Þekkingarleysi í heilbrigðiskerfinu kemur niður á trans börnum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. febrúar 2020 20:30 Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. Þrátt fyrir að fjöldi trans barna sem leita til BUGL hafi fimmfaldast á síðustu tíu árum hafi verið ákveðið að leggja niður transteymið. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að ástæðan fjármagnsskorts og mannafla. „Það er ekki verið að fylgja eftir lögum um kynrænt sjálfræði þar sem kemur skýrt fram að forstjóri spítalans eigi að skipa í teymi sérfræðinga um þessi málefni,“ segir Sigríður Birna Valsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökunum 78. Á BUGL starfi nú enginn sérfræðingur í málaflokknum. Sérfræðingar úr öðrum teymum, sem kannski aldrei hafi unnið með trans börnum, sinni þeim. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að sá sem talar við Trans börn þekki orðræðuna og viti hvernig á að nálgast þetta málefni. Við erum sí endurtekið að heyra af því hjá samtökunum að krakkarnir okkar eru að fara inn í viðtöl í heilbrigðiskerfinu og þau koma út í rauninni kvíðnari,“ segir Sigríður. Mæður transbarna hafa stigið fram og sagt það vera mikið áfall að ekki verði haldið sérstaklega utan um hópinn. Börnin glíma oft við mikla vanlíðan, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Þess má geta að á morgun hefst heimildaþáttaröð á Stöð 2 þar sem fjórum fjölskyldum trans barna er fylgt eftir í tvö ár og er fyrsti þátturinn í opinni dagskrá. Sigríður segir að stjórnvöld verði að setja pening í málaflokkinn. „Það er ekki hægt að setja lög og gera ráð fyrir því að spítali skipi teymi og svo er enginn peningur. Þetta er rosalegur fjöldi af börnum sem þarf þessa þjónustu og hún er mjög mikilvægt og biðtíminn fyrir þessa krakka, hann er ekki í boði.“ Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Vantar mannskap til að halda uppi transteymi Transteymi BUGL hefur verið lagt niður vegna manneklu en samkvæmt lögum skal þverfaglegt teymi sinna börnunum. Hvorki fjármagn né starfsfólk fylgdi lagasetningunni. Móðir transdrengs segir heilbrigðisyfirvöld þurfa að hysja upp um sig. 7. febrúar 2020 19:29 Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30 Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Ráðgjafi hjá Samtökunum 78 segir að trans börn verði oft kvíðnari eftir viðtöl í heilbrigðiskerfinu vegna þekkingarleysis heilbrigðisstarfsfólks. Það verði að setja peninga í málaflokkinn svo hægt sé að reka sérstakt transteymi á BUGL. Þjónustan sé gríðarlega mikilvæg fyrir börnin. Þrátt fyrir að fjöldi trans barna sem leita til BUGL hafi fimmfaldast á síðustu tíu árum hafi verið ákveðið að leggja niður transteymið. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að ástæðan fjármagnsskorts og mannafla. „Það er ekki verið að fylgja eftir lögum um kynrænt sjálfræði þar sem kemur skýrt fram að forstjóri spítalans eigi að skipa í teymi sérfræðinga um þessi málefni,“ segir Sigríður Birna Valsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökunum 78. Á BUGL starfi nú enginn sérfræðingur í málaflokknum. Sérfræðingar úr öðrum teymum, sem kannski aldrei hafi unnið með trans börnum, sinni þeim. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að sá sem talar við Trans börn þekki orðræðuna og viti hvernig á að nálgast þetta málefni. Við erum sí endurtekið að heyra af því hjá samtökunum að krakkarnir okkar eru að fara inn í viðtöl í heilbrigðiskerfinu og þau koma út í rauninni kvíðnari,“ segir Sigríður. Mæður transbarna hafa stigið fram og sagt það vera mikið áfall að ekki verði haldið sérstaklega utan um hópinn. Börnin glíma oft við mikla vanlíðan, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Þess má geta að á morgun hefst heimildaþáttaröð á Stöð 2 þar sem fjórum fjölskyldum trans barna er fylgt eftir í tvö ár og er fyrsti þátturinn í opinni dagskrá. Sigríður segir að stjórnvöld verði að setja pening í málaflokkinn. „Það er ekki hægt að setja lög og gera ráð fyrir því að spítali skipi teymi og svo er enginn peningur. Þetta er rosalegur fjöldi af börnum sem þarf þessa þjónustu og hún er mjög mikilvægt og biðtíminn fyrir þessa krakka, hann er ekki í boði.“
Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Vantar mannskap til að halda uppi transteymi Transteymi BUGL hefur verið lagt niður vegna manneklu en samkvæmt lögum skal þverfaglegt teymi sinna börnunum. Hvorki fjármagn né starfsfólk fylgdi lagasetningunni. Móðir transdrengs segir heilbrigðisyfirvöld þurfa að hysja upp um sig. 7. febrúar 2020 19:29 Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30 Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Vantar mannskap til að halda uppi transteymi Transteymi BUGL hefur verið lagt niður vegna manneklu en samkvæmt lögum skal þverfaglegt teymi sinna börnunum. Hvorki fjármagn né starfsfólk fylgdi lagasetningunni. Móðir transdrengs segir heilbrigðisyfirvöld þurfa að hysja upp um sig. 7. febrúar 2020 19:29
Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30
Gefur innsýn í líf fjögurra íslenskra trans barna Sigrún Ósk Kristjánsdóttir segir að allir geti lært eitthvað af þáttunum Trans börn sem hefja göngu sýna á Stöð 2 á sunnudag. 5. febrúar 2020 18:06