Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2020 14:54 Víðir Reynisson, yfirlögreguþjónn, á upplýsingafundi almannavarna 31. mars 2020. Lögreglan Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagðist hafa verulegar áhyggjur af ferðalögum um páskana á upplýsingafundi vegna faraldursins í dag. Eftir því sem fleiri legðu leið sína út á þjóðvegina eða hálendið því meiri yrðu líkurnar á slysum. „Það skapar pressu á heilbrigðiskerfi sem er þanið fyrir,“ sagði Víðir. Ef fólk hópaðist í sumarhúsabyggðir víða um landið væru þúsundir manna að bætast við á heilbrigðissvæðum sem væru ekki byggð til að takast á við það. Einnig væri hætt við því að fólk gleymdi sér í smitgá sem það væri vant heima hjá sér ef það skipti skyndilega um umhverfi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, brýndi einnig fyrir landsmönnum að ferðast ekki um páskana. Heilbrigðiskerfinu veitti ekki af allri sinni orku til að glíma við COVID-19-sýkningar þó svo að það þyrfti ekki líka að bregðast við hóp- eða stórslys. Víðir sagði þó að ekki stæði til að lækka fjölda þeirra sem mega koma saman yfir páskana til að fyrirbyggja þetta. Til umræðu hefði komið að banna alfarið ferðalög yfir páskana en Víðir sagði að enn sem komið er væru yfirvöld að biðla til fólks að virða tilmæli og að hann teldi að það virkaði. Ekki yrði þó hikað við að grípa til aðgerða með stuttum fyrirvara ef því væri að skipta. „Ég held að langflestir séu að hugsa sér að bóna vélsleðann yfir páskana og ferðast innanhúss,“ sagði hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Páskar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagðist hafa verulegar áhyggjur af ferðalögum um páskana á upplýsingafundi vegna faraldursins í dag. Eftir því sem fleiri legðu leið sína út á þjóðvegina eða hálendið því meiri yrðu líkurnar á slysum. „Það skapar pressu á heilbrigðiskerfi sem er þanið fyrir,“ sagði Víðir. Ef fólk hópaðist í sumarhúsabyggðir víða um landið væru þúsundir manna að bætast við á heilbrigðissvæðum sem væru ekki byggð til að takast á við það. Einnig væri hætt við því að fólk gleymdi sér í smitgá sem það væri vant heima hjá sér ef það skipti skyndilega um umhverfi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, brýndi einnig fyrir landsmönnum að ferðast ekki um páskana. Heilbrigðiskerfinu veitti ekki af allri sinni orku til að glíma við COVID-19-sýkningar þó svo að það þyrfti ekki líka að bregðast við hóp- eða stórslys. Víðir sagði þó að ekki stæði til að lækka fjölda þeirra sem mega koma saman yfir páskana til að fyrirbyggja þetta. Til umræðu hefði komið að banna alfarið ferðalög yfir páskana en Víðir sagði að enn sem komið er væru yfirvöld að biðla til fólks að virða tilmæli og að hann teldi að það virkaði. Ekki yrði þó hikað við að grípa til aðgerða með stuttum fyrirvara ef því væri að skipta. „Ég held að langflestir séu að hugsa sér að bóna vélsleðann yfir páskana og ferðast innanhúss,“ sagði hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Páskar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira