Fótbolti

Íslensku stelpurnar misstu Suður-Kóreu upp fyrir sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Fanndís Friðriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Getty/Tim Clayton

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í nítjánda sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem var gefinn út í dag.

Íslensku stelpurnar detta niður um eitt sæti en bæði Ísland og Sviss missa Suður Kóreu upp fyrir sig.

Holland, Japan, Ísland og Sviss eru einu þjóðirnar á topp tuttugu sem lækka á listanum.

Íslenska landsliðið spilaði þrjá æfingarleiki á Spáni í marsmánuði, vann 1-0 sigur á bæði Norður-Írlandi og Úkraínu en tapaði 1-0 fyrir Skotlandi. Leikirnir voru allir á Pinatar æfingarmótinu sem kom í staðinn fyrir Algarve-bikarinn.

Skotland hækkar sig um eitt sæti á listanum og er nú komið upp í 21. sæti.

Íslensku stelpurnar voru hæst í sautjánda sæti á síðasta ári og fóru alla leið upp í fimmtánda sæti árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×