Innlent

Annað andlát á Bergi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alls hafa tíu látist hér á landi í tengslum við kórónuveirufaraldurinn.
Alls hafa tíu látist hér á landi í tengslum við kórónuveirufaraldurinn.

Kona á níræðisaldri sem glímdi við Covid-19 sjúkdóminn af völdum kórónuveirunnar lést í gær. Konan bjó á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða þar sem aðstandendum er vottuð samúð.

Er þetta annað andlátið á Bergi sem tengt er kórónuveirufaraldrinum.

 Alls hafa tíu látist vegna veirunnar hér á landi. Vitað er um 1.773 smit hér á landi, þar hafa 1.362 af þeim smitast hafa náð bata og 402 eru í einangrun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.