Prestur rekinn fyrir ummæli um „bakvörðinn“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2020 20:58 Séra Skírnir tjáði sig um sögu hans og konu sem hefur verið sökuð um að falsa skjöl til að komast í bakvarðasveit sem fór til Bolungarvíkur vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Vísir/Samúel Séra Skírnir Garðarsson hefur verið rekinn frá íslensku þjóðkirkjunni fyrir brot á trúnaðarskyldu presta og starfs- og siðareglum þeirra. Það er vegna ummæla hans um konu sem sökuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Í viðtali á Vísi sakaði hann konuna um að hafa beitt svikum til þess að fá fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Séra Skírnir Garðarsson. Skírnir segist hafa vitað af henni í bakvarðasveitinni eftir að sýnt var frá þyrlu Landhelgisgæslunnar flytja bakverði vestur í Bolungarvík. Hann hafi íhugað að láta lögreglu vita, en látið það ógert. Hann talaði þó við Gylfa Ólafsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Sjá einnig: Prestur fylltist áhyggjum þegar hann sá bakvörðinn á fréttamyndum í þyrlunni Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sagði í kjölfarið að það blasti við sér að um trúnaðarbrot væri að ræða. Sjá einnig: „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi“ Í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni, sem send var út í kvöld segir að prestar gegni afar sérstöku hlutverki þegar komi að trúnaði gagnvart skjólstæðingum þeirra. Trúnaðarskyldan sé hornsteinn í sambandi presta við sóknarbörn og aðra skjólstæðinga. „Rjúfi prestur þessa trúnaðarskyldu gagnvart einhverjum skjólstæðingi sínum er það alvarlegt mál sem varðar við starfs - og siðareglur presta,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að prestum beri að tilkynna öll saknæm mál varðandi börn og ungmenni til yfirvalda. „Að öllu öðru leyti geymir prestur lífsögu manna hjá sjálfum sér, virðir trúnaðarskyldu sína og köllun.“ Þetta er í annað sinn sem Skírnir er vikið frá störfum. Í lok árs 2015 var honum vikið frá störfum í Lágafellssókn og það vegna máls sem rekja má til samskipta hans og „bakvarðarins“. Konan hafði þegið fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Skírnir grunaði að konan hefði falsað pappíra í umsókn sinni og ræddi við félagsmálastjóra Mosfellsbæjar um að sjá gögn sem sneru að henni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Í samtali við Stundina sagðist Skírnir hafa verið gerður að blóraböggli í málinu. Þjóðkirkjan Bolungarvík Mosfellsbær Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Séra Skírnir Garðarsson hefur verið rekinn frá íslensku þjóðkirkjunni fyrir brot á trúnaðarskyldu presta og starfs- og siðareglum þeirra. Það er vegna ummæla hans um konu sem sökuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Í viðtali á Vísi sakaði hann konuna um að hafa beitt svikum til þess að fá fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Séra Skírnir Garðarsson. Skírnir segist hafa vitað af henni í bakvarðasveitinni eftir að sýnt var frá þyrlu Landhelgisgæslunnar flytja bakverði vestur í Bolungarvík. Hann hafi íhugað að láta lögreglu vita, en látið það ógert. Hann talaði þó við Gylfa Ólafsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða Sjá einnig: Prestur fylltist áhyggjum þegar hann sá bakvörðinn á fréttamyndum í þyrlunni Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sagði í kjölfarið að það blasti við sér að um trúnaðarbrot væri að ræða. Sjá einnig: „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi“ Í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni, sem send var út í kvöld segir að prestar gegni afar sérstöku hlutverki þegar komi að trúnaði gagnvart skjólstæðingum þeirra. Trúnaðarskyldan sé hornsteinn í sambandi presta við sóknarbörn og aðra skjólstæðinga. „Rjúfi prestur þessa trúnaðarskyldu gagnvart einhverjum skjólstæðingi sínum er það alvarlegt mál sem varðar við starfs - og siðareglur presta,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að prestum beri að tilkynna öll saknæm mál varðandi börn og ungmenni til yfirvalda. „Að öllu öðru leyti geymir prestur lífsögu manna hjá sjálfum sér, virðir trúnaðarskyldu sína og köllun.“ Þetta er í annað sinn sem Skírnir er vikið frá störfum. Í lok árs 2015 var honum vikið frá störfum í Lágafellssókn og það vegna máls sem rekja má til samskipta hans og „bakvarðarins“. Konan hafði þegið fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Skírnir grunaði að konan hefði falsað pappíra í umsókn sinni og ræddi við félagsmálastjóra Mosfellsbæjar um að sjá gögn sem sneru að henni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Í samtali við Stundina sagðist Skírnir hafa verið gerður að blóraböggli í málinu.
Þjóðkirkjan Bolungarvík Mosfellsbær Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira