Efla þarf viðhaldsmeðferð fólks með alvarlegan vímuefnavanda hér á landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. mars 2020 22:57 Svala Jóhannsdóttir, verkefnastýra Frú Rangheiðar, segir að auka þurfi aðgang að viðhaldsmeðferð á Íslandi. Stöð 2 Efla þarf viðhaldsmeðferð fólks með alvarlegan vímuefnavanda hér á landi. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, segir að þurrkur sé að myndast á ólöglega vímuefnamarkaðinum vegna faraldursins. Samkvæmt upplýsingum frá Svölu Jóhannsdóttur, verkefnastýru Frú Ragnheiðar, hefur dregið verulega úr framboði á OxyContin, Fentanyl, Contalgin og kókaíni hér á landi frá því að kórónuveiran breiddist um heimsbyggðina en ferðafrelsi setur mark sitt á að ólöglegum lyfjum og fíkniefnum sé smyglað til landsins. Rauði Krossinn á Íslandi hefur miklar áhyggjur af vímuefnaneytendum í viðkvæmasta hópi samfélagsins vegna kórónuveirunnar. Verklagi hefur verið breytt en skimað er eftir einkennum veirunnar símleiðis. Svala sagði í Víglínunni á Stöð 2 í dag að eftir tvær vikur, eða um það leiti sem kórónuveirufaraldurinn væri að ná hámarki hér á landi, verði töluverður skortur á morfínskyldum lyfjum. „Þegar skortur er á framboði en eftirspurnin er sú sama bitnar það verst á fólki með veikasta vímuefnavandann. Hann verður útsettur fyrir meiri hörku og neyð og misnotkun.“ Svala segir að við þær aðstæður sem nú ríki í þjóðfélaginu væri skynsöm viðbrögð yfirvalda að auka viðhaldsmeðferð fyrir þennan hóp samfélagsins. „Af því að við erum að fá símtöl næstum því daglega núna og höfum gert síðustu viku og fólk er að óska eftir aðstoð við að komast í viðhaldsmeðferð en því miður er staðan í landinu þannig að það eru biðlistar alls staðar og af því að við erum að fara þá leið að fólk þurfi fyrst að fara í innlögn þá er mjög erfitt að koma fólki í viðhaldsmeðferð á Íslandi.“ „Þetta er hópur sem sækir mjög illa heilbrigðisþjónustu og hefur í raun mjög skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu þannig að úrræði eins og Frú Ragnheiður og öll önnur vettvangsþjónusta þarf núna á þessum tíma að halda eins miklu sambandi við þennan afar jaðarsetta hóp eins og hægt er. Þannig að við leggjum mikla áherslu á að Frú Ragnheiður gangi sex kvöld í viku og á daginn erum við í miklu símasambandi við okkar fólk,“ segir Svala. Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56 Ekki útilokað að innfluttar vörur hækki í verði Ekki er útilokað að innfluttar vörur kunni að hækka í verði að sögn fjármálaráðherra í ljósi þess að blikur eru á lofti í efnahagsmálum og flugsamgöngur í lamasessi. Því sé tilvalið að styðja við íslenska framleiðslu að hans mati. 22. mars 2020 19:55 Efnahagsaðgerðir og ferðaþjónustan í Víglínunni Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, er fyrri gestur Víglínunnar í dag. Þá verður einnig rætt við Kristófer Oliversson, formann Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center hótela. Báðir munu þeir ræða þá stöðu sem nú er uppi í þjóðfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. 22. mars 2020 17:19 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Efla þarf viðhaldsmeðferð fólks með alvarlegan vímuefnavanda hér á landi. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins, segir að þurrkur sé að myndast á ólöglega vímuefnamarkaðinum vegna faraldursins. Samkvæmt upplýsingum frá Svölu Jóhannsdóttur, verkefnastýru Frú Ragnheiðar, hefur dregið verulega úr framboði á OxyContin, Fentanyl, Contalgin og kókaíni hér á landi frá því að kórónuveiran breiddist um heimsbyggðina en ferðafrelsi setur mark sitt á að ólöglegum lyfjum og fíkniefnum sé smyglað til landsins. Rauði Krossinn á Íslandi hefur miklar áhyggjur af vímuefnaneytendum í viðkvæmasta hópi samfélagsins vegna kórónuveirunnar. Verklagi hefur verið breytt en skimað er eftir einkennum veirunnar símleiðis. Svala sagði í Víglínunni á Stöð 2 í dag að eftir tvær vikur, eða um það leiti sem kórónuveirufaraldurinn væri að ná hámarki hér á landi, verði töluverður skortur á morfínskyldum lyfjum. „Þegar skortur er á framboði en eftirspurnin er sú sama bitnar það verst á fólki með veikasta vímuefnavandann. Hann verður útsettur fyrir meiri hörku og neyð og misnotkun.“ Svala segir að við þær aðstæður sem nú ríki í þjóðfélaginu væri skynsöm viðbrögð yfirvalda að auka viðhaldsmeðferð fyrir þennan hóp samfélagsins. „Af því að við erum að fá símtöl næstum því daglega núna og höfum gert síðustu viku og fólk er að óska eftir aðstoð við að komast í viðhaldsmeðferð en því miður er staðan í landinu þannig að það eru biðlistar alls staðar og af því að við erum að fara þá leið að fólk þurfi fyrst að fara í innlögn þá er mjög erfitt að koma fólki í viðhaldsmeðferð á Íslandi.“ „Þetta er hópur sem sækir mjög illa heilbrigðisþjónustu og hefur í raun mjög skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu þannig að úrræði eins og Frú Ragnheiður og öll önnur vettvangsþjónusta þarf núna á þessum tíma að halda eins miklu sambandi við þennan afar jaðarsetta hóp eins og hægt er. Þannig að við leggjum mikla áherslu á að Frú Ragnheiður gangi sex kvöld í viku og á daginn erum við í miklu símasambandi við okkar fólk,“ segir Svala.
Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56 Ekki útilokað að innfluttar vörur hækki í verði Ekki er útilokað að innfluttar vörur kunni að hækka í verði að sögn fjármálaráðherra í ljósi þess að blikur eru á lofti í efnahagsmálum og flugsamgöngur í lamasessi. Því sé tilvalið að styðja við íslenska framleiðslu að hans mati. 22. mars 2020 19:55 Efnahagsaðgerðir og ferðaþjónustan í Víglínunni Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, er fyrri gestur Víglínunnar í dag. Þá verður einnig rætt við Kristófer Oliversson, formann Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center hótela. Báðir munu þeir ræða þá stöðu sem nú er uppi í þjóðfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. 22. mars 2020 17:19 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Segir gæfu að Landspítalinn sé í tveimur húsum „Verkefnin eru að aukast og róðurinn er að þyngjast inni á spítalanum en hafandi sagt það þá höfum við haft nógan tíma til þess að undirbúa okkur og við höfum fylgst gríðarlega vel með því sem hefur verið að gerast bæði úti í heimi og í okkar samfélagi.“ 29. mars 2020 20:56
Ekki útilokað að innfluttar vörur hækki í verði Ekki er útilokað að innfluttar vörur kunni að hækka í verði að sögn fjármálaráðherra í ljósi þess að blikur eru á lofti í efnahagsmálum og flugsamgöngur í lamasessi. Því sé tilvalið að styðja við íslenska framleiðslu að hans mati. 22. mars 2020 19:55
Efnahagsaðgerðir og ferðaþjónustan í Víglínunni Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, er fyrri gestur Víglínunnar í dag. Þá verður einnig rætt við Kristófer Oliversson, formann Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center hótela. Báðir munu þeir ræða þá stöðu sem nú er uppi í þjóðfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. 22. mars 2020 17:19