Efla þarf viðhaldsmeðferð fólks með alvarlegan vímuefnavanda hér á landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. mars 2020 22:57 Svala Jóhannsdóttir, verkefnastýra Frú Rangheiðar, segir að auka þurfi aðgang að viðhaldsmeðferð á Íslandi. Stöð 2 Efla þarf viðhaldsmeðferð fólks með alvarlegan vímuefnavanda hér á landi. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, segir að þurrkur sé að myndast á ólöglega vímuefnamarkaðinum vegna faraldursins. Samkvæmt upplýsingum frá Svölu Jóhannsdóttur, verkefnastýru Frú Ragnheiðar, hefur dregið verulega úr framboði á OxyContin, Fentanyl, Contalgin og kókaíni hér á landi frá því að kórónuveiran breiddist um heimsbyggðina en ferðafrelsi setur mark sitt á að ólöglegum lyfjum og fíkniefnum sé smyglað til landsins. Rauði Krossinn á Íslandi hefur miklar áhyggjur af vímuefnaneytendum í viðkvæmasta hópi samfélagsins vegna kórónuveirunnar. Verklagi hefur verið breytt en skimað er eftir einkennum veirunnar símleiðis. Svala sagði í Víglínunni á Stöð 2 í dag að eftir tvær vikur, eða um það leiti sem kórónuveirufaraldurinn væri að ná hámarki hér á landi, verði töluverður skortur á morfínskyldum lyfjum. „Þegar skortur er á framboði en eftirspurnin er sú sama bitnar það verst á fólki með veikasta vímuefnavandann. Hann verður útsettur fyrir meiri hörku og neyð og misnotkun.“ Svala segir að við þær aðstæður sem nú ríki í þjóðfélaginu væri skynsöm viðbrögð yfirvalda að auka viðhaldsmeðferð fyrir þennan hóp samfélagsins. „Af því að við erum að fá símtöl næstum því daglega núna og höfum gert síðustu viku og fólk er að óska eftir aðstoð við að komast í viðhaldsmeðferð en því miður er staðan í landinu þannig að það eru biðlistar alls staðar og af því að við erum að fara þá leið að fólk þurfi fyrst að fara í innlögn þá er mjög erfitt að koma fólki í viðhaldsmeðferð á Íslandi.“ „Þetta er hópur sem sækir mjög illa heilbrigðisþjónustu og hefur í raun mjög skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu þannig að úrræði eins og Frú Ragnheiður og öll önnur vettvangsþjónusta þarf núna á þessum tíma að halda eins miklu sambandi við þennan afar jaðarsetta hóp eins og hægt er. Þannig að við leggjum mikla áherslu á að Frú Ragnheiður gangi sex kvöld í viku og á daginn erum við í miklu símasambandi við okkar fólk,“ segir Svala. Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56 Ekki útilokað að innfluttar vörur hækki í verði Ekki er útilokað að innfluttar vörur kunni að hækka í verði að sögn fjármálaráðherra í ljósi þess að blikur eru á lofti í efnahagsmálum og flugsamgöngur í lamasessi. Því sé tilvalið að styðja við íslenska framleiðslu að hans mati. 22. mars 2020 19:55 Efnahagsaðgerðir og ferðaþjónustan í Víglínunni Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, er fyrri gestur Víglínunnar í dag. Þá verður einnig rætt við Kristófer Oliversson, formann Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center hótela. Báðir munu þeir ræða þá stöðu sem nú er uppi í þjóðfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. 22. mars 2020 17:19 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Efla þarf viðhaldsmeðferð fólks með alvarlegan vímuefnavanda hér á landi. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, segir að þurrkur sé að myndast á ólöglega vímuefnamarkaðinum vegna faraldursins. Samkvæmt upplýsingum frá Svölu Jóhannsdóttur, verkefnastýru Frú Ragnheiðar, hefur dregið verulega úr framboði á OxyContin, Fentanyl, Contalgin og kókaíni hér á landi frá því að kórónuveiran breiddist um heimsbyggðina en ferðafrelsi setur mark sitt á að ólöglegum lyfjum og fíkniefnum sé smyglað til landsins. Rauði Krossinn á Íslandi hefur miklar áhyggjur af vímuefnaneytendum í viðkvæmasta hópi samfélagsins vegna kórónuveirunnar. Verklagi hefur verið breytt en skimað er eftir einkennum veirunnar símleiðis. Svala sagði í Víglínunni á Stöð 2 í dag að eftir tvær vikur, eða um það leiti sem kórónuveirufaraldurinn væri að ná hámarki hér á landi, verði töluverður skortur á morfínskyldum lyfjum. „Þegar skortur er á framboði en eftirspurnin er sú sama bitnar það verst á fólki með veikasta vímuefnavandann. Hann verður útsettur fyrir meiri hörku og neyð og misnotkun.“ Svala segir að við þær aðstæður sem nú ríki í þjóðfélaginu væri skynsöm viðbrögð yfirvalda að auka viðhaldsmeðferð fyrir þennan hóp samfélagsins. „Af því að við erum að fá símtöl næstum því daglega núna og höfum gert síðustu viku og fólk er að óska eftir aðstoð við að komast í viðhaldsmeðferð en því miður er staðan í landinu þannig að það eru biðlistar alls staðar og af því að við erum að fara þá leið að fólk þurfi fyrst að fara í innlögn þá er mjög erfitt að koma fólki í viðhaldsmeðferð á Íslandi.“ „Þetta er hópur sem sækir mjög illa heilbrigðisþjónustu og hefur í raun mjög skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu þannig að úrræði eins og Frú Ragnheiður og öll önnur vettvangsþjónusta þarf núna á þessum tíma að halda eins miklu sambandi við þennan afar jaðarsetta hóp eins og hægt er. Þannig að við leggjum mikla áherslu á að Frú Ragnheiður gangi sex kvöld í viku og á daginn erum við í miklu símasambandi við okkar fólk,“ segir Svala.
Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56 Ekki útilokað að innfluttar vörur hækki í verði Ekki er útilokað að innfluttar vörur kunni að hækka í verði að sögn fjármálaráðherra í ljósi þess að blikur eru á lofti í efnahagsmálum og flugsamgöngur í lamasessi. Því sé tilvalið að styðja við íslenska framleiðslu að hans mati. 22. mars 2020 19:55 Efnahagsaðgerðir og ferðaþjónustan í Víglínunni Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, er fyrri gestur Víglínunnar í dag. Þá verður einnig rætt við Kristófer Oliversson, formann Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center hótela. Báðir munu þeir ræða þá stöðu sem nú er uppi í þjóðfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. 22. mars 2020 17:19 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56
Ekki útilokað að innfluttar vörur hækki í verði Ekki er útilokað að innfluttar vörur kunni að hækka í verði að sögn fjármálaráðherra í ljósi þess að blikur eru á lofti í efnahagsmálum og flugsamgöngur í lamasessi. Því sé tilvalið að styðja við íslenska framleiðslu að hans mati. 22. mars 2020 19:55
Efnahagsaðgerðir og ferðaþjónustan í Víglínunni Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, er fyrri gestur Víglínunnar í dag. Þá verður einnig rætt við Kristófer Oliversson, formann Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center hótela. Báðir munu þeir ræða þá stöðu sem nú er uppi í þjóðfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. 22. mars 2020 17:19