Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2020 14:54 Víðir Reynisson, yfirlögreguþjónn, á upplýsingafundi almannavarna 31. mars 2020. Lögreglan Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagðist hafa verulegar áhyggjur af ferðalögum um páskana á upplýsingafundi vegna faraldursins í dag. Eftir því sem fleiri legðu leið sína út á þjóðvegina eða hálendið því meiri yrðu líkurnar á slysum. „Það skapar pressu á heilbrigðiskerfi sem er þanið fyrir,“ sagði Víðir. Ef fólk hópaðist í sumarhúsabyggðir víða um landið væru þúsundir manna að bætast við á heilbrigðissvæðum sem væru ekki byggð til að takast á við það. Einnig væri hætt við því að fólk gleymdi sér í smitgá sem það væri vant heima hjá sér ef það skipti skyndilega um umhverfi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, brýndi einnig fyrir landsmönnum að ferðast ekki um páskana. Heilbrigðiskerfinu veitti ekki af allri sinni orku til að glíma við COVID-19-sýkningar þó svo að það þyrfti ekki líka að bregðast við hóp- eða stórslys. Víðir sagði þó að ekki stæði til að lækka fjölda þeirra sem mega koma saman yfir páskana til að fyrirbyggja þetta. Til umræðu hefði komið að banna alfarið ferðalög yfir páskana en Víðir sagði að enn sem komið er væru yfirvöld að biðla til fólks að virða tilmæli og að hann teldi að það virkaði. Ekki yrði þó hikað við að grípa til aðgerða með stuttum fyrirvara ef því væri að skipta. „Ég held að langflestir séu að hugsa sér að bóna vélsleðann yfir páskana og ferðast innanhúss,“ sagði hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Páskar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagðist hafa verulegar áhyggjur af ferðalögum um páskana á upplýsingafundi vegna faraldursins í dag. Eftir því sem fleiri legðu leið sína út á þjóðvegina eða hálendið því meiri yrðu líkurnar á slysum. „Það skapar pressu á heilbrigðiskerfi sem er þanið fyrir,“ sagði Víðir. Ef fólk hópaðist í sumarhúsabyggðir víða um landið væru þúsundir manna að bætast við á heilbrigðissvæðum sem væru ekki byggð til að takast á við það. Einnig væri hætt við því að fólk gleymdi sér í smitgá sem það væri vant heima hjá sér ef það skipti skyndilega um umhverfi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, brýndi einnig fyrir landsmönnum að ferðast ekki um páskana. Heilbrigðiskerfinu veitti ekki af allri sinni orku til að glíma við COVID-19-sýkningar þó svo að það þyrfti ekki líka að bregðast við hóp- eða stórslys. Víðir sagði þó að ekki stæði til að lækka fjölda þeirra sem mega koma saman yfir páskana til að fyrirbyggja þetta. Til umræðu hefði komið að banna alfarið ferðalög yfir páskana en Víðir sagði að enn sem komið er væru yfirvöld að biðla til fólks að virða tilmæli og að hann teldi að það virkaði. Ekki yrði þó hikað við að grípa til aðgerða með stuttum fyrirvara ef því væri að skipta. „Ég held að langflestir séu að hugsa sér að bóna vélsleðann yfir páskana og ferðast innanhúss,“ sagði hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Páskar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira