar gjörbreytts rekstrarumhverfis fjölmiðla. Þetta telja ráðherra og fyrrverandi útvarpsstjóri. Mjög hefur þrengt að einkareknum fjölmiðlum á undanförnum árum. Munar þar miklu um aukna samkeppni frá erlendum fjöl- og samfélagsmiðlum og þá er reglulega rætt um þátt RÚV. Samkeppnin hefur tekið sinn toll en á dögunum stöðvaðist útgáfa Fréttatímans og þá standa Pressan og DV afar höllum fæti. „Ég taldi rétt að takmarka hlut RÚV á auglýsingamarkaði en það naut ekki stuðnings á sínum tíma og hlaut ekki brautargengi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra. Þorgerður segir að það sé mikilvægt að hafa fjölbreytta flóru frjálsra fjölmiðla og þeir lifi ekki af án þess að hafa aðgang að auglýsingafjármagni. „Yfirburðastaða RÚV er mikil eins og staðan er í dag. Ég tel að það sé ekki óeðlilegt að gera þá kröfu, líkt og á Norðurlöndunum, að ríkisfjölmiðlar séu ekki á auglýsingamarkaði. Þá tel ég einnig rétt að auka fjármagn til heimilda- og sjónvarpsmyndasjóðsins,“ segir Þorgerður. „Það liggur alveg ljóst fyrir að rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur stórversnað síðustu ár og við sjáum þess ýmis merki hér,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ríkisútvarpsstjóri. Bendir Páll meðal annars á að fjarskiptafyrirtæki hafi tekið yfir ljósvakamiðla og að fjölmiðlafyrirtæki í hinum sígilda skilningi séu á undanhaldi. Hlutur afþreyingarmiðla sé nú meiri, oft á kostnað hefðbundinna fréttamiðla. „Nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla á að skila af sér á næstunni og í framhaldi af því er óhjákvæmilegt að ræða stöðuna á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Bæði hvernig þeim einkareknu reiðir af og samhliða því að skoða stöðu RÚV enda tengjast þessir þættir,“ segir Páll. „Ég ætla hins vegar að geyma stærri yfirlýsingar þar til skýrslan liggur fyrir.“ Páll vísar þarna til nefndar sem Illugi Gunnarsson skipaði á síðasta ári en áætlað er að hún skili af sér um næstu mánaðamót. „Ein af meginstoðum lýðræðisins eru frjálsir, óháðir fjölmiðlar og þessi þróun er hættuleg því. Því var lagt í þessa vinnu,“ segir Illugi. Ekki náðist í Kristján Þór Júlíusson, ráðherra mennta- og menningarmála, við vinnslu fréttarinnar.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vill þverpólitíska nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla Illugi Gunnarsson hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um að stofnuð verði þverpólitísk nefnd um málefni fjölmiðla. 20. september 2016 15:55 Pressan fékk lán en ekki hlutafé Fjárfestar sem ætluðu að taka þátt í hlutafjáraukningu Pressunnar hafa dregið sig til baka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Innlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Sjá meira
Vill þverpólitíska nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla Illugi Gunnarsson hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um að stofnuð verði þverpólitísk nefnd um málefni fjölmiðla. 20. september 2016 15:55
Pressan fékk lán en ekki hlutafé Fjárfestar sem ætluðu að taka þátt í hlutafjáraukningu Pressunnar hafa dregið sig til baka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 13. maí 2017 07:00