Transkonan Eva verður fjallkonan í Hafnarfirði Benedikt Bóas skrifar 17. júní 2017 07:00 Það verður mikið fjör í Hafnarfirði í dag sem aðra daga. Vísir/Stefán „Þetta er mjög skemmtilegt og sjálfri finnst mér þetta mjög spennandi. Þetta er auðvitað fyrst og fremst mikill heiður,“ segir Eva Ágústa Aradóttir sem verður fjallkona Hafnarfjarðar í dag. Eva mun lesa ljóð eftir Bryndísi Björgvinsdóttur. Eva er transkona og er, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, fyrsta transkonan sem fer í búning fjallkonunnar. Eva er Hafnfirðingur í húð og hár og segir hún að það sé mikil upphefð að fá að vera fjallkona í bænum. „Bærinn vildi fá transkonu í þetta hlutverk í ár og haft var samband við mig. Fjallkonan er ímynd íslensku konunnar og það er því frábært að fá að vera þessi ímynd.“Eva Ágústa AradóttirDagskrá 17. júní í Hafnarfirði hefst klukkan átta að morgni er fánar verða dregnir að húni. Eva stígur á svið á Thorsplani þar sem Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar, setur hátíðina, Karlakórinn Þrestir mun syngja og nýstúdentinn Kristinn Snær Guðmundsson flytja ávarp. Síðan skemmta Skoppa og Skrítla, Alan Jones, Fitness æðið, Arabesque dans, sýndur verður víkingabardagi sem víkingafélagið Rimmugýgur stendur fyrir og Emmsjé Gauti kemur fram. Kynnar verða þeir Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Eva Ágústa segir að hún hafi hikað örlítið þegar Hafnarfjarðarbær hafði samband enda ekki vön því að koma fram opinberlega. En skrekkurinn hvarf fljótt og það er alltaf betra að stökkva en hrökkva. „Ég vissi af því að bærinn hafði áhuga á að gera þetta og ég hugsaði mig alveg um. Þegar svo var hringt í mig ákvað ég að segja já enda einstakt tækifæri og ekki á hverjum degi sem ég fæ að vera fjallkona. Það er upphefð að fá að vera í þessum búningi,“ segir Eva Ágústa Aradóttir, fjallkona Hafnfirðinga í ár. 17.jún Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
„Þetta er mjög skemmtilegt og sjálfri finnst mér þetta mjög spennandi. Þetta er auðvitað fyrst og fremst mikill heiður,“ segir Eva Ágústa Aradóttir sem verður fjallkona Hafnarfjarðar í dag. Eva mun lesa ljóð eftir Bryndísi Björgvinsdóttur. Eva er transkona og er, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, fyrsta transkonan sem fer í búning fjallkonunnar. Eva er Hafnfirðingur í húð og hár og segir hún að það sé mikil upphefð að fá að vera fjallkona í bænum. „Bærinn vildi fá transkonu í þetta hlutverk í ár og haft var samband við mig. Fjallkonan er ímynd íslensku konunnar og það er því frábært að fá að vera þessi ímynd.“Eva Ágústa AradóttirDagskrá 17. júní í Hafnarfirði hefst klukkan átta að morgni er fánar verða dregnir að húni. Eva stígur á svið á Thorsplani þar sem Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar, setur hátíðina, Karlakórinn Þrestir mun syngja og nýstúdentinn Kristinn Snær Guðmundsson flytja ávarp. Síðan skemmta Skoppa og Skrítla, Alan Jones, Fitness æðið, Arabesque dans, sýndur verður víkingabardagi sem víkingafélagið Rimmugýgur stendur fyrir og Emmsjé Gauti kemur fram. Kynnar verða þeir Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Eva Ágústa segir að hún hafi hikað örlítið þegar Hafnarfjarðarbær hafði samband enda ekki vön því að koma fram opinberlega. En skrekkurinn hvarf fljótt og það er alltaf betra að stökkva en hrökkva. „Ég vissi af því að bærinn hafði áhuga á að gera þetta og ég hugsaði mig alveg um. Þegar svo var hringt í mig ákvað ég að segja já enda einstakt tækifæri og ekki á hverjum degi sem ég fæ að vera fjallkona. Það er upphefð að fá að vera í þessum búningi,“ segir Eva Ágústa Aradóttir, fjallkona Hafnfirðinga í ár.
17.jún Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira