Aðstandendur þurfa að velja hverjir fá að vera viðstaddir útför Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. mars 2020 19:19 Samkomubann þar sem að hámarki tuttugu manns mega koma saman gildir einnig um útfarir. Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarkirkju, segir að finna þurfi nýjar lausnir á þessum skrýtnu tímum. „Við reynum að hafa sem fæsta frá kirkjunni við útförina. Það þarf alla vega að vera presturinn og útfararstjórinn og þá getur fólk komið með átján af sínu fólki. Þannig að sumir sleppa því að hafa tónlistarmenn og organista, til að koma fleiri aðstandendum af,“ segir Þór. Átján er ekki há tala. Í mörgum fjölskyldum eru börn og barnabörn þeirra sem verið er að jarðsyngja mun fleiri en það. Þór Hauksson segir þetta ástand erfitt fyrir marga aðstandendur en að allir reyni að leita lausna.vísir/sigurjón „Þetta eru varla börn og barnabörn. Varla það. Maður finnur til með fólki sem er að kveðja, fólk er sett í þá stöðu hreinlega að þurfa að velja - þú mátt koma en ekki þú.“ Einhverjir kjósa að hafa sitthvorn hópinn í kistulagningu og útför og aðrir hafa beint streymi frá athöfninni á Facebook. En Þór bendir á að útfarir hafi mikið gildi í íslensku samfélagi og auðvitað sakni fólk þess að fá stuðning frá stórfjölskyldunni á erfiðum tímum. Einhverjir biðji um frestun en það sé erfitt þar sem takmarkað pláss sé í líkgeymslum. Aftur á móti sé hægt að koma saman að loknu samkomubanni. „Um daginn var ég með útför og erfidrykkjan verður í sumar. Þar sem fjölskyldan ætlar að fagna lífinu. Það er eitthvað sem við sannarlega getum gert - og munum gera, fagna lífinu,“ segir Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Samkomubann á Íslandi Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Samkomubann þar sem að hámarki tuttugu manns mega koma saman gildir einnig um útfarir. Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarkirkju, segir að finna þurfi nýjar lausnir á þessum skrýtnu tímum. „Við reynum að hafa sem fæsta frá kirkjunni við útförina. Það þarf alla vega að vera presturinn og útfararstjórinn og þá getur fólk komið með átján af sínu fólki. Þannig að sumir sleppa því að hafa tónlistarmenn og organista, til að koma fleiri aðstandendum af,“ segir Þór. Átján er ekki há tala. Í mörgum fjölskyldum eru börn og barnabörn þeirra sem verið er að jarðsyngja mun fleiri en það. Þór Hauksson segir þetta ástand erfitt fyrir marga aðstandendur en að allir reyni að leita lausna.vísir/sigurjón „Þetta eru varla börn og barnabörn. Varla það. Maður finnur til með fólki sem er að kveðja, fólk er sett í þá stöðu hreinlega að þurfa að velja - þú mátt koma en ekki þú.“ Einhverjir kjósa að hafa sitthvorn hópinn í kistulagningu og útför og aðrir hafa beint streymi frá athöfninni á Facebook. En Þór bendir á að útfarir hafi mikið gildi í íslensku samfélagi og auðvitað sakni fólk þess að fá stuðning frá stórfjölskyldunni á erfiðum tímum. Einhverjir biðji um frestun en það sé erfitt þar sem takmarkað pláss sé í líkgeymslum. Aftur á móti sé hægt að koma saman að loknu samkomubanni. „Um daginn var ég með útför og erfidrykkjan verður í sumar. Þar sem fjölskyldan ætlar að fagna lífinu. Það er eitthvað sem við sannarlega getum gert - og munum gera, fagna lífinu,“ segir Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðkirkjan Samkomubann á Íslandi Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira