Væntir frekari kórónuveiruaðgerða af hálfu borgarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2020 12:30 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ásamt Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á borgarstjórnarfundi. Vísir/vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn væntir þess að Reykjavíkurborg, og hin sveitarfélögin, muni gera meira en þegar hefur verið boðað til að milda efnhagslegt högg vegna kórónuveirunnar. Þá segir hann mikilvægt að borgin forgangsraði rétt og láti af samkeppni við einkaaðila. Borgarstjórn kynnti á fimmtudaginn síðasta þrettán aðgerðir sem Reykjavíkurborg mun ráðast í til að bregðast við faraldrinum. Á meðal aðgerða sem borgin boðar eru frestun gjalda, niðurfelling og lækkun þeirra, sveigjanleiki í innheimtu og gjaldfrestum auk borgarvaktir sem skoðar munu þarfir borgarabúa. Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn stóðu að baki aðgerðunum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn ræddi umræddar aðgerðir í umræðuþættinum Bítinu í morgun. Hann sagði nauðsynlegt að rétta úr kútnum á sem skemmstum tíma, helst á innan við tveimur árum, og til að það næðist þyrfti öfluga viðspyrnu, sem borgin hefði efni á að ráðast í. Þá væri mikilvægt að forgangsraða rétt. Borgarfulltrúar kynna aðgerðirnar í ráðhúsi Reykjavíkur síðasta fimmtudag.Vísir/Einar „Það er auðvitað dýrt að létta á fólkinu en það er miklu dýrara að gera það ekki. Það er miklu dýrara að láta störfin tapast,“ sagði Eyþór „Ég held að borgin verði að hætta í því sem hún þarf ekki að vera í. Hún á ekki að vera að reka malbikunarstöð eða byggja nýtt uppi við Esju við þessar aðstæður, ekki vera í samkeppni við einkaaðila eins og til dæmis í fjarskiptum eins og hún er, þetta er tímaskekkja. En hún á að gera vel það sem hún á að gera, og gerir.“ Eyþór kvaðst þó hafa viljað sjá borgina tryggja meiri skattalækkanir í þessari fyrstu atrennu til innspýtingar í efnahagslífið. Þá gerði hann ráð fyrir frekari aðgerðum af hálfu borgarinnar. „Og ég var ánægður með fyrstu setninguna, hún er lykilsetning. Fyrstu aðgerðir. Og við sjáum það með ríkið núna og alþingi, menn eru núna að fara í aðrar aðgerðir. Og ég vænti þess að sveitarfélögin og Reykjavíkurborg geri meira, því að Reykjavíkurborg á svo mikið undir þessu, því ef störfin tapast þá tapast útsvarið og útsvarið er grunnurinn að tekjum borgarinnar.“ Viðtalið við Eyþór og Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Borgarstjórn Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Áhöfnin á Sirrý bíður niðurstöðu úr Covid-19 prófi Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. 30. mars 2020 11:28 Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57 Víðir biðst afsökunar: „Í dag gerði ég mistök“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi gert mistök á blaðamannafundi dagsins þar sem hann greindi frá því að fjögur íþróttafélög hafi stundað æfingar í æfingabanninu sem nú stendur yfir. 29. mars 2020 20:11 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn væntir þess að Reykjavíkurborg, og hin sveitarfélögin, muni gera meira en þegar hefur verið boðað til að milda efnhagslegt högg vegna kórónuveirunnar. Þá segir hann mikilvægt að borgin forgangsraði rétt og láti af samkeppni við einkaaðila. Borgarstjórn kynnti á fimmtudaginn síðasta þrettán aðgerðir sem Reykjavíkurborg mun ráðast í til að bregðast við faraldrinum. Á meðal aðgerða sem borgin boðar eru frestun gjalda, niðurfelling og lækkun þeirra, sveigjanleiki í innheimtu og gjaldfrestum auk borgarvaktir sem skoðar munu þarfir borgarabúa. Fulltrúar allra flokka í borgarstjórn stóðu að baki aðgerðunum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn ræddi umræddar aðgerðir í umræðuþættinum Bítinu í morgun. Hann sagði nauðsynlegt að rétta úr kútnum á sem skemmstum tíma, helst á innan við tveimur árum, og til að það næðist þyrfti öfluga viðspyrnu, sem borgin hefði efni á að ráðast í. Þá væri mikilvægt að forgangsraða rétt. Borgarfulltrúar kynna aðgerðirnar í ráðhúsi Reykjavíkur síðasta fimmtudag.Vísir/Einar „Það er auðvitað dýrt að létta á fólkinu en það er miklu dýrara að gera það ekki. Það er miklu dýrara að láta störfin tapast,“ sagði Eyþór „Ég held að borgin verði að hætta í því sem hún þarf ekki að vera í. Hún á ekki að vera að reka malbikunarstöð eða byggja nýtt uppi við Esju við þessar aðstæður, ekki vera í samkeppni við einkaaðila eins og til dæmis í fjarskiptum eins og hún er, þetta er tímaskekkja. En hún á að gera vel það sem hún á að gera, og gerir.“ Eyþór kvaðst þó hafa viljað sjá borgina tryggja meiri skattalækkanir í þessari fyrstu atrennu til innspýtingar í efnahagslífið. Þá gerði hann ráð fyrir frekari aðgerðum af hálfu borgarinnar. „Og ég var ánægður með fyrstu setninguna, hún er lykilsetning. Fyrstu aðgerðir. Og við sjáum það með ríkið núna og alþingi, menn eru núna að fara í aðrar aðgerðir. Og ég vænti þess að sveitarfélögin og Reykjavíkurborg geri meira, því að Reykjavíkurborg á svo mikið undir þessu, því ef störfin tapast þá tapast útsvarið og útsvarið er grunnurinn að tekjum borgarinnar.“ Viðtalið við Eyþór og Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Áhöfnin á Sirrý bíður niðurstöðu úr Covid-19 prófi Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. 30. mars 2020 11:28 Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57 Víðir biðst afsökunar: „Í dag gerði ég mistök“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi gert mistök á blaðamannafundi dagsins þar sem hann greindi frá því að fjögur íþróttafélög hafi stundað æfingar í æfingabanninu sem nú stendur yfir. 29. mars 2020 20:11 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Áhöfnin á Sirrý bíður niðurstöðu úr Covid-19 prófi Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. 30. mars 2020 11:28
Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30. mars 2020 09:57
Víðir biðst afsökunar: „Í dag gerði ég mistök“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greinir frá því á Twitter-síðu sinni í kvöld að hann hafi gert mistök á blaðamannafundi dagsins þar sem hann greindi frá því að fjögur íþróttafélög hafi stundað æfingar í æfingabanninu sem nú stendur yfir. 29. mars 2020 20:11