Geðrof er ekki lögbrot Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2020 11:00 Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla Neyðarlínunnar. Samtökin Geðhjálp, Rótin og Snarrótin hafa á síðasta sólarhring sent frá sér áskoranir um að verklag Neyðarlínunnar verði endurskoðað í kjölfar máls Heklu Lindar sem Kompás fjallaði um. Hekla Lind lést eftir átök við handtöku þegar hún var í geðrofi eftir neyslu fíkniefna. Óskað hafði verið eftir sjúkrabíl en lögregla var send á vettvang. Neyðarlínan hefur sagt að verkferlum hafi verið fylgt í málinu og vísað í partýstand á vettvangi. Var lögregla því fyrsta viðbragð. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang," sagði Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. Velferðarnefnd mun fjalla um málið. Formaður segir að útskýra þurfi verklagið. „Þessi frásögn sem við höfum nú fengið er grafalvarleg. Að fólk í partýstandi, eins og því hefur verið lýst, sé látið meta heilsufarsástand einstaklings og að út frá því mæti bara lögregla en ekki sjúkraflutningsaðilar. Ég held að það verði að skoða það," segir Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar. „Af hverju var þessari aðferð beitt, af hverju var ákveðið að senda ekki sjúkrabíl?," spyr Helga Vala. „Því miður virðist vera að þarna séu einhverjir undirliggjandi fordómar. Af því að um var að ræða partý, af því að um var að ræða mögulega neyslu fíkniefna." Hún segir geðrof ekki vera lögreglumál. „Geðrof er heilbrigðisástand. Geðrof er ekki lögbrot. Það er ekki lögreglan sem á að taka á því heldur heilbrigðisstarfsfólk." Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Við rannsókn á andlátinu var komist að þeirri niðurstöðu að viðurkenndum handtökuaðferðum hafi verið beitt. Réttarmeinafræðingur fullyrti þó í áliti að handtakan hafi átt umtalsverðan þátt í dauða Heklu Lindar. Meta þyrfti hvort beitt afl hafi verið í samræmi við aðstæður. Handtökuaðferðin sem kennd er hér á landi er fengin frá Noregi. Hún er stöðluð þrátt fyrir að lögreglumönnum sé kennt að meta aðstæður hverju sinni. Forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar telur að samþætta eigi verklega kennslu í valdbeitingu og fræðslu um geðraskanir eða annað ástand fólks sem huga þurfi að. Þetta mætti að gera í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. „Það væri klárlega til bóta að samþætta þetta með aðkomu sérfræðinga sem eru á þessum sviðum. Það myndi klárlega bæta alla þjálfun," segir Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Þetta gæti veitt lögreglumönnum betri færni til að meta aðstæður hverju sinni. „Annars vegar til að beita tökunum rétt og síðan til að búa til raunhæfar aðstæður," segir Ólafur. Heilbrigðismál Kompás Lögreglan Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla Neyðarlínunnar. Samtökin Geðhjálp, Rótin og Snarrótin hafa á síðasta sólarhring sent frá sér áskoranir um að verklag Neyðarlínunnar verði endurskoðað í kjölfar máls Heklu Lindar sem Kompás fjallaði um. Hekla Lind lést eftir átök við handtöku þegar hún var í geðrofi eftir neyslu fíkniefna. Óskað hafði verið eftir sjúkrabíl en lögregla var send á vettvang. Neyðarlínan hefur sagt að verkferlum hafi verið fylgt í málinu og vísað í partýstand á vettvangi. Var lögregla því fyrsta viðbragð. „Ef það er hringt inn út af geðrofi, að þá er þar um að ræða geðræn vandamál, og þar er niðurstaðan að ef viðkomandi er ekki slasaður að senda lögreglu á vettvang," sagði Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hekla Lind Jónsdóttir var aðeins 25 ára þegar hún lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi eftir neyslu fíkniefna síðasta vor. Velferðarnefnd mun fjalla um málið. Formaður segir að útskýra þurfi verklagið. „Þessi frásögn sem við höfum nú fengið er grafalvarleg. Að fólk í partýstandi, eins og því hefur verið lýst, sé látið meta heilsufarsástand einstaklings og að út frá því mæti bara lögregla en ekki sjúkraflutningsaðilar. Ég held að það verði að skoða það," segir Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar. „Af hverju var þessari aðferð beitt, af hverju var ákveðið að senda ekki sjúkrabíl?," spyr Helga Vala. „Því miður virðist vera að þarna séu einhverjir undirliggjandi fordómar. Af því að um var að ræða partý, af því að um var að ræða mögulega neyslu fíkniefna." Hún segir geðrof ekki vera lögreglumál. „Geðrof er heilbrigðisástand. Geðrof er ekki lögbrot. Það er ekki lögreglan sem á að taka á því heldur heilbrigðisstarfsfólk." Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Við rannsókn á andlátinu var komist að þeirri niðurstöðu að viðurkenndum handtökuaðferðum hafi verið beitt. Réttarmeinafræðingur fullyrti þó í áliti að handtakan hafi átt umtalsverðan þátt í dauða Heklu Lindar. Meta þyrfti hvort beitt afl hafi verið í samræmi við aðstæður. Handtökuaðferðin sem kennd er hér á landi er fengin frá Noregi. Hún er stöðluð þrátt fyrir að lögreglumönnum sé kennt að meta aðstæður hverju sinni. Forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar telur að samþætta eigi verklega kennslu í valdbeitingu og fræðslu um geðraskanir eða annað ástand fólks sem huga þurfi að. Þetta mætti að gera í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. „Það væri klárlega til bóta að samþætta þetta með aðkomu sérfræðinga sem eru á þessum sviðum. Það myndi klárlega bæta alla þjálfun," segir Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Þetta gæti veitt lögreglumönnum betri færni til að meta aðstæður hverju sinni. „Annars vegar til að beita tökunum rétt og síðan til að búa til raunhæfar aðstæður," segir Ólafur.
Heilbrigðismál Kompás Lögreglan Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira