Stórlega dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2020 11:22 Frá 13. mars fór að draga stórlega úr flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu og munar þar mest um hrun í flugi milli ríkja í Evrópu og Bandaríkjanna. vísir/vilhelm Stórlega hefur dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu eftir að hratt fór að draga úr flugumferð fyrr í mánuðinum. Framkvæmdastjóri Isavia ANS segir þessa krísu ólíka þeirri sem skapaðist vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri Isavia ANS segir ástandið í alþjóðafluginu nú ólíkt því sem skapaðist við hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum og eldgosið í Eyjafjallajökli.Isavia ANS Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri Isavia ANS sem rekur meðal annars alþjóðaflugstjórnarmiðstöðina á Reykjavíkurflugvelli segir að flugumferð á svæðinu hafi verið eðlileg fram til 13. mars miðað við fyrri ár. En á þessum árstíma sé eðlilegt að um 450 flugvélar fari um svæðið á sólarhring. „Í gær fóru hins vegar aðeins 156 flugfélar um flugstjórnarsvæðið á þeim sólarhring," segir Ásgeir. Umferðin hefur því dregist saman umsextíu og fimm prósent á tíu dögum. Ásgeir segir mestu muna um samdrátt í flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og síðan mikinn samdrátt í flugi um Keflavíkurflugvöll. Þar hefur hefur komum og brottförum fækkað um rúmlega fjórðung síðustu daga. Ásgeir Pálsson segir að stjórnun flugumferðar á íslenska flugstjórnarsvæðinu verði tryggð.Isavia ANS Ásgeir segir þetta ástand ólíkt því þegar flugumferð raskaðist vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum og eldgossins í Eyjafjallajökli vegna þess að þá hafi ekki ríkt sú óvissa vegna heilsu starfsmanna og mögulegrar sóttkvíar þeirra og nú ríki. Sérstakar ráðstafanir hafi verið gerðar vegna þessarrar stöðu og Isavia ANS sé einbeitt í að komast í gegnum þetta ástand með allri nauðsynlegri þjónustu við alþjóðaflugið. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mikil röskun á millilandaflugi 23. mars 2020 10:44 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Nánast öllu millilandaflugi í dag aflýst Í dag átti samkvæmt áætlun að fljúga til tíu áfangastaða í norður Ameríku og Evrópu frá Keflavíkurflugvelli en þrjátíu og fórum þessarra brottfara var aflýst. 22. mars 2020 14:50 Allar flugleiðir til landsins gætu lokast næstu mánaðamót Utanríkisráðherra hvetur Íslendinga erlendis til að snúa heim strax vegna þess að um næstu mánaðamót gætu allar flugleiðir hafa lokast vegna kórónuveirunnar. 22. mars 2020 09:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Stórlega hefur dregið úr umferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu eftir að hratt fór að draga úr flugumferð fyrr í mánuðinum. Framkvæmdastjóri Isavia ANS segir þessa krísu ólíka þeirri sem skapaðist vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri Isavia ANS segir ástandið í alþjóðafluginu nú ólíkt því sem skapaðist við hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum og eldgosið í Eyjafjallajökli.Isavia ANS Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri Isavia ANS sem rekur meðal annars alþjóðaflugstjórnarmiðstöðina á Reykjavíkurflugvelli segir að flugumferð á svæðinu hafi verið eðlileg fram til 13. mars miðað við fyrri ár. En á þessum árstíma sé eðlilegt að um 450 flugvélar fari um svæðið á sólarhring. „Í gær fóru hins vegar aðeins 156 flugfélar um flugstjórnarsvæðið á þeim sólarhring," segir Ásgeir. Umferðin hefur því dregist saman umsextíu og fimm prósent á tíu dögum. Ásgeir segir mestu muna um samdrátt í flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og síðan mikinn samdrátt í flugi um Keflavíkurflugvöll. Þar hefur hefur komum og brottförum fækkað um rúmlega fjórðung síðustu daga. Ásgeir Pálsson segir að stjórnun flugumferðar á íslenska flugstjórnarsvæðinu verði tryggð.Isavia ANS Ásgeir segir þetta ástand ólíkt því þegar flugumferð raskaðist vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum og eldgossins í Eyjafjallajökli vegna þess að þá hafi ekki ríkt sú óvissa vegna heilsu starfsmanna og mögulegrar sóttkvíar þeirra og nú ríki. Sérstakar ráðstafanir hafi verið gerðar vegna þessarrar stöðu og Isavia ANS sé einbeitt í að komast í gegnum þetta ástand með allri nauðsynlegri þjónustu við alþjóðaflugið.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mikil röskun á millilandaflugi 23. mars 2020 10:44 240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36 Nánast öllu millilandaflugi í dag aflýst Í dag átti samkvæmt áætlun að fljúga til tíu áfangastaða í norður Ameríku og Evrópu frá Keflavíkurflugvelli en þrjátíu og fórum þessarra brottfara var aflýst. 22. mars 2020 14:50 Allar flugleiðir til landsins gætu lokast næstu mánaðamót Utanríkisráðherra hvetur Íslendinga erlendis til að snúa heim strax vegna þess að um næstu mánaðamót gætu allar flugleiðir hafa lokast vegna kórónuveirunnar. 22. mars 2020 09:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
240 manns sagt upp hjá Icelandair og 92 prósent í skert starfshlutfall Icelandair hefur tilkynnt að 240 starfsmönnum verði sagt upp og starfshlutfall 92 prósent starfsfólks verði skert. 23. mars 2020 09:36
Nánast öllu millilandaflugi í dag aflýst Í dag átti samkvæmt áætlun að fljúga til tíu áfangastaða í norður Ameríku og Evrópu frá Keflavíkurflugvelli en þrjátíu og fórum þessarra brottfara var aflýst. 22. mars 2020 14:50
Allar flugleiðir til landsins gætu lokast næstu mánaðamót Utanríkisráðherra hvetur Íslendinga erlendis til að snúa heim strax vegna þess að um næstu mánaðamót gætu allar flugleiðir hafa lokast vegna kórónuveirunnar. 22. mars 2020 09:00