Fótbolti

Íslensku stelpurnar misstu Suður-Kóreu upp fyrir sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Fanndís Friðriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Getty/Tim Clayton

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í nítjánda sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem var gefinn út í dag.

Íslensku stelpurnar detta niður um eitt sæti en bæði Ísland og Sviss missa Suður Kóreu upp fyrir sig.

Holland, Japan, Ísland og Sviss eru einu þjóðirnar á topp tuttugu sem lækka á listanum.

Íslenska landsliðið spilaði þrjá æfingarleiki á Spáni í marsmánuði, vann 1-0 sigur á bæði Norður-Írlandi og Úkraínu en tapaði 1-0 fyrir Skotlandi. Leikirnir voru allir á Pinatar æfingarmótinu sem kom í staðinn fyrir Algarve-bikarinn.

Skotland hækkar sig um eitt sæti á listanum og er nú komið upp í 21. sæti.

Íslensku stelpurnar voru hæst í sautjánda sæti á síðasta ári og fóru alla leið upp í fimmtánda sæti árið 2013.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.