Salka Sól áreitt á árshátíð: „Ég vona að konan hans lesi þetta“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2017 18:38 Salka Sól á sviði í Kórnum í Kópavogi. Vísir/ernir „Ég man að ég hugsaði: „Ég trúi ekki að þetta sé ennþá að gerast. Ég varð bara svo hissa,“ segir sjónvarpsmaðurinn og söngkonan Salka Sól Eyfeld sem var í gær áreitt af gesti á árshátið Icelandair sem fram fór í Laugardalshöll. Þar koma Salka fram ásamt fjölda söngvara og tónlistarmanna en hún greindi frá því á Twitter í dag að í þann mund sem hún var að stíga á svið hafi maður gerst fjölþreifinn við hana. „Þetta var eiginlega frekar ömurlegt,“ segir Salka og útskýrir fyrir blaðamanni að hún hafi verið að bíða eftir því að stíga á svið, sem staðsett var í miðjum salnum, þegar maðurinn, sem Salka telur að hafi verið á fertugsaldri, gengur framhjá og „bara greip í rassinn“ á henni, eins og hún orðar það. Henni var eðlilega brugðið.Til mannsins sem kleip í rassinn á mér rétt áður en ég labbaði uppá svið á Iceland Air árshátíðinni í gær: fokk you dóni.— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) March 26, 2017 „Hefði ég ekki átt að vera komin upp á svið og og haft meiri tíma þá hefði ég náttúrulega stoppað hann og spurt hvað væri að honum. Hann hins vegar snéri sér við og fannst þetta fyndið og sniðugt,“ segir Salka og bætir við að þó hana hafi dauðlangað til hafi hún ekki verið í aðstöðu til að bregðast við. „Ég þurfti bara að fara upp á svið og byrja á laginu. Það hvarflaði að mér, því ég hélt á hljóðnema, að láta hann heyra það fyrir framan allan salinn en ég ákvað að láta það vera. The show must go on." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Salka hefur lent í sambærilegu áreiti. Hún og kynsystur hennar eru margar hverjar orðnar langþreyttar á því að karlar þreifi á þeim eða klípi þær sem er gömul saga og ný á næturlífinu eða öðrum skemmtunum. „Þegar ég hef lent í þessu á skemmtistöðum til dæmis þá hef ég bara snúið mér við og spurt hvað þeim gangi til. Ég læt þá auðvitað ekkert komast upp með þetta.“ Í þetta skiptið hafi það þó ekki verið mögulegt eins og fyrr segir. Þess vegna hafi hún ákveðið að greina frá þessu á Twitter og vonar Salka að þetta rati til dónakallsins. „Ég þurfti bara að láta hann vita að þetta er fáránleg hegðun. Þó svo að ég hafi ekki getað sagt eitthvað við hann á þessari stundu á árshátíðinni í gær þá bara sagði ég það við hann svona og ég vona að hann sjái þetta," segir Salka. „Og ég vona að konan hans lesi þetta líka.“ Tíst Sölku má sjá hér að ofan. Icelandair Næturlíf Reykjavík Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Sjá meira
„Ég man að ég hugsaði: „Ég trúi ekki að þetta sé ennþá að gerast. Ég varð bara svo hissa,“ segir sjónvarpsmaðurinn og söngkonan Salka Sól Eyfeld sem var í gær áreitt af gesti á árshátið Icelandair sem fram fór í Laugardalshöll. Þar koma Salka fram ásamt fjölda söngvara og tónlistarmanna en hún greindi frá því á Twitter í dag að í þann mund sem hún var að stíga á svið hafi maður gerst fjölþreifinn við hana. „Þetta var eiginlega frekar ömurlegt,“ segir Salka og útskýrir fyrir blaðamanni að hún hafi verið að bíða eftir því að stíga á svið, sem staðsett var í miðjum salnum, þegar maðurinn, sem Salka telur að hafi verið á fertugsaldri, gengur framhjá og „bara greip í rassinn“ á henni, eins og hún orðar það. Henni var eðlilega brugðið.Til mannsins sem kleip í rassinn á mér rétt áður en ég labbaði uppá svið á Iceland Air árshátíðinni í gær: fokk you dóni.— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) March 26, 2017 „Hefði ég ekki átt að vera komin upp á svið og og haft meiri tíma þá hefði ég náttúrulega stoppað hann og spurt hvað væri að honum. Hann hins vegar snéri sér við og fannst þetta fyndið og sniðugt,“ segir Salka og bætir við að þó hana hafi dauðlangað til hafi hún ekki verið í aðstöðu til að bregðast við. „Ég þurfti bara að fara upp á svið og byrja á laginu. Það hvarflaði að mér, því ég hélt á hljóðnema, að láta hann heyra það fyrir framan allan salinn en ég ákvað að láta það vera. The show must go on." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Salka hefur lent í sambærilegu áreiti. Hún og kynsystur hennar eru margar hverjar orðnar langþreyttar á því að karlar þreifi á þeim eða klípi þær sem er gömul saga og ný á næturlífinu eða öðrum skemmtunum. „Þegar ég hef lent í þessu á skemmtistöðum til dæmis þá hef ég bara snúið mér við og spurt hvað þeim gangi til. Ég læt þá auðvitað ekkert komast upp með þetta.“ Í þetta skiptið hafi það þó ekki verið mögulegt eins og fyrr segir. Þess vegna hafi hún ákveðið að greina frá þessu á Twitter og vonar Salka að þetta rati til dónakallsins. „Ég þurfti bara að láta hann vita að þetta er fáránleg hegðun. Þó svo að ég hafi ekki getað sagt eitthvað við hann á þessari stundu á árshátíðinni í gær þá bara sagði ég það við hann svona og ég vona að hann sjái þetta," segir Salka. „Og ég vona að konan hans lesi þetta líka.“ Tíst Sölku má sjá hér að ofan.
Icelandair Næturlíf Reykjavík Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Sjá meira