Vill skoða skuldabréfaútgáfu til almennings Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2020 14:09 Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna. vísir/einar Þingmaður Vinstri grænna setti fram þá hugmynd á Alþingi í dag að ríkissjóður gæfi út skuldabréf sem almenningur gæti keypt til að standa undir tilteknum verkefnum. Vísaði hann til þess þegar ríkissjóður gaf út svo kölluð happdrættisskuldabréf árið 1974 til að fjármagna lagningu hringvegarins. Vegna sóttvarna er fámennt í þingsal hverju sinni en þingmenn fylgjast með umræðum annars staðar frá.Vísir/Vilhelm Önnur umræða um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins fór fram á Alþingi í dag. Þar er kveðið á umalls kyns útgjöld og tilhliðranir fyrir fyrirtæki og heimili til að lina áfallið sem hlýst af faraldrinum. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna nefndi þann möguleika í ræðu sinni að ríkissjóður gæfi út skuldabréf fyrir almenning til ákveðinna verkefna. „Þetta hefur áður verið gert bæði í kreppum og sérstökum verkefnum hér á landi," sagði Ólafur Þór. Þetta hafi meðal annars verið gert þegar ráðist var í að ljúka hringveginum með byggingu Skeiðarárbrúnna. Þá voru gefin út svo kölluð happdrættisskuldabréf í fimm ár til tíu ára hver skuldabréfaflokkur og voru bréfin upp á 1.000 krónur hvert bréf meðal annars vinsælar fermingargjafir. Bréfin voru framtals- og skattfrjáls og gefin út á handhafa og dregnir voru út vinningar reglulega úr potti tölusettra bréfanna. Ólafur Þór sagði núverandi farsótt ekki sambærilega þessu verkefni. „Hins vegar gæti hún verið tilefni til þess að gefa þeim sem eru aflögufæri tækifæri til að leggja hluta af sínum fjármunum í ríkisskuldabréf og létta þar með undir með ríkinu. Þá má annars vegar hugsa sér að þetta gæti verið í formi bréfa til sérstakra verkefna. Ég nefni þá sérstaklega menn myndu kannski horfa til þess að bréfin væru græn og menn gætu valið í vissum tilvikum að kaupa slík bréf. Ég held að þetta sé eitthvað sem við í að minnsta kosti getum skoðað í framhaldinu," sagði Ólafur Þór. Megin verkefnið nú væri að stjórnvöld væru að stíga annað stóra skrefið í að að koma til móts við samfélagi, heimilin og fyrirtækin í landninu. „Við munum þurfa að stíga fleiri skref. En því skynsamlegri sem þessi skref verða því auðveldari verður viðspyrnan þegar faraldurinn er genginn yfir," sagði Ólafur Þór Gunnarsson. Tengdar fréttir Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07 Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna setti fram þá hugmynd á Alþingi í dag að ríkissjóður gæfi út skuldabréf sem almenningur gæti keypt til að standa undir tilteknum verkefnum. Vísaði hann til þess þegar ríkissjóður gaf út svo kölluð happdrættisskuldabréf árið 1974 til að fjármagna lagningu hringvegarins. Vegna sóttvarna er fámennt í þingsal hverju sinni en þingmenn fylgjast með umræðum annars staðar frá.Vísir/Vilhelm Önnur umræða um aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins fór fram á Alþingi í dag. Þar er kveðið á umalls kyns útgjöld og tilhliðranir fyrir fyrirtæki og heimili til að lina áfallið sem hlýst af faraldrinum. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna nefndi þann möguleika í ræðu sinni að ríkissjóður gæfi út skuldabréf fyrir almenning til ákveðinna verkefna. „Þetta hefur áður verið gert bæði í kreppum og sérstökum verkefnum hér á landi," sagði Ólafur Þór. Þetta hafi meðal annars verið gert þegar ráðist var í að ljúka hringveginum með byggingu Skeiðarárbrúnna. Þá voru gefin út svo kölluð happdrættisskuldabréf í fimm ár til tíu ára hver skuldabréfaflokkur og voru bréfin upp á 1.000 krónur hvert bréf meðal annars vinsælar fermingargjafir. Bréfin voru framtals- og skattfrjáls og gefin út á handhafa og dregnir voru út vinningar reglulega úr potti tölusettra bréfanna. Ólafur Þór sagði núverandi farsótt ekki sambærilega þessu verkefni. „Hins vegar gæti hún verið tilefni til þess að gefa þeim sem eru aflögufæri tækifæri til að leggja hluta af sínum fjármunum í ríkisskuldabréf og létta þar með undir með ríkinu. Þá má annars vegar hugsa sér að þetta gæti verið í formi bréfa til sérstakra verkefna. Ég nefni þá sérstaklega menn myndu kannski horfa til þess að bréfin væru græn og menn gætu valið í vissum tilvikum að kaupa slík bréf. Ég held að þetta sé eitthvað sem við í að minnsta kosti getum skoðað í framhaldinu," sagði Ólafur Þór. Megin verkefnið nú væri að stjórnvöld væru að stíga annað stóra skrefið í að að koma til móts við samfélagi, heimilin og fyrirtækin í landninu. „Við munum þurfa að stíga fleiri skref. En því skynsamlegri sem þessi skref verða því auðveldari verður viðspyrnan þegar faraldurinn er genginn yfir," sagði Ólafur Þór Gunnarsson.
Tengdar fréttir Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07 Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07
Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18