Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2020 12:18 Allir flokkar stjórnarandstöðunnar hafa lagt í sameiningu fram fjórar breytingatillögur við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. Stjórnarandstaðan sé sammála um að tillögur ríkisstjórnarinnar gangi of skammt og hafa flokkarnir því í sameiningu lagt fram breytingatillögur við fjáraukalög 2020 sem eru á dagskrá Alþingis í dag. Meðal þess sem stjórnarandstaðan leggur til er að heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir Covid-19 sjúklingum fái sérstakan bónus. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Flokki fólksins, Miðflokknum, Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn en tillögurnar eru í fjórum liðum.Í fyrsta lagi leggja flokkarnir til að 9,1 milljarði króna til viðbótar verði varið til nýsköpunar og sprotafyrirtækja. Þannig verði þak á endurgreiðslum rannsóknar- og þróunarkostnaðar til að mynda hækkað, einn milljarður settur í Tækniþróunarsjóð og einn milljarður í Rannsóknarsjóð og Innviðasjóð. Fjármagn verði jafnframt aukið til menningar, íþrótta og lista auk þess sem Keilir, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Loftslagssjóður sömuleiðis samkvæmt tillögu stjórnarandstöðunnar. Framlög verði einnig aukin rannsókna og nýsköpunar í landbúnaði og þá er lagt til að tryggingagjald verði tímabundið fellt niður eða lækkað sem nemur fjórum milljörðum króna fyrir fyrirtæki sem hafa sjö eða færri starfsmenn. Vilja ríflega sjö milljarða til viðbótar til velferðarmála Í öðru lagi er lagt til að 9 milljörðum til viðbótar verði varið til viðbótar í vegaframkvæmdir og viðhald sem nýtist meðal annars til að flýta framkvæmdum við Reykjanesbraut, Suðurlands- og Vesturlandsveg að því er segir í tilkynningunni. Í þriðja lagi leggur stjórnarandstaðan til að 4,6 milljörðum verði varið í uppbyggingu fasteigna og aðrar fjárfestingar. Þar er meðal annars talað um uppbyggingu hjúkrunarheimila, fjölgun hjúkrunarrýma, framkvæmdir við fráveitumál og við flugvellina á Akureyri og á Egilsstöðum svo fátt eitt sé nefnt. Loks vill stjórnarandstaðan að 7,3 milljörðum til viðbótar verði varið til viðbótar til veðferðarmála. Þar er lagt til að greidd verði sérstök 200 þúsund króna eingreiðsla til starfsfólks í heilbrigðis- og félagsþjónustu sem hefur unnið við umönnun Covid-smitaðra sjúklinga. „Samhliða þessari greiðslu er sérstaklega hvatt til að ríkisvaldið gangi frá kjarasamningum við þær heilbrigðisstéttir sem ósamið er við. Þá er lagt til aukið framlag til vaxta- og húsnæðisbóta til að mæta fyrirsjáanlegri kaupmáttarskerðingu (3 makr.) en það nær til tekjulágra einstaklinga,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Þá leggur stjórnarandstaðan jafnframt til að eldri borgarar fái sambærilega 20 þúsund króna eingreiðslu og lagt er til að öryrkjar fái samkvæmt annarri fyrirliggjandi breytingatillögu frá efnahags- og viðskiptanefnd við fyrirliggjandi frumvarp sem stendur til að afgreiða í dag. Þá er lagt til að framlög til heilbrigðiskerfisins verði aukin um 200 milljónir og svokölluðum NPA-samningum verði fjölgað. „Loks verða 200 mkr. lagðar til við SÁÁ m.a. vegna minnkandi sjálfaflafjár í kjölfar faraldursins og 100 mkr. renna til aukins stuðnings til fjölskyldna langveikra barna sem hafa orðið fyrir talsverðu tekjutapi vegna faraldursins,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. Stjórnarandstaðan sé sammála um að tillögur ríkisstjórnarinnar gangi of skammt og hafa flokkarnir því í sameiningu lagt fram breytingatillögur við fjáraukalög 2020 sem eru á dagskrá Alþingis í dag. Meðal þess sem stjórnarandstaðan leggur til er að heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir Covid-19 sjúklingum fái sérstakan bónus. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá Flokki fólksins, Miðflokknum, Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn en tillögurnar eru í fjórum liðum.Í fyrsta lagi leggja flokkarnir til að 9,1 milljarði króna til viðbótar verði varið til nýsköpunar og sprotafyrirtækja. Þannig verði þak á endurgreiðslum rannsóknar- og þróunarkostnaðar til að mynda hækkað, einn milljarður settur í Tækniþróunarsjóð og einn milljarður í Rannsóknarsjóð og Innviðasjóð. Fjármagn verði jafnframt aukið til menningar, íþrótta og lista auk þess sem Keilir, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Loftslagssjóður sömuleiðis samkvæmt tillögu stjórnarandstöðunnar. Framlög verði einnig aukin rannsókna og nýsköpunar í landbúnaði og þá er lagt til að tryggingagjald verði tímabundið fellt niður eða lækkað sem nemur fjórum milljörðum króna fyrir fyrirtæki sem hafa sjö eða færri starfsmenn. Vilja ríflega sjö milljarða til viðbótar til velferðarmála Í öðru lagi er lagt til að 9 milljörðum til viðbótar verði varið til viðbótar í vegaframkvæmdir og viðhald sem nýtist meðal annars til að flýta framkvæmdum við Reykjanesbraut, Suðurlands- og Vesturlandsveg að því er segir í tilkynningunni. Í þriðja lagi leggur stjórnarandstaðan til að 4,6 milljörðum verði varið í uppbyggingu fasteigna og aðrar fjárfestingar. Þar er meðal annars talað um uppbyggingu hjúkrunarheimila, fjölgun hjúkrunarrýma, framkvæmdir við fráveitumál og við flugvellina á Akureyri og á Egilsstöðum svo fátt eitt sé nefnt. Loks vill stjórnarandstaðan að 7,3 milljörðum til viðbótar verði varið til viðbótar til veðferðarmála. Þar er lagt til að greidd verði sérstök 200 þúsund króna eingreiðsla til starfsfólks í heilbrigðis- og félagsþjónustu sem hefur unnið við umönnun Covid-smitaðra sjúklinga. „Samhliða þessari greiðslu er sérstaklega hvatt til að ríkisvaldið gangi frá kjarasamningum við þær heilbrigðisstéttir sem ósamið er við. Þá er lagt til aukið framlag til vaxta- og húsnæðisbóta til að mæta fyrirsjáanlegri kaupmáttarskerðingu (3 makr.) en það nær til tekjulágra einstaklinga,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Þá leggur stjórnarandstaðan jafnframt til að eldri borgarar fái sambærilega 20 þúsund króna eingreiðslu og lagt er til að öryrkjar fái samkvæmt annarri fyrirliggjandi breytingatillögu frá efnahags- og viðskiptanefnd við fyrirliggjandi frumvarp sem stendur til að afgreiða í dag. Þá er lagt til að framlög til heilbrigðiskerfisins verði aukin um 200 milljónir og svokölluðum NPA-samningum verði fjölgað. „Loks verða 200 mkr. lagðar til við SÁÁ m.a. vegna minnkandi sjálfaflafjár í kjölfar faraldursins og 100 mkr. renna til aukins stuðnings til fjölskyldna langveikra barna sem hafa orðið fyrir talsverðu tekjutapi vegna faraldursins,“ segir ennfremur í tilkynningunni.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira