Ríkisstjórnin bætir við sig miklu fylgi Heimir Már Pétursson skrifar 31. mars 2020 17:23 Ríkisstjórnin hefur fengið meðbyr í seglin á sama tíma og hún grípur til umfangsmikilla aðgerða samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup í marsmánuði. Vísir/Frikki Ríkisstjórnin hefur bætt verulega við fylgi sitt á síðustu vikum aðgerða vegna samdráttar í efnahags- og atvinnulífi. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup studdu sjö prósentustigum fleiri ríkisstjórnina í mars en í síðustu könnun. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust 55 prósent styðja ríkisstjórnina og hefur stuðningur við hana ekki mælst meiri hjá fyrirtækinu frá því í apríl árið 2018 þegar hún var nokkurra mánaða gömul. "Meiri stuðningur mældist við ríkisstjórnina seinni hluta marsmánaðar en fyrri hluta hans, en rösklega 59% sögðust styðja stjórnina seinni hluta mánaðarins samanborið við tæplega 52% fyrri hluta hans," segir í tilkynningu frá Gallup. Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur aukist mikið undanfarnar vikur samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup.Grafík frá Gallup Helstu breytingar á fylgi flokka frá síðustu mælingu séu að Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn tapi fylgi eftir mikla fylgisaukningu í febrúar. Fylgi Miðflokksins minnki um þrjú prósentustig, en rúmlega 11% þeirra sem taki afstöðu myndu kjósa flokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag. Samkvæmt könnun Gallup í mars minnkar fylgi Sósíalistaflokksins um tæplega tvö prósentustig en ríflega 3% myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi annarra flokka breytist lítið milli mánaða, eða um 0,1-1,5 prósentustig. Rösklega 23% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, liðlega 15% Samfylkinguna, ríflega 13% Vinstri græn, um 11% Viðreisn, rúmlega 10% Pírata, liðlega 8% Framsóknarflokkinn og rúmlega 4% Flokk fólksins. Liðlega 11% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa og sama hlutfall tekur ekki afstöðu eða neitar að gefa hana upp. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar samþykktur Alþingi samþykkti í kvöld aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldsins. Aðgerðirnar sem samþykktar voru hljóða upp á tæplega 26 milljarða króna. 30. mars 2020 22:05 Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07 Ríkið hyggst greiða Icelandair til að tryggja samgöngur Íslensk stjórnvöld hyggjast greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Evrópu og Bandaríkjanna. 30. mars 2020 08:41 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Það mun reyna á okkur hér“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Fleiri fréttir Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur bætt verulega við fylgi sitt á síðustu vikum aðgerða vegna samdráttar í efnahags- og atvinnulífi. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup studdu sjö prósentustigum fleiri ríkisstjórnina í mars en í síðustu könnun. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust 55 prósent styðja ríkisstjórnina og hefur stuðningur við hana ekki mælst meiri hjá fyrirtækinu frá því í apríl árið 2018 þegar hún var nokkurra mánaða gömul. "Meiri stuðningur mældist við ríkisstjórnina seinni hluta marsmánaðar en fyrri hluta hans, en rösklega 59% sögðust styðja stjórnina seinni hluta mánaðarins samanborið við tæplega 52% fyrri hluta hans," segir í tilkynningu frá Gallup. Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur aukist mikið undanfarnar vikur samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup.Grafík frá Gallup Helstu breytingar á fylgi flokka frá síðustu mælingu séu að Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn tapi fylgi eftir mikla fylgisaukningu í febrúar. Fylgi Miðflokksins minnki um þrjú prósentustig, en rúmlega 11% þeirra sem taki afstöðu myndu kjósa flokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag. Samkvæmt könnun Gallup í mars minnkar fylgi Sósíalistaflokksins um tæplega tvö prósentustig en ríflega 3% myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi annarra flokka breytist lítið milli mánaða, eða um 0,1-1,5 prósentustig. Rösklega 23% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, liðlega 15% Samfylkinguna, ríflega 13% Vinstri græn, um 11% Viðreisn, rúmlega 10% Pírata, liðlega 8% Framsóknarflokkinn og rúmlega 4% Flokk fólksins. Liðlega 11% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa og sama hlutfall tekur ekki afstöðu eða neitar að gefa hana upp.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar samþykktur Alþingi samþykkti í kvöld aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldsins. Aðgerðirnar sem samþykktar voru hljóða upp á tæplega 26 milljarða króna. 30. mars 2020 22:05 Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07 Ríkið hyggst greiða Icelandair til að tryggja samgöngur Íslensk stjórnvöld hyggjast greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Evrópu og Bandaríkjanna. 30. mars 2020 08:41 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Það mun reyna á okkur hér“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Fleiri fréttir Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Sjá meira
Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar samþykktur Alþingi samþykkti í kvöld aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldsins. Aðgerðirnar sem samþykktar voru hljóða upp á tæplega 26 milljarða króna. 30. mars 2020 22:05
Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07
Ríkið hyggst greiða Icelandair til að tryggja samgöngur Íslensk stjórnvöld hyggjast greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Evrópu og Bandaríkjanna. 30. mars 2020 08:41