Sérsveit lögreglunnar var kölluð út í kvöld vegna manns sem veifaði hníf á Austurvelli.
Maðurinn var ölvaður og var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu.
„Það var maður með hníf þarna og hann var handtekinn og það er verið að ræða við hann,“ segir Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri í samtali við Vísi.
„Hann var að veifa einhverjum hníf á Austurvelli.“
Sólin lék við borgarbúa í dag og var fjöldi fólks á Austurvelli þegar þetta atvikaðist.
„En það má ekki vera að veifa vopni, þó það sé gott veður.“
Handtekinn fyrir að veifa hníf á Austurvelli
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
