Einfættur og kláraði eina erfiðustu þríþraut heims Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. ágúst 2017 20:00 Marokkóski íþróttamaðurinn Mohamed Lahna. Marokkóski íþróttamaðurinn Mohamed Lahna varð um helgina fyrsti einfætti einstaklingurinn til að klára Norseman exreme þríþrautina í Noregi. Hann er staddur hér á landi til að vinna með þróunardeild Össurar. Mohamed Lahna fæddist án lærleggs í hægri fæti og hefur náð ótrúlegum árangri í þríþraut þrátt fyrir að hafa ekki hjólað fyrr en við 25 ára aldur og hlaupið í fyrsta sinn 27 ára. Lahna, sem er nú 35 ára, keppti um helgina í Norseman extreme þríþrautinni þar sem hann synti 4 km, hjólaði 180 km, með einungis öðrum fæti, og hljóp 42 km. Auk þess að vera fyrsti einfætti maðurinn til að klára þessa þrekraun lenti hann í einu af efstu 160 sætunum sem tryggir honum svokallaða svarta bolinn í verðlaun. „Þetta er vegalengd í járnmannskeppninni og þetta hefur verið kallað erfiðasta þríþraut í heimi," segir segir Mohamed Lahna í samtali við fréttastofu.Og hvernig gekk þetta?„Þetta var mjög erfitt. En ég er svo ánægður með að vera fyrsti aflimaði maðurinn í heiminum sem fær svarta bolinn og lýkur keppni uppi á fjallinu. Ég er mjög ánægður og stoltur yfir að hafa lokið þessari keppni," segir Lahna. Hann segir mikilvægt að hafa réttan búnað en í þríþrautinni þurfti hann sérstaka gerviútlimi fyrir hvert verkefni. „Ég er svo ánægður með að vera hérna á meðal þeirra sem framleiða allan búnaðinn sem ég nota í keppni og í daglega lífinu. Það er magnað að sjá allt það sem er framleitt hérna á Íslandi." Lahna segir það hafa verið einstaka tilfinningu að fara fram úr mörgum íþróttamönnum, sem ólíkt honum voru á tveimur jafnfljótum, í þríþrautinni um helgina. „Það hvatti mig til að leggja harðar að mér. Jafnvel á leið upp fjallið fór ég fram úr öðrum keppendum. Þetta fannst mér gott og það hvatti mig áfram. Það hvatti mig til að fara lengra og hraðar," segir hann. Lahna tók bronsverðlaunin í þríþraut á Ólynpíuleikum fatlaðra í Rio De Janeiro í fyrra og framundan eru æfingar fyrir fleiri mót, þar á meðal næstu Ólympíuleika sem eru eftir þrjú ár. „Á næsta ári byrjum við að keppa um C1N03 að komast til Tókýó 2020," segir Lahna. Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Marokkóski íþróttamaðurinn Mohamed Lahna varð um helgina fyrsti einfætti einstaklingurinn til að klára Norseman exreme þríþrautina í Noregi. Hann er staddur hér á landi til að vinna með þróunardeild Össurar. Mohamed Lahna fæddist án lærleggs í hægri fæti og hefur náð ótrúlegum árangri í þríþraut þrátt fyrir að hafa ekki hjólað fyrr en við 25 ára aldur og hlaupið í fyrsta sinn 27 ára. Lahna, sem er nú 35 ára, keppti um helgina í Norseman extreme þríþrautinni þar sem hann synti 4 km, hjólaði 180 km, með einungis öðrum fæti, og hljóp 42 km. Auk þess að vera fyrsti einfætti maðurinn til að klára þessa þrekraun lenti hann í einu af efstu 160 sætunum sem tryggir honum svokallaða svarta bolinn í verðlaun. „Þetta er vegalengd í járnmannskeppninni og þetta hefur verið kallað erfiðasta þríþraut í heimi," segir segir Mohamed Lahna í samtali við fréttastofu.Og hvernig gekk þetta?„Þetta var mjög erfitt. En ég er svo ánægður með að vera fyrsti aflimaði maðurinn í heiminum sem fær svarta bolinn og lýkur keppni uppi á fjallinu. Ég er mjög ánægður og stoltur yfir að hafa lokið þessari keppni," segir Lahna. Hann segir mikilvægt að hafa réttan búnað en í þríþrautinni þurfti hann sérstaka gerviútlimi fyrir hvert verkefni. „Ég er svo ánægður með að vera hérna á meðal þeirra sem framleiða allan búnaðinn sem ég nota í keppni og í daglega lífinu. Það er magnað að sjá allt það sem er framleitt hérna á Íslandi." Lahna segir það hafa verið einstaka tilfinningu að fara fram úr mörgum íþróttamönnum, sem ólíkt honum voru á tveimur jafnfljótum, í þríþrautinni um helgina. „Það hvatti mig til að leggja harðar að mér. Jafnvel á leið upp fjallið fór ég fram úr öðrum keppendum. Þetta fannst mér gott og það hvatti mig áfram. Það hvatti mig til að fara lengra og hraðar," segir hann. Lahna tók bronsverðlaunin í þríþraut á Ólynpíuleikum fatlaðra í Rio De Janeiro í fyrra og framundan eru æfingar fyrir fleiri mót, þar á meðal næstu Ólympíuleika sem eru eftir þrjú ár. „Á næsta ári byrjum við að keppa um C1N03 að komast til Tókýó 2020," segir Lahna.
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira