Innlent

Handtekin eftir að hafa ekið yfir naglamottu á stolnum bíl

Eiður Þór Árnason skrifar
Mikið gekk á við Selfoss nú í kvöld.
Mikið gekk á við Selfoss nú í kvöld. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurlandi handtók í kvöld þrjá einstaklinga eftir að hafa veitt þeim eftirför eftir Suðurlandsvegi að Selfossi. Þeir eru grunaðir um að hafa verið á stolnum bifreiðum.

Einstaklingarnir sinntu ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og keyrðu þegar mest lét á um og yfir 140 kílómetra hraða á klukkustund, er fram kemur í tilkynningu frá lögregluembættinu.

Eftirförinni lauk þegar aðilarnir keyrðu yfir naglamottu sem lögreglumenn höfðu komið fyrir við Selfoss. Þeir voru í kjölfarið handteknir og færðir á lögreglustöð. Engin slys urðu á fólki að sögn lögreglu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.