Segir Covid-göngudeildina hafa skipt miklu máli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. apríl 2020 23:15 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 hér á Íslandi. Vísir „Við fylgdumst bara mjög vel með þessu og við vorum alltaf með aðra sviðsmynd með til þess að sýna sóttvarnaryfirvöldum að ef að smitin næðu meira inn í eldri aldurshópana þá yrði þessi kúrfa talsvert hærri og þá þyrfti ekkert mikið til að bregða út af. Þess vegna er svo merkilegt hvað hefur tekist að halda þessum faraldri frá okkar eldri borgurum.“ Þetta sagði Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands en hann var til viðtals í Víglínunni í dag. Hann sagði að vel hafi tekist til að halda kórónuveirusmitum í skefjum hér á landi. Spár sem teymi hans hjá Háskóla Íslands gerðu um líklega þróun Covid-19 hér á landi reyndust nokkuð nákvæmar en spálíkan HÍ gerði meðal annars ráð fyrir að toppi faraldursins yrði náð hér á landi í byrjun apríl. „Við erum komin á niðurleið og eins og við spáum hérna í mars þá myndum við toppa í byrjun apríl og það stóðst. Svo erum við á leiðinni niður þá erum við á leið nokkuð hratt virðist vera en það hefur líka gengið mjög vel að fylgjast með fólki hér á landi. Þessi göngudeild er greinilega að gera mjög góða hluti og heilsugæslan og heilbrigðiskerfið þannig að það er fylgst með fólki, hvenær það er búið að ná sér,“ sagði Thor. „Það kom okkur kannski aðeins á óvart hvað hraðinn í því hefur verið góður og þar erum við jafnvel betri en við þorðum að vona en enn sem komið er er þetta að fara hægt og rólega niður og þetta er ekki búið.“ Undanfarna daga hafa um tíu kórónuveirusmit greinst dag hvern og telur Thor það lofa mjög góðu. Stór hluti þeirra sem greinst hafa nýlega eru þó nokkuð ungir miðað við fyrri greiningar, en lang flestir sem greinst hafa undanfarna daga hafa verið í aldurshópnum 18-29 ára. Thor sagði óvíst hvað hægt sé að lesa úr því en að nóg verði um rannsóknarefni þegar fram líða stundir. Spálíkan HÍ um þróun Covid-19 hér á landi.Vísir/ HÞ „Við héldum að [virk smit] yrðu fleiri, við héldum að það yrðu fleiri veikir lengur en það varð ekki raunin þannig að svörtu punktarnir sem sýna virku smitin miðað við dökku línuna okkar sem er svona miðspáin, punktarnir fylgja þá frekar einhverju sem við hefðum getað sett á þessa mynd sem kalla mætti bjartsýnisspá. Þannig að hérna hefur tekist mjög vel að passa upp á veikindi fólks í þessum faraldri.“ Þá sagði hann gögn frá Kína hafa nýst vel þegar vinna hófst við að gera spálíkön fyrir Ísland. Þá hafi sú staðreynd að stjórn hafi náðst á útbreiðslu faraldursins hafa skipt sköpum. Gætt hefur á áhyggjum um að gögnum frá Kína sé ekki hægt að treysta en Thor sagði það óþarfi. Það sem mestu máli skipti sé að stjórn á faraldrinum hafi náðst. „Mér finnst algjör óþarfi að hafa áhyggjur af því að gögnin frá Kína, það er svolítið verið að velta því fyrir sér hvort hægt sé að treysta á þau, það er ekki eitthvað vandamál heldur þetta bara að þeir sýndu að það væri hægt að ná stjórn á faraldrinum,“ sagði Thor. „Hefðum við ekki haft neina svoleiðis vitneskju þegar við vorum að fara af stað með okkar spár að það væri hægt að hafa stjórn, þá hefðum við ekkert getað búið til svona sviðsmynd að hér næðist toppur og hann færi niður. Það er það sem við þurfum að nýta okkur, ekki endilega tölurnar sjálfar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Víglínan Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Við fylgdumst bara mjög vel með þessu og við vorum alltaf með aðra sviðsmynd með til þess að sýna sóttvarnaryfirvöldum að ef að smitin næðu meira inn í eldri aldurshópana þá yrði þessi kúrfa talsvert hærri og þá þyrfti ekkert mikið til að bregða út af. Þess vegna er svo merkilegt hvað hefur tekist að halda þessum faraldri frá okkar eldri borgurum.“ Þetta sagði Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands en hann var til viðtals í Víglínunni í dag. Hann sagði að vel hafi tekist til að halda kórónuveirusmitum í skefjum hér á landi. Spár sem teymi hans hjá Háskóla Íslands gerðu um líklega þróun Covid-19 hér á landi reyndust nokkuð nákvæmar en spálíkan HÍ gerði meðal annars ráð fyrir að toppi faraldursins yrði náð hér á landi í byrjun apríl. „Við erum komin á niðurleið og eins og við spáum hérna í mars þá myndum við toppa í byrjun apríl og það stóðst. Svo erum við á leiðinni niður þá erum við á leið nokkuð hratt virðist vera en það hefur líka gengið mjög vel að fylgjast með fólki hér á landi. Þessi göngudeild er greinilega að gera mjög góða hluti og heilsugæslan og heilbrigðiskerfið þannig að það er fylgst með fólki, hvenær það er búið að ná sér,“ sagði Thor. „Það kom okkur kannski aðeins á óvart hvað hraðinn í því hefur verið góður og þar erum við jafnvel betri en við þorðum að vona en enn sem komið er er þetta að fara hægt og rólega niður og þetta er ekki búið.“ Undanfarna daga hafa um tíu kórónuveirusmit greinst dag hvern og telur Thor það lofa mjög góðu. Stór hluti þeirra sem greinst hafa nýlega eru þó nokkuð ungir miðað við fyrri greiningar, en lang flestir sem greinst hafa undanfarna daga hafa verið í aldurshópnum 18-29 ára. Thor sagði óvíst hvað hægt sé að lesa úr því en að nóg verði um rannsóknarefni þegar fram líða stundir. Spálíkan HÍ um þróun Covid-19 hér á landi.Vísir/ HÞ „Við héldum að [virk smit] yrðu fleiri, við héldum að það yrðu fleiri veikir lengur en það varð ekki raunin þannig að svörtu punktarnir sem sýna virku smitin miðað við dökku línuna okkar sem er svona miðspáin, punktarnir fylgja þá frekar einhverju sem við hefðum getað sett á þessa mynd sem kalla mætti bjartsýnisspá. Þannig að hérna hefur tekist mjög vel að passa upp á veikindi fólks í þessum faraldri.“ Þá sagði hann gögn frá Kína hafa nýst vel þegar vinna hófst við að gera spálíkön fyrir Ísland. Þá hafi sú staðreynd að stjórn hafi náðst á útbreiðslu faraldursins hafa skipt sköpum. Gætt hefur á áhyggjum um að gögnum frá Kína sé ekki hægt að treysta en Thor sagði það óþarfi. Það sem mestu máli skipti sé að stjórn á faraldrinum hafi náðst. „Mér finnst algjör óþarfi að hafa áhyggjur af því að gögnin frá Kína, það er svolítið verið að velta því fyrir sér hvort hægt sé að treysta á þau, það er ekki eitthvað vandamál heldur þetta bara að þeir sýndu að það væri hægt að ná stjórn á faraldrinum,“ sagði Thor. „Hefðum við ekki haft neina svoleiðis vitneskju þegar við vorum að fara af stað með okkar spár að það væri hægt að hafa stjórn, þá hefðum við ekkert getað búið til svona sviðsmynd að hér næðist toppur og hann færi niður. Það er það sem við þurfum að nýta okkur, ekki endilega tölurnar sjálfar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Víglínan Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent