Eiður Smári: Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2020 21:00 Eiður Smári er aðstoðarþjálfari U21-árs landsliðsins í knattspyrnu. vísir/bára Eiður Smári Guðjohnsen segir að frestun EM um eitt ári muni ekki breyta miklu fyrir landsliðið okkar. Eldri leikmenn munu líta á það sem hvatningu að halda sér gangandi í eitt ár til viðbótar til þess að fá tækifæri á að spila á EM næsta sumar. Ríkharð Óskar Guðnason og Eiður Smári gerðu upp fimm eftirminnilegustu leiki Eiðs í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið í þættinum Sportinu í kvöld en undir lokin ræddu þeir landsliðið. Eiður hefur ekki áhyggjur af okkar eldri mönnum. „Ég held að, svipað og ég gerði á sínum tíma, að menn noti þetta sem hvatningu. Það er ár í viðbót og þess vegna endaði ég á að fara til Noregs. Bara til þess að halda mér í formi. Ég ætlaði aldeilis eftir tuttugu ár með landsliðinu að fara með þeim á stórmót. Þetta er í raun bara hvatning fyrir þá líka,“ sagði Eiður. „Það þarf allt að falla með þér. Þú ert árinu eldri og langur vetur á Íslandi ef þeir eru að spila hér. Emil Hallfreðsson notar þetta sem hvatningu til að taka eitt ár erlendis og reyna að spila í sem hæstum gæðaflokki og njóta þess síðan að fara með Íslandi á stórmót.“ „Það er virkilega sérstakt og við upplifðum það öll. Sama hvort að það við vorum sjálfir í Frakklandi eða að maður væri heima. Sama sagan var þegar við vorum á HM. Þetta er eitthvað sérstakt og sérstaklega á svona tímum þar sem það dregur fólk saman. Það hefur eitthvað að hlakka til. Ég vona að þessir drengir sem eru á fótboltaaldur að þeir noti þetta sem hvatningu.“ Eiður var svo spurður út í það hvort að meiri endurnýjun hefði átt að eiga sér stað og hann gat tekið undir það að vissu leyti. „Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því. Þegar svona kynslóð eins og þessi kynslóð, sem er búið að vera í A-landsliðinu í tíu ár, það verður erfitt að fylgja henni eftir. Því þetta eru allt strákar á svipuðum aldri. Allir munu þeir hætta á svipuðum tíma þannig að það þarf að fylla í margar stöður. Við eigum fullt af efnilegum og frábærum strákum. Við munum ekki fá svarið fyrr en þeim er gefið tækifæri.“ „Ég er alltaf smá gagnrýninn á það að við höldum alltaf að leikmenn séu tilbúnir en svo þegar þeim er hent í djúpu laugina þá synda þeir.“ Klippa: Sportið í kvöld: Eiður Smári um Rúmeníu leikinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta Sportið í kvöld Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir að frestun EM um eitt ári muni ekki breyta miklu fyrir landsliðið okkar. Eldri leikmenn munu líta á það sem hvatningu að halda sér gangandi í eitt ár til viðbótar til þess að fá tækifæri á að spila á EM næsta sumar. Ríkharð Óskar Guðnason og Eiður Smári gerðu upp fimm eftirminnilegustu leiki Eiðs í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið í þættinum Sportinu í kvöld en undir lokin ræddu þeir landsliðið. Eiður hefur ekki áhyggjur af okkar eldri mönnum. „Ég held að, svipað og ég gerði á sínum tíma, að menn noti þetta sem hvatningu. Það er ár í viðbót og þess vegna endaði ég á að fara til Noregs. Bara til þess að halda mér í formi. Ég ætlaði aldeilis eftir tuttugu ár með landsliðinu að fara með þeim á stórmót. Þetta er í raun bara hvatning fyrir þá líka,“ sagði Eiður. „Það þarf allt að falla með þér. Þú ert árinu eldri og langur vetur á Íslandi ef þeir eru að spila hér. Emil Hallfreðsson notar þetta sem hvatningu til að taka eitt ár erlendis og reyna að spila í sem hæstum gæðaflokki og njóta þess síðan að fara með Íslandi á stórmót.“ „Það er virkilega sérstakt og við upplifðum það öll. Sama hvort að það við vorum sjálfir í Frakklandi eða að maður væri heima. Sama sagan var þegar við vorum á HM. Þetta er eitthvað sérstakt og sérstaklega á svona tímum þar sem það dregur fólk saman. Það hefur eitthvað að hlakka til. Ég vona að þessir drengir sem eru á fótboltaaldur að þeir noti þetta sem hvatningu.“ Eiður var svo spurður út í það hvort að meiri endurnýjun hefði átt að eiga sér stað og hann gat tekið undir það að vissu leyti. „Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því. Þegar svona kynslóð eins og þessi kynslóð, sem er búið að vera í A-landsliðinu í tíu ár, það verður erfitt að fylgja henni eftir. Því þetta eru allt strákar á svipuðum aldri. Allir munu þeir hætta á svipuðum tíma þannig að það þarf að fylla í margar stöður. Við eigum fullt af efnilegum og frábærum strákum. Við munum ekki fá svarið fyrr en þeim er gefið tækifæri.“ „Ég er alltaf smá gagnrýninn á það að við höldum alltaf að leikmenn séu tilbúnir en svo þegar þeim er hent í djúpu laugina þá synda þeir.“ Klippa: Sportið í kvöld: Eiður Smári um Rúmeníu leikinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta Sportið í kvöld Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Sjá meira