Fótbolti

Emil valdi þrjá bestu sam­herjana á fimm­tán ára lands­liðs­ferli sem er ekki lokið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emil Hallfreðsson hefur verið í flestum landsliðshópum Íslands síðustu fimmtán árin og hefur þar af leiðandi leikið með ansi mörgum leikmönnum.
Emil Hallfreðsson hefur verið í flestum landsliðshópum Íslands síðustu fimmtán árin og hefur þar af leiðandi leikið með ansi mörgum leikmönnum. vísir/bára

Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður til fimmtán ára, var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Emil spjallaði við Ríkharð Óskar Guðnason og fóru þeir yfir víðan völl.

Eitt af því verkefni sem Ríkharð bað Emil um að gera var að velja þrjá bestu samherjana úr landsliðinu. Emil lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2005 og hefur enn ekki leikið sinn síðasta landsleik en hann stefnir með liðinu á EM 2021.

Fyrsti sem var valinn var Eiður Smári Guðjohnsen.

„Ég valdi hann því hann er besti leikmaður fyrr og síðar. Það var gaman að fá að spila með honum og læra af honum og kynnast honum. Hann er klárlega einn af þeim þremur,“ sagði Emil og bætti við að Eiður væri sá besti í sögunni því hann var of ungur fyrir Ásgeir Sigurvinsson.

Birkir Bjarnason, herbergisfélagi Emils í landsliðinu, og Gylfi Þór Sigurðsson voru svo síðari tveim sem voru valdir á lista Emils.

„Gylfi hefur oft náð að leysa leiki fyrir okkur sem hafa verið snúnir og maður gat ekki sleppt því að hafa hann á listanum. Besti fótboltamaður okkar síðustu ég veit ekki hversu mörg ár.“

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan þar sem Emil fer nánar ofan í kjölinn á þessum þremur leikmönnum.

Klippa: Sportið í kvöld: Emil valdi þrjá bestu samherjana í landsliðinu

Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×