Innlent

Annað andlát á Bergi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alls hafa tíu látist hér á landi í tengslum við kórónuveirufaraldurinn.
Alls hafa tíu látist hér á landi í tengslum við kórónuveirufaraldurinn.

Kona á níræðisaldri sem glímdi við Covid-19 sjúkdóminn af völdum kórónuveirunnar lést í gær. Konan bjó á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða þar sem aðstandendum er vottuð samúð.

Er þetta annað andlátið á Bergi sem tengt er kórónuveirufaraldrinum.

 Alls hafa tíu látist vegna veirunnar hér á landi. Vitað er um 1.773 smit hér á landi, þar hafa 1.362 af þeim smitast hafa náð bata og 402 eru í einangrun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×