Innlent

Strokupiltarnir þeir sömu og voru stöðvaðir með naglamottu í febrúar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan á Suðurlandi hafði hendur í hári drengjanna.
Lögreglan á Suðurlandi hafði hendur í hári drengjanna. Vísir/vilhelm

Drengirnir þrír sem handteknir voru í aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi, sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar síðastliðinn fimmtudag eru þeir sömu og lögregla þurfi að beita naglamottu á til að stöðva för þeirra fyrr á árinu.

Þetta kemur fram í færslu á vef lögreglunnar á Suðurlandi. Vísir greindi frá því fyrir helgi að þrír drengir hafi strokið af meðferðarheimili á Suðurlandi þar sem þeir ógnuðu starfsmanni og stálu bíl. Þeir voru svo handteknir í aðgerðum lögreglu í Þykkvabæ

Á vef lögreglunnar segir að einn þeirra hafði ógnað starfsfólki meðferðarheimilisins með dúkahníf til að komast yfir lykla að bílnum. Þar segir jafnrframt að um sömu drengi sé að ræða og þá sem stöðvaðir voru á stolnu ökutæki fyrr í vetur við Selfoss.

Þá var naglamottu beit til að stöðva för drengjanna ftir að þeir höfðu virt að vettugi öll stöðvunarmerki lögreglu, og ekið er mest lét á yfir 140 kílómetra hraða.


Tengdar fréttir

Strokudrengir fundust í Þykkvabæ eftir mikla leit

Þrír drengir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi, sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar skömmu eftir miðnætti. Drengirnir struku af meðferðarheimili eftir að hafa ógnað starfsmanni og stolið bíl.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×