Óli um byrjunina á Íslandsmótinu eftir samkomubann: „Fjórar til fimm vikur algjört lágmark“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2020 10:45 Ólafur Kristjánsson er að fara að byrja sitt þriðja tímabil sem þjálfari FH-liðsins. Vísir/Bára Ólafur Kristjánsson þjálfari FH í Pepsi Max-deild karla segir að liðin í landinu þurfi fjórar til fimm vikur til þess að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið eftir að samkomubanninu lýkur. Þetta sagði hann í viðtali við Guðmund Benediktsson í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en Ólafur var gestur þáttarins ásamt Hermanni Hreiðarssyni, aðstoðarþjálfara Southend í ensku C-deildinni. Farið var yfir hvenær ætti að byrja Íslandsmótið en liðin í landinu geta nú ekki æft saman vegna samkomubannsins sem nú stendur yfir. Stefnt var á að byrja Íslandsmótið 22. apríl en það er ljóst að svo verður ekki. „Ég er búinn að vera atvinnuþjálfari síðan 2000 þegar ég hætti að spila út í Danmörku. Þetta hefur verið aðalstarf mitt síðan og það er tuttugu ár síðan ef mér reiknast rétt til. Ég hef farið í gegnum efnahagskrísuna 2008 og þá kom ágætis hlutur út úr því á þeim stað sem ég var þá, í Breiðabliki,“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Þegar maður er smitaður af þessum sjúkdómi sem er þjálfun, það er kannski óviðeigandi að segja það á þessum tímapunkti, en þjálfun sem er starf er öðruvísi en mörg önnur störf. Þetta er í hausnum á manni allan daginn. Þá er maður að hugsa hvernig getur maður þjálfað liðið?“ Ólafur segir að liðin þurfi sinn tíma eftir bannið til þess að byggja upp fótboltalega þætti, sem og að óskynsamlegt sé að byrja of fljótt að spila því þá gætu leikmenn hrokkið í meiðsli. „Það sem vantar núna í þjálfunina hjá okkur núna eru að menn séu að púsha hver á annan og menn séu inn á æfingum þar sem samskipti og samvinna tveggja til fjögurra manna eða liðshluta skiptir máli. Núna erum við í hálfgerðu jólafríi.“ „Við erum að höfða til agans hjá mönnum og það þegar við komum út úr þessu aftur og fara að spila aftur, þá segi ég út frá þjálfræðinni þá eru fjórar til fimm vikur algjört lágmark ef þú ætlar ekki að hlaupa inn í einhverja meiðslaperíódu.“ Innslagið í heild sinni þar sem Ólafur fer yfir stöðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Ólafur Kristjánssom um byrjunina á Íslandsmótinu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH í Pepsi Max-deild karla segir að liðin í landinu þurfi fjórar til fimm vikur til þess að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið eftir að samkomubanninu lýkur. Þetta sagði hann í viðtali við Guðmund Benediktsson í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en Ólafur var gestur þáttarins ásamt Hermanni Hreiðarssyni, aðstoðarþjálfara Southend í ensku C-deildinni. Farið var yfir hvenær ætti að byrja Íslandsmótið en liðin í landinu geta nú ekki æft saman vegna samkomubannsins sem nú stendur yfir. Stefnt var á að byrja Íslandsmótið 22. apríl en það er ljóst að svo verður ekki. „Ég er búinn að vera atvinnuþjálfari síðan 2000 þegar ég hætti að spila út í Danmörku. Þetta hefur verið aðalstarf mitt síðan og það er tuttugu ár síðan ef mér reiknast rétt til. Ég hef farið í gegnum efnahagskrísuna 2008 og þá kom ágætis hlutur út úr því á þeim stað sem ég var þá, í Breiðabliki,“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Þegar maður er smitaður af þessum sjúkdómi sem er þjálfun, það er kannski óviðeigandi að segja það á þessum tímapunkti, en þjálfun sem er starf er öðruvísi en mörg önnur störf. Þetta er í hausnum á manni allan daginn. Þá er maður að hugsa hvernig getur maður þjálfað liðið?“ Ólafur segir að liðin þurfi sinn tíma eftir bannið til þess að byggja upp fótboltalega þætti, sem og að óskynsamlegt sé að byrja of fljótt að spila því þá gætu leikmenn hrokkið í meiðsli. „Það sem vantar núna í þjálfunina hjá okkur núna eru að menn séu að púsha hver á annan og menn séu inn á æfingum þar sem samskipti og samvinna tveggja til fjögurra manna eða liðshluta skiptir máli. Núna erum við í hálfgerðu jólafríi.“ „Við erum að höfða til agans hjá mönnum og það þegar við komum út úr þessu aftur og fara að spila aftur, þá segi ég út frá þjálfræðinni þá eru fjórar til fimm vikur algjört lágmark ef þú ætlar ekki að hlaupa inn í einhverja meiðslaperíódu.“ Innslagið í heild sinni þar sem Ólafur fer yfir stöðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Ólafur Kristjánssom um byrjunina á Íslandsmótinu
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Sjá meira