Vill skoða skuldabréfaútgáfu til almennings Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2020 14:09 Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna. vísir/einar Þingmaður Vinstri grænna setti fram þá hugmynd á Alþingi í dag að ríkissjóður gæfi út skuldabréf sem almenningur gæti keypt til að standa undir tilteknum verkefnum. Vísaði hann til þess þegar ríkissjóður gaf út svo kölluð happdrættisskuldabréf árið 1974 til að fjármagna lagningu hringvegarins. Vegna sóttvarna er fámennt í þingsal hverju sinni en þingmenn fylgjast með umræðum annars staðar frá.Vísir/Vilhelm Önnur umræða um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins fór fram á Alþingi í dag. Þar er kveðið á umalls kyns útgjöld og tilhliðranir fyrir fyrirtæki og heimili til að lina áfallið sem hlýst af faraldrinum. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna nefndi þann möguleika í ræðu sinni að ríkissjóður gæfi út skuldabréf fyrir almenning til ákveðinna verkefna. „Þetta hefur áður verið gert bæði í kreppum og sérstökum verkefnum hér á landi," sagði Ólafur Þór. Þetta hafi meðal annars verið gert þegar ráðist var í að ljúka hringveginum með byggingu Skeiðarárbrúnna. Þá voru gefin út svo kölluð happdrættisskuldabréf í fimm ár til tíu ára hver skuldabréfaflokkur og voru bréfin upp á 1.000 krónur hvert bréf meðal annars vinsælar fermingargjafir. Bréfin voru framtals- og skattfrjáls og gefin út á handhafa og dregnir voru út vinningar reglulega úr potti tölusettra bréfanna. Ólafur Þór sagði núverandi farsótt ekki sambærilega þessu verkefni. „Hins vegar gæti hún verið tilefni til þess að gefa þeim sem eru aflögufæri tækifæri til að leggja hluta af sínum fjármunum í ríkisskuldabréf og létta þar með undir með ríkinu. Þá má annars vegar hugsa sér að þetta gæti verið í formi bréfa til sérstakra verkefna. Ég nefni þá sérstaklega menn myndu kannski horfa til þess að bréfin væru græn og menn gætu valið í vissum tilvikum að kaupa slík bréf. Ég held að þetta sé eitthvað sem við í að minnsta kosti getum skoðað í framhaldinu," sagði Ólafur Þór. Megin verkefnið nú væri að stjórnvöld væru að stíga annað stóra skrefið í að að koma til móts við samfélagi, heimilin og fyrirtækin í landninu. „Við munum þurfa að stíga fleiri skref. En því skynsamlegri sem þessi skref verða því auðveldari verður viðspyrnan þegar faraldurinn er genginn yfir," sagði Ólafur Þór Gunnarsson. Tengdar fréttir Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07 Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna setti fram þá hugmynd á Alþingi í dag að ríkissjóður gæfi út skuldabréf sem almenningur gæti keypt til að standa undir tilteknum verkefnum. Vísaði hann til þess þegar ríkissjóður gaf út svo kölluð happdrættisskuldabréf árið 1974 til að fjármagna lagningu hringvegarins. Vegna sóttvarna er fámennt í þingsal hverju sinni en þingmenn fylgjast með umræðum annars staðar frá.Vísir/Vilhelm Önnur umræða um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins fór fram á Alþingi í dag. Þar er kveðið á umalls kyns útgjöld og tilhliðranir fyrir fyrirtæki og heimili til að lina áfallið sem hlýst af faraldrinum. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna nefndi þann möguleika í ræðu sinni að ríkissjóður gæfi út skuldabréf fyrir almenning til ákveðinna verkefna. „Þetta hefur áður verið gert bæði í kreppum og sérstökum verkefnum hér á landi," sagði Ólafur Þór. Þetta hafi meðal annars verið gert þegar ráðist var í að ljúka hringveginum með byggingu Skeiðarárbrúnna. Þá voru gefin út svo kölluð happdrættisskuldabréf í fimm ár til tíu ára hver skuldabréfaflokkur og voru bréfin upp á 1.000 krónur hvert bréf meðal annars vinsælar fermingargjafir. Bréfin voru framtals- og skattfrjáls og gefin út á handhafa og dregnir voru út vinningar reglulega úr potti tölusettra bréfanna. Ólafur Þór sagði núverandi farsótt ekki sambærilega þessu verkefni. „Hins vegar gæti hún verið tilefni til þess að gefa þeim sem eru aflögufæri tækifæri til að leggja hluta af sínum fjármunum í ríkisskuldabréf og létta þar með undir með ríkinu. Þá má annars vegar hugsa sér að þetta gæti verið í formi bréfa til sérstakra verkefna. Ég nefni þá sérstaklega menn myndu kannski horfa til þess að bréfin væru græn og menn gætu valið í vissum tilvikum að kaupa slík bréf. Ég held að þetta sé eitthvað sem við í að minnsta kosti getum skoðað í framhaldinu," sagði Ólafur Þór. Megin verkefnið nú væri að stjórnvöld væru að stíga annað stóra skrefið í að að koma til móts við samfélagi, heimilin og fyrirtækin í landninu. „Við munum þurfa að stíga fleiri skref. En því skynsamlegri sem þessi skref verða því auðveldari verður viðspyrnan þegar faraldurinn er genginn yfir," sagði Ólafur Þór Gunnarsson.
Tengdar fréttir Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07 Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07
Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18