Fótbolti

Segir að það verði erfitt að klára ein­hverja deild í Evrópu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cannvaro var magnaður leikmaður og er að gera fína hluti sem stjóri.
Cannvaro var magnaður leikmaður og er að gera fína hluti sem stjóri. vísir/getty

Fyrrum heimsmeistarinn og núverandi stjóri Guangzhou Evergrande í Kína, Fabio Cannavaro, segir að það verði erfitt að klára einhverja deild í Evrópu á þessari leiktíð.

Ítalinn hefur haldið sig frá Kína síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað en hefur fylgst vel með og er mættur aftur til landsins. Hann segir að önnur lönd geti lært af Kína.

„Ég held að það verði langt þangað til að þetta endar á Spáni og Ítalíu. Ég held að það verði mjög erfitt að byrja einhvern fótbolta í Evrópu áður en næsta leiktíð hefst,“ sagði Cannavaro í viðtali við Cadena Cope.

„Þeir hafa náð tökum á veirunni í Guangzhou og nú er lífið farið að líkjast venjulegu lífi aftur. Það eru ekki lengur neinar takmarkanir, heldur bara fjórtán daga sóttkví. Ég verð búinn í sóttkví eftir tvo daga.“

„Að vera heima hjá sér er nauðsynlegt því þá gefum við veirunni ekki tækifæri til að breiða úr sér. Við verðum að læra af Kína því þeir eru með reynsluna.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.