Nýtt spálíkan gerir ráð fyrir mun færri smituðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2020 18:05 Samkvæmt nýju spálíkani Háskóla Íslands, sem gefið var út í dag, er búist við því að rúmlega 1500 manns greinist með COVID-19. Svartsýnasta spá gerir þó ráð fyrir því sem nemur um 2300 greindum smitum. Líkanið er unnið með gögnum til og með gærdeginum, 24. mars. Þá kemur fram að spáin hafi breyst með tilliti til þess að á síðustu dögum hafi færri smit greinst en dagana á undan. Síðasta spá, sem gerð var 22. mars, gerði ráð fyrir að 2500 til 6000 manns myndu smitast. Helstu niðurstöður spálíkansins með gögnum til og með 24. mars eru eftirfarandi: Gert er ráð fyrir því að á meðan faraldurinn gengur yfir muni rúmlega 1500 manns á Íslandi verið greindir með COVID-19, en talan gæti náð nær 2300 manns skv. svartsýnustu spá. Gert er ráð fyrir að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki í fyrstu viku apríl og verði sennilega um 1200 manns, en gæti náð 1600 manns skv. svartsýnustu spá. Gert er ráð fyrir að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni rúmlega 100 manns þarfnast innlagnar á sjúkrahúsi, en gæti náð hátt í 160 manns skv. svartsýnustu spá. Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður fyrir miðjan apríl en þá er gert ráð fyrir að tæplega 60 einstaklingar geti verið inniliggjandi á sama tíma, en svartsýnasta spá er 80 einstaklingar. Gert er ráð fyrir því að á tíma faraldursins muni um 13 einstaklingar veikjast alvarlega, þ.e. þurfa innlögn á gjörgæslu, á tímabilinu en svartsýnasta spá er 23 einstaklingar. Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti orðið í annarri viku apríl, en þá er búist við því að 5 manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnustu spá gætu það verið 11 manns. Þá kemur fram að greiningarvinna muni halda áfram og að spálíkanið verð uppfært reglulega með nýjum upplýsingum. Eins ber að athuga að vegna fámennis geta tölur greindra tilfella breyst mikið frá degi til dags og þannig haft áhrif á niðurstöður líkansins. Líkanið er einnig sagt verða stöðugra eftir því sem á líður. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Samkvæmt nýju spálíkani Háskóla Íslands, sem gefið var út í dag, er búist við því að rúmlega 1500 manns greinist með COVID-19. Svartsýnasta spá gerir þó ráð fyrir því sem nemur um 2300 greindum smitum. Líkanið er unnið með gögnum til og með gærdeginum, 24. mars. Þá kemur fram að spáin hafi breyst með tilliti til þess að á síðustu dögum hafi færri smit greinst en dagana á undan. Síðasta spá, sem gerð var 22. mars, gerði ráð fyrir að 2500 til 6000 manns myndu smitast. Helstu niðurstöður spálíkansins með gögnum til og með 24. mars eru eftirfarandi: Gert er ráð fyrir því að á meðan faraldurinn gengur yfir muni rúmlega 1500 manns á Íslandi verið greindir með COVID-19, en talan gæti náð nær 2300 manns skv. svartsýnustu spá. Gert er ráð fyrir að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki í fyrstu viku apríl og verði sennilega um 1200 manns, en gæti náð 1600 manns skv. svartsýnustu spá. Gert er ráð fyrir að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni rúmlega 100 manns þarfnast innlagnar á sjúkrahúsi, en gæti náð hátt í 160 manns skv. svartsýnustu spá. Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður fyrir miðjan apríl en þá er gert ráð fyrir að tæplega 60 einstaklingar geti verið inniliggjandi á sama tíma, en svartsýnasta spá er 80 einstaklingar. Gert er ráð fyrir því að á tíma faraldursins muni um 13 einstaklingar veikjast alvarlega, þ.e. þurfa innlögn á gjörgæslu, á tímabilinu en svartsýnasta spá er 23 einstaklingar. Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti orðið í annarri viku apríl, en þá er búist við því að 5 manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnustu spá gætu það verið 11 manns. Þá kemur fram að greiningarvinna muni halda áfram og að spálíkanið verð uppfært reglulega með nýjum upplýsingum. Eins ber að athuga að vegna fámennis geta tölur greindra tilfella breyst mikið frá degi til dags og þannig haft áhrif á niðurstöður líkansins. Líkanið er einnig sagt verða stöðugra eftir því sem á líður.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira