Erlent

Telja leiðtoga Norður-Kóreu hætt kominn eftir aðgerð

Andri Eysteinsson skrifar
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu er talinn hafa gengist undir aðgerð á dögunum.
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu er talinn hafa gengist undir aðgerð á dögunum. Nordicphotos/AFP

Leyniþjónusta Bandaríkjanna rannsakar nú nýjar upplýsingar þess efnis að leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong un sé hætt kominn eftir að hafa gengist undir aðgerð í heimalandinu. Frá þessu greinir bandaríski miðillinn CNN og hefur eftir nafnlausum heimildarmönnum sínum.

Kim er sagður hafa misst af afmælisfögnuði afa síns, Kim Il Sung 15 apríl og spruttu þá upp vangaveltur um heilsu hans. Afmælisdagur Kim Il Sung, stofnanda og fyrsta einráði ríkisins er mikilvægasti hátíðisdagur ríkisins lokaða.

CNN vitnar í kóreska miðilinn Daily NK sem heldur því fram að Kim hafi gengist undir aðgerð á öndunarfærakerfum 12 apríl síðastliðinn. Leiðtoginn sem er 37 ára gamall er reykingamaður og líferni hans talið óheilbrigt dagsdaglega.

Reuters greina frá því að heimildarmenn innan suður-kóreska forsetaembættisins telji ekkert óeðlilegt eiga sér stað innan Norður-Kóreu þessa dagana og ástand leiðtogans sé ekki alvarlegt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×