Smituðum fjölgar um tuttugu á milli daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2020 13:00 Skimun fyrir kórónuveirunni fer meðal annars fram hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum Kópavogi. Vísir/Vilhelm Fjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi er nú 588. Er þetta fjölgun um 20 smit frá því í gær þegar fjöldi smita var 568. Er fjölgunin mun minni á milli sólarhringa nú heldur en var þegar nýjar tölur bárust í gærmorgun. Þá hafði smitum fjölgað um 95 frá því á laugardag. Að því er fram kemur á upplýsingasíðunni covid.is voru 183 sýni greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og reyndist 21 sýni jákvætt fyrir veirunni. Hlutfall smitaðra undanfarinn sólarhring miðað við fjölda sýna á veirudeildinni er um 11 prósent. Til samanburðar var hlutfallið 28 prósent í gær þegar 90 af 320 sýnum voru jákvæð. Alls hafa verið tekin um 10.300 sýni og um 6.800 manns er nú í sóttkví. 14 manns eru á sjúkrahúsi og 36 hafa náð sér eftir að hafa greinst með veiruna. Þá hafa tæplega 1.200 manns lokið sóttkví. Samkvæmt spálíkani Háskóla Íslands er nú búist er við því að fyrir lok apríl 2020 hafi líklega um 2.500 manns á Íslandi verið greindir með veiruna en talan gæti náð tæplega 6.000 manns samkvæmt svartsýnustu spá. Líkanið byggir á gögnum til og með 22. mars, það er gærdeginum og eru því nýjar tölur dagsins í dag ekki inni í líkaninu. „Búist er við að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki á fyrstu vikum apríl, og verði sennilega nær 2000 manns, en gæti náð tæplega 4500 manns skv. svartsýnustu spá. Búist er við að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni um 170 manns þarfnast aðhlynningar í innlögn á sjúkrahúsi, en gæti náð um 400 manns skv. svartsýnustu spá. Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður um miðjan apríl en þá er gert ráð fyrir að um 90 einstaklingar geti verið inniliggjandi, en svartsýnasta spá er 200 einstaklingar. Búist er við því að um 20 einstaklingar veikist alvarlega, þ.e. þarfnist gjörgæslu, á tímabilinu en svartsýnasta spá er á bilinu 45-50 einstaklingar. Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti verið í annarri viku apríl, en þá er búist við því að 7 manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnustu spá gætu það verið 18 manns,“ segir á vefsíðu HÍ þar sem sérstaklega er fjallað um spálíkanið og gerð grein fyrir niðurstöðum þess. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Fjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi er nú 588. Er þetta fjölgun um 20 smit frá því í gær þegar fjöldi smita var 568. Er fjölgunin mun minni á milli sólarhringa nú heldur en var þegar nýjar tölur bárust í gærmorgun. Þá hafði smitum fjölgað um 95 frá því á laugardag. Að því er fram kemur á upplýsingasíðunni covid.is voru 183 sýni greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og reyndist 21 sýni jákvætt fyrir veirunni. Hlutfall smitaðra undanfarinn sólarhring miðað við fjölda sýna á veirudeildinni er um 11 prósent. Til samanburðar var hlutfallið 28 prósent í gær þegar 90 af 320 sýnum voru jákvæð. Alls hafa verið tekin um 10.300 sýni og um 6.800 manns er nú í sóttkví. 14 manns eru á sjúkrahúsi og 36 hafa náð sér eftir að hafa greinst með veiruna. Þá hafa tæplega 1.200 manns lokið sóttkví. Samkvæmt spálíkani Háskóla Íslands er nú búist er við því að fyrir lok apríl 2020 hafi líklega um 2.500 manns á Íslandi verið greindir með veiruna en talan gæti náð tæplega 6.000 manns samkvæmt svartsýnustu spá. Líkanið byggir á gögnum til og með 22. mars, það er gærdeginum og eru því nýjar tölur dagsins í dag ekki inni í líkaninu. „Búist er við að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki á fyrstu vikum apríl, og verði sennilega nær 2000 manns, en gæti náð tæplega 4500 manns skv. svartsýnustu spá. Búist er við að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni um 170 manns þarfnast aðhlynningar í innlögn á sjúkrahúsi, en gæti náð um 400 manns skv. svartsýnustu spá. Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður um miðjan apríl en þá er gert ráð fyrir að um 90 einstaklingar geti verið inniliggjandi, en svartsýnasta spá er 200 einstaklingar. Búist er við því að um 20 einstaklingar veikist alvarlega, þ.e. þarfnist gjörgæslu, á tímabilinu en svartsýnasta spá er á bilinu 45-50 einstaklingar. Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti verið í annarri viku apríl, en þá er búist við því að 7 manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnustu spá gætu það verið 18 manns,“ segir á vefsíðu HÍ þar sem sérstaklega er fjallað um spálíkanið og gerð grein fyrir niðurstöðum þess. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira