Umferðin heldur áfram að dragast saman í samkomubanni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. mars 2020 16:37 Það eru mun færri á ferli í borginni þessa daga vegna samkomubannsins. Það sést meðal annars á umferðartölum. Vísir/Vihelm Umferðin á höfuðborgarsvæðinu frá þriðjudegi til fimmtudags í þessari viku dróst saman um nærri 40% sé miðað við sömu vikudaga síðustu tvær vikurnar í febrúar. Þetta sýna niðurstöður mælinga úr umferðarteljurum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sem verkfræðistofan Efla fékk frá Reykjavíkurborg. Hert samkomubann tók gildi á miðnætti aðfaranótt þriðjudags og eru áhrif bannsins á umferðina töluverð. Þannig sýnir samantekt Eflu að þegar samkomubann var fyrst sett á mánudaginn í síðustu viku dró úr umferð á götum borgarinnar sem nemur um 24%. Þegar hert samkomubann tók hins vegar gildi í vikunni fór hlutfallið í 38%. „Samanburður á daglegum umferðarmælingum frá því í byrjun febrúar sýnir glögglega hver þróunin hefur verið á undanförnum vikum. Eini dagurinn fyrr á þessu ári sem er í líkindum við umferðina sem nú er á götum höfuðborgarsvæðisins var 14. febrúar þegar rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu þar sem skólahald féll niður og fólk hvatt til þess að halda sig heima, ekki ósvipað núverandi aðstæðum,“ segir á vef Eflu. Ef litið er til umferðardreifingu yfir sólarhringinn sést að dregið hefur úr umferð nokkuð hlutfallslega jafn yfir allan sólarhringinn. Þá hefur dregið verulega úr umferðartoppum á annatíma. Þess ber þó að geta að niðurstöðurnar byggja einungis á samanburði við fyrstu þrjá dagana í hertu samkomubanni og því skal taka niðurstöðum með fyrirvara. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Sjá meira
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu frá þriðjudegi til fimmtudags í þessari viku dróst saman um nærri 40% sé miðað við sömu vikudaga síðustu tvær vikurnar í febrúar. Þetta sýna niðurstöður mælinga úr umferðarteljurum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið sem verkfræðistofan Efla fékk frá Reykjavíkurborg. Hert samkomubann tók gildi á miðnætti aðfaranótt þriðjudags og eru áhrif bannsins á umferðina töluverð. Þannig sýnir samantekt Eflu að þegar samkomubann var fyrst sett á mánudaginn í síðustu viku dró úr umferð á götum borgarinnar sem nemur um 24%. Þegar hert samkomubann tók hins vegar gildi í vikunni fór hlutfallið í 38%. „Samanburður á daglegum umferðarmælingum frá því í byrjun febrúar sýnir glögglega hver þróunin hefur verið á undanförnum vikum. Eini dagurinn fyrr á þessu ári sem er í líkindum við umferðina sem nú er á götum höfuðborgarsvæðisins var 14. febrúar þegar rauð viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu þar sem skólahald féll niður og fólk hvatt til þess að halda sig heima, ekki ósvipað núverandi aðstæðum,“ segir á vef Eflu. Ef litið er til umferðardreifingu yfir sólarhringinn sést að dregið hefur úr umferð nokkuð hlutfallslega jafn yfir allan sólarhringinn. Þá hefur dregið verulega úr umferðartoppum á annatíma. Þess ber þó að geta að niðurstöðurnar byggja einungis á samanburði við fyrstu þrjá dagana í hertu samkomubanni og því skal taka niðurstöðum með fyrirvara.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Sjá meira