Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2020 14:54 Víðir Reynisson, yfirlögreguþjónn, á upplýsingafundi almannavarna 31. mars 2020. Lögreglan Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagðist hafa verulegar áhyggjur af ferðalögum um páskana á upplýsingafundi vegna faraldursins í dag. Eftir því sem fleiri legðu leið sína út á þjóðvegina eða hálendið því meiri yrðu líkurnar á slysum. „Það skapar pressu á heilbrigðiskerfi sem er þanið fyrir,“ sagði Víðir. Ef fólk hópaðist í sumarhúsabyggðir víða um landið væru þúsundir manna að bætast við á heilbrigðissvæðum sem væru ekki byggð til að takast á við það. Einnig væri hætt við því að fólk gleymdi sér í smitgá sem það væri vant heima hjá sér ef það skipti skyndilega um umhverfi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, brýndi einnig fyrir landsmönnum að ferðast ekki um páskana. Heilbrigðiskerfinu veitti ekki af allri sinni orku til að glíma við COVID-19-sýkningar þó svo að það þyrfti ekki líka að bregðast við hóp- eða stórslys. Víðir sagði þó að ekki stæði til að lækka fjölda þeirra sem mega koma saman yfir páskana til að fyrirbyggja þetta. Til umræðu hefði komið að banna alfarið ferðalög yfir páskana en Víðir sagði að enn sem komið er væru yfirvöld að biðla til fólks að virða tilmæli og að hann teldi að það virkaði. Ekki yrði þó hikað við að grípa til aðgerða með stuttum fyrirvara ef því væri að skipta. „Ég held að langflestir séu að hugsa sér að bóna vélsleðann yfir páskana og ferðast innanhúss,“ sagði hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Páskar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagðist hafa verulegar áhyggjur af ferðalögum um páskana á upplýsingafundi vegna faraldursins í dag. Eftir því sem fleiri legðu leið sína út á þjóðvegina eða hálendið því meiri yrðu líkurnar á slysum. „Það skapar pressu á heilbrigðiskerfi sem er þanið fyrir,“ sagði Víðir. Ef fólk hópaðist í sumarhúsabyggðir víða um landið væru þúsundir manna að bætast við á heilbrigðissvæðum sem væru ekki byggð til að takast á við það. Einnig væri hætt við því að fólk gleymdi sér í smitgá sem það væri vant heima hjá sér ef það skipti skyndilega um umhverfi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, brýndi einnig fyrir landsmönnum að ferðast ekki um páskana. Heilbrigðiskerfinu veitti ekki af allri sinni orku til að glíma við COVID-19-sýkningar þó svo að það þyrfti ekki líka að bregðast við hóp- eða stórslys. Víðir sagði þó að ekki stæði til að lækka fjölda þeirra sem mega koma saman yfir páskana til að fyrirbyggja þetta. Til umræðu hefði komið að banna alfarið ferðalög yfir páskana en Víðir sagði að enn sem komið er væru yfirvöld að biðla til fólks að virða tilmæli og að hann teldi að það virkaði. Ekki yrði þó hikað við að grípa til aðgerða með stuttum fyrirvara ef því væri að skipta. „Ég held að langflestir séu að hugsa sér að bóna vélsleðann yfir páskana og ferðast innanhúss,“ sagði hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Páskar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira