Innlent

Einn einstaklingur með tvenns konar afbrigði kórónuveirunnar

Sylvía Hall skrifar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

Einstaklingur hér á landi reyndist vera með tvenns konar afbrigði af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Annað afbrigðið var með stökkbreytingu en hitt án stökkbreytingarinnar. Þeir sem smituðust af viðkomandi reyndust vera með þá veiru sem var með stökkbreytingu.

Þetta staðfestir Kári Stefánsson í samtali við fréttastofu RÚV en málið var einnig til umfjöllunar í danska miðlinum Information.

Að sögn Kára gæti það verið tilviljun að þeir einstaklingar sem smituðust af viðkomandi hafi greinst með veiruna sem hafði stökkbreytinguna. Það gæti þó einnig þýtt að veiran með stökkbreytingunni væri illvígari en það lægi ekki fyrir að svo stöddu.

Alls hafa greinst um fjörutíu stökkbreytingar af kórónuveirunni í skimun Íslenskrar erfðagreiningar. Það bendi til þess að hún hafi komið hingað frá fleiri löndum en áður var talið.

Í viðtali við Information segir Kári það merkilegt hvernig hægt sé að rekja hverja stökkbreytingu. Sumar komi frá Austurríki, önnur frá Ítalíu og þriðja frá Englandi en hann segir sjö einstaklinga hafa líklega smitast á fótboltaleik í Englandi.


Tengdar fréttir

Smituðum fjölgar um tuttugu á milli daga

Fjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi er nú 588. Er þetta fjölgun um 20 frá því í gær þegar fjöldi smita var 568.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×