Persónulegt áfall að lenda í tölvuþrjótum Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2017 10:35 Skúli Gautason. Krafan var ekki mjög há, 30-50 þúsund krónur, ekki hærri en svo að Skúli hugleiddi hvort hann ætti að borga. visir/pjetur Skúli Gautason, leikari, söngvari og menningarfulltrúi Vestfjarða, varð fyrir því í vor að fá vírus í tölvu sína, sem svipar til þess sem nú geisar. Hann segir það hafa verið djöfullega reynslu, persónulegt áfall því um er að ræða árás í persónulegt líf þess sem verður fyrir slíku. Skúli sagði Vísi þá sögu ef hún kynni að reynast víti til varnaðar. „Þetta var í vinnutölvu. En kom upp í gegnum íslenska síðu sem ég notaði talsvert í tengslum við vinnu mína. En, þar hafði greinilega verið plantað inn einhverju forriti,“ segir Skúli. Þetta var fyrir um tveimur mánuðum en nú er búið að leggja umræddri síðu, henni var lokað samdægurs. „Þetta leit ótrúlega sakleysislega út. Síðan var bjöguð og ég fékk meldingu um að ég þyrfti að uppfæra font, eða stafagerð, til að síðan birtist eðlilega. Ég asnaðist til að smella á þetta og þá var um leið búið að dulrita öll gögn á tölvunni, á Google Drive og á öllum Dropbox reikningum sem er deilt með mér.“Ísköld tilkynning um hvernig ætti að greiðaÞetta var ákaflega lævíslegt. Skúli taldi sig þekkja síðuna vel og hann segir að þetta ætti að kenna fólki að vera tortryggið á netinu. Um leið og Skúli hafði samþykkt að uppfæra fontinn birtist gluggi á skjánum.Skaðinn sem fólk sem lendir í tölvuþrjótum verður fyrir er tilfinnanlegur og tilfinningalegs eðlis. Þetta er innrás í persónulegt líf.„Viðmótið á þeim glugga var bisnessmódel. Tilkynning: Nú hafa öll gögn á tölvunni þinni verið dulkóðuð. Þetta var kalt og viðskiptalegt, alls ekki fruntalegt, ítarlegar upplýsingar um hvernig maður ætti að borga.“ Skúli átti að borga í bitcoin, hvers vegna veit hann ekki. Kannski að erfiðara sé að rekja það? „Ég setti mig ekki inní það. Þegar þetta gerðist, þegar ég áttaði mig á því að það væri kominn vírus, slökkti ég á tölvunni, reif hana strax úr sambandi. Og það bjargaði einhverju.“Krafan ekki mjög háSkúli man ekki nákvæmlega hversu há krafan var. Engin ósköp, eitthvað á milli 30 til 50 þúsund íslenskra króna. „Ekki hærri en svo að maður hugleiddi það alvarlega að borga þetta bara.“ Skúli setti sig í samband við menn sem hann þekkir og starfa við vírusvarnir. Þeir ráðlögðu honum eindregið frá því að borga. „Bæði væri ekkert öruggt þó maður borgaði að það yrði opnað fyrir aðgang að skjölunum. Og svo í prinsippinu, ef maður er að borga er maður að næra svona starfsemi, kenna þessum netkrimmum að þetta skilar einhverju.“Ráðlagt að borga ekkiUm leið og þetta gerðist, á sömu sekúndu, voru öll skjöl í tölvunni dulkóðuð og Skúli komst ekki inn í nein skjöl. „Og öll ský einnig, dropbox, þar var ég tengdur við gögn frá hinum og þessum aðilum og félagasamtökum. Þannig að þetta var að valda mörgum fleirum tjóni en manni sjálfum og það er eiginlega það versta. Ég ákvað mjög fljótt að ég ætlaði ekki að borga þetta og tók bara skellinn.“ Skúli fór í það að finna hjá hinum og þessum félagasamtökum sem höfðu ekki verið í gangi þegar þetta kom upp. Þessi skýja-netsvæði vista afrit á viðkomandi tölvu, og tengja sig svo skýið.Persónulegt áfall að lenda í tölvuárás„Ef maður fann slíka tölvu var málið að aftengja hana netinu, afrita gögnin og skipta þeim út fyrir þessi dulkóðuðu. Í dropbox er það þannig að þar vistast sjálfkrafa öryggisforrit. Þannig að þar var hægt að endurheimta eitthvað. Hef síðan verið að grafa upp gamlar diskhettur til að ná í gömul afrek.“ Skúli segir það hafa verið persónulegt áfall að lenda í þessu. Þetta sé innrás í persónulegt líf. „Stór hluti þess fer fram í tölvunni og einhver ókunnugur er kominn þar inn – alveg djöfullegt. Og sérstaklega þegar þú ert að valda öðrum tjóni. Mér leið illa með það.“ Tölvuárásir Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Skúli Gautason, leikari, söngvari og menningarfulltrúi Vestfjarða, varð fyrir því í vor að fá vírus í tölvu sína, sem svipar til þess sem nú geisar. Hann segir það hafa verið djöfullega reynslu, persónulegt áfall því um er að ræða árás í persónulegt líf þess sem verður fyrir slíku. Skúli sagði Vísi þá sögu ef hún kynni að reynast víti til varnaðar. „Þetta var í vinnutölvu. En kom upp í gegnum íslenska síðu sem ég notaði talsvert í tengslum við vinnu mína. En, þar hafði greinilega verið plantað inn einhverju forriti,“ segir Skúli. Þetta var fyrir um tveimur mánuðum en nú er búið að leggja umræddri síðu, henni var lokað samdægurs. „Þetta leit ótrúlega sakleysislega út. Síðan var bjöguð og ég fékk meldingu um að ég þyrfti að uppfæra font, eða stafagerð, til að síðan birtist eðlilega. Ég asnaðist til að smella á þetta og þá var um leið búið að dulrita öll gögn á tölvunni, á Google Drive og á öllum Dropbox reikningum sem er deilt með mér.“Ísköld tilkynning um hvernig ætti að greiðaÞetta var ákaflega lævíslegt. Skúli taldi sig þekkja síðuna vel og hann segir að þetta ætti að kenna fólki að vera tortryggið á netinu. Um leið og Skúli hafði samþykkt að uppfæra fontinn birtist gluggi á skjánum.Skaðinn sem fólk sem lendir í tölvuþrjótum verður fyrir er tilfinnanlegur og tilfinningalegs eðlis. Þetta er innrás í persónulegt líf.„Viðmótið á þeim glugga var bisnessmódel. Tilkynning: Nú hafa öll gögn á tölvunni þinni verið dulkóðuð. Þetta var kalt og viðskiptalegt, alls ekki fruntalegt, ítarlegar upplýsingar um hvernig maður ætti að borga.“ Skúli átti að borga í bitcoin, hvers vegna veit hann ekki. Kannski að erfiðara sé að rekja það? „Ég setti mig ekki inní það. Þegar þetta gerðist, þegar ég áttaði mig á því að það væri kominn vírus, slökkti ég á tölvunni, reif hana strax úr sambandi. Og það bjargaði einhverju.“Krafan ekki mjög háSkúli man ekki nákvæmlega hversu há krafan var. Engin ósköp, eitthvað á milli 30 til 50 þúsund íslenskra króna. „Ekki hærri en svo að maður hugleiddi það alvarlega að borga þetta bara.“ Skúli setti sig í samband við menn sem hann þekkir og starfa við vírusvarnir. Þeir ráðlögðu honum eindregið frá því að borga. „Bæði væri ekkert öruggt þó maður borgaði að það yrði opnað fyrir aðgang að skjölunum. Og svo í prinsippinu, ef maður er að borga er maður að næra svona starfsemi, kenna þessum netkrimmum að þetta skilar einhverju.“Ráðlagt að borga ekkiUm leið og þetta gerðist, á sömu sekúndu, voru öll skjöl í tölvunni dulkóðuð og Skúli komst ekki inn í nein skjöl. „Og öll ský einnig, dropbox, þar var ég tengdur við gögn frá hinum og þessum aðilum og félagasamtökum. Þannig að þetta var að valda mörgum fleirum tjóni en manni sjálfum og það er eiginlega það versta. Ég ákvað mjög fljótt að ég ætlaði ekki að borga þetta og tók bara skellinn.“ Skúli fór í það að finna hjá hinum og þessum félagasamtökum sem höfðu ekki verið í gangi þegar þetta kom upp. Þessi skýja-netsvæði vista afrit á viðkomandi tölvu, og tengja sig svo skýið.Persónulegt áfall að lenda í tölvuárás„Ef maður fann slíka tölvu var málið að aftengja hana netinu, afrita gögnin og skipta þeim út fyrir þessi dulkóðuðu. Í dropbox er það þannig að þar vistast sjálfkrafa öryggisforrit. Þannig að þar var hægt að endurheimta eitthvað. Hef síðan verið að grafa upp gamlar diskhettur til að ná í gömul afrek.“ Skúli segir það hafa verið persónulegt áfall að lenda í þessu. Þetta sé innrás í persónulegt líf. „Stór hluti þess fer fram í tölvunni og einhver ókunnugur er kominn þar inn – alveg djöfullegt. Og sérstaklega þegar þú ert að valda öðrum tjóni. Mér leið illa með það.“
Tölvuárásir Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00
Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00
Alls óvíst að greiðsla tryggi að fólk fái gögnin sín til baka Sérfræðingar óttast frekari tölvuárásir í dag, en árásirnar hófust á föstudag og hafa náð til 200 þúsund tölva í að minnsta kosti 150 löndum. 15. maí 2017 07:00