Væntir frekari kórónuveiruaðgerða af hálfu borgarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2020 12:30 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ásamt Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á borgarstjórnarfundi. Vísir/vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn væntir þess að Reykjavíkurborg, og hin sveitarfélögin, muni gera meira en þegar hefur verið boðað til að milda efnhagslegt högg vegna kórónuveirunnar. Þá segir hann mikilvægt að borgin forgangsraði rétt og láti af samkeppni við einkaaðila. Borgarstjórn kynnti á fimmtudaginn síðasta þrettán aðgerðir sem Reykjavíkurborg mun ráðast í til að bregðast við faraldrinum. Á meðal aðgerða sem borgin boðar eru frestun gjalda, niðurfelling og lækkun þeirra, sveigjanleiki í innheimtu og gjaldfrestum auk borgarvaktir sem skoðar munu þarfir borgarabúa. Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn stóðu að baki aðgerðunum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn ræddi umræddar aðgerðir í umræðuþættinum Bítinu í morgun. Hann sagði nauðsynlegt að rétta úr kútnum á sem skemmstum tíma, helst á innan við tveimur árum, og til að það næðist þyrfti öfluga viðspyrnu, sem borgin hefði efni á að ráðast í. Þá væri mikilvægt að forgangsraða rétt. Borgarfulltrúar kynna aðgerðirnar í ráðhúsi Reykjavíkur síðasta fimmtudag.Vísir/Einar „Það er auðvitað dýrt að létta á fólkinu en það er miklu dýrara að gera það ekki. Það er miklu dýrara að láta störfin tapast,“ sagði Eyþór „Ég held að borgin verði að hætta í því sem hún þarf ekki að vera í. Hún á ekki að vera að reka malbikunarstöð eða byggja nýtt uppi við Esju við þessar aðstæður, ekki vera í samkeppni við einkaaðila eins og til dæmis í fjarskiptum eins og hún er, þetta er tímaskekkja. En hún á að gera vel það sem hún á að gera, og gerir.“ Eyþór kvaðst þó hafa viljað sjá borgina tryggja meiri skattalækkanir í þessari fyrstu atrennu til innspýtingar í efnahagslífið. Þá gerði hann ráð fyrir frekari aðgerðum af hálfu borgarinnar. „Og ég var ánægður með fyrstu setninguna, hún er lykilsetning. Fyrstu aðgerðir. Og við sjáum það með ríkið núna og alþingi, menn eru núna að fara í aðrar aðgerðir. Og ég vænti þess að sveitarfélögin og Reykjavíkurborg geri meira, því að Reykjavíkurborg á svo mikið undir þessu, því ef störfin tapast þá tapast útsvarið og útsvarið er grunnurinn að tekjum borgarinnar.“ Viðtalið við Eyþór og Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Borgarstjórn Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Áhöfnin á Sirrý bíður niðurstöðu úr Covid-19 prófi Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. 30. mars 2020 11:28 Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57 Víðir biðst afsökunar: „Í dag gerði ég mistök“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi gert mistök á blaðamannafundi dagsins þar sem hann greindi frá því að fjögur íþróttafélög hafi stundað æfingar í æfingabanninu sem nú stendur yfir. 29. mars 2020 20:11 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn væntir þess að Reykjavíkurborg, og hin sveitarfélögin, muni gera meira en þegar hefur verið boðað til að milda efnhagslegt högg vegna kórónuveirunnar. Þá segir hann mikilvægt að borgin forgangsraði rétt og láti af samkeppni við einkaaðila. Borgarstjórn kynnti á fimmtudaginn síðasta þrettán aðgerðir sem Reykjavíkurborg mun ráðast í til að bregðast við faraldrinum. Á meðal aðgerða sem borgin boðar eru frestun gjalda, niðurfelling og lækkun þeirra, sveigjanleiki í innheimtu og gjaldfrestum auk borgarvaktir sem skoðar munu þarfir borgarabúa. Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn stóðu að baki aðgerðunum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn ræddi umræddar aðgerðir í umræðuþættinum Bítinu í morgun. Hann sagði nauðsynlegt að rétta úr kútnum á sem skemmstum tíma, helst á innan við tveimur árum, og til að það næðist þyrfti öfluga viðspyrnu, sem borgin hefði efni á að ráðast í. Þá væri mikilvægt að forgangsraða rétt. Borgarfulltrúar kynna aðgerðirnar í ráðhúsi Reykjavíkur síðasta fimmtudag.Vísir/Einar „Það er auðvitað dýrt að létta á fólkinu en það er miklu dýrara að gera það ekki. Það er miklu dýrara að láta störfin tapast,“ sagði Eyþór „Ég held að borgin verði að hætta í því sem hún þarf ekki að vera í. Hún á ekki að vera að reka malbikunarstöð eða byggja nýtt uppi við Esju við þessar aðstæður, ekki vera í samkeppni við einkaaðila eins og til dæmis í fjarskiptum eins og hún er, þetta er tímaskekkja. En hún á að gera vel það sem hún á að gera, og gerir.“ Eyþór kvaðst þó hafa viljað sjá borgina tryggja meiri skattalækkanir í þessari fyrstu atrennu til innspýtingar í efnahagslífið. Þá gerði hann ráð fyrir frekari aðgerðum af hálfu borgarinnar. „Og ég var ánægður með fyrstu setninguna, hún er lykilsetning. Fyrstu aðgerðir. Og við sjáum það með ríkið núna og alþingi, menn eru núna að fara í aðrar aðgerðir. Og ég vænti þess að sveitarfélögin og Reykjavíkurborg geri meira, því að Reykjavíkurborg á svo mikið undir þessu, því ef störfin tapast þá tapast útsvarið og útsvarið er grunnurinn að tekjum borgarinnar.“ Viðtalið við Eyþór og Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Áhöfnin á Sirrý bíður niðurstöðu úr Covid-19 prófi Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. 30. mars 2020 11:28 Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57 Víðir biðst afsökunar: „Í dag gerði ég mistök“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi gert mistök á blaðamannafundi dagsins þar sem hann greindi frá því að fjögur íþróttafélög hafi stundað æfingar í æfingabanninu sem nú stendur yfir. 29. mars 2020 20:11 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Áhöfnin á Sirrý bíður niðurstöðu úr Covid-19 prófi Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. 30. mars 2020 11:28
Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57
Víðir biðst afsökunar: „Í dag gerði ég mistök“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi gert mistök á blaðamannafundi dagsins þar sem hann greindi frá því að fjögur íþróttafélög hafi stundað æfingar í æfingabanninu sem nú stendur yfir. 29. mars 2020 20:11