Smituðum fjölgar um tuttugu á milli daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2020 13:00 Skimun fyrir kórónuveirunni fer meðal annars fram hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum Kópavogi. Vísir/Vilhelm Fjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi er nú 588. Er þetta fjölgun um 20 smit frá því í gær þegar fjöldi smita var 568. Er fjölgunin mun minni á milli sólarhringa nú heldur en var þegar nýjar tölur bárust í gærmorgun. Þá hafði smitum fjölgað um 95 frá því á laugardag. Að því er fram kemur á upplýsingasíðunni covid.is voru 183 sýni greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og reyndist 21 sýni jákvætt fyrir veirunni. Hlutfall smitaðra undanfarinn sólarhring miðað við fjölda sýna á veirudeildinni er um 11 prósent. Til samanburðar var hlutfallið 28 prósent í gær þegar 90 af 320 sýnum voru jákvæð. Alls hafa verið tekin um 10.300 sýni og um 6.800 manns er nú í sóttkví. 14 manns eru á sjúkrahúsi og 36 hafa náð sér eftir að hafa greinst með veiruna. Þá hafa tæplega 1.200 manns lokið sóttkví. Samkvæmt spálíkani Háskóla Íslands er nú búist er við því að fyrir lok apríl 2020 hafi líklega um 2.500 manns á Íslandi verið greindir með veiruna en talan gæti náð tæplega 6.000 manns samkvæmt svartsýnustu spá. Líkanið byggir á gögnum til og með 22. mars, það er gærdeginum og eru því nýjar tölur dagsins í dag ekki inni í líkaninu. „Búist er við að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki á fyrstu vikum apríl, og verði sennilega nær 2000 manns, en gæti náð tæplega 4500 manns skv. svartsýnustu spá. Búist er við að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni um 170 manns þarfnast aðhlynningar í innlögn á sjúkrahúsi, en gæti náð um 400 manns skv. svartsýnustu spá. Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður um miðjan apríl en þá er gert ráð fyrir að um 90 einstaklingar geti verið inniliggjandi, en svartsýnasta spá er 200 einstaklingar. Búist er við því að um 20 einstaklingar veikist alvarlega, þ.e. þarfnist gjörgæslu, á tímabilinu en svartsýnasta spá er á bilinu 45-50 einstaklingar. Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti verið í annarri viku apríl, en þá er búist við því að 7 manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnustu spá gætu það verið 18 manns,“ segir á vefsíðu HÍ þar sem sérstaklega er fjallað um spálíkanið og gerð grein fyrir niðurstöðum þess. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Fjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi er nú 588. Er þetta fjölgun um 20 smit frá því í gær þegar fjöldi smita var 568. Er fjölgunin mun minni á milli sólarhringa nú heldur en var þegar nýjar tölur bárust í gærmorgun. Þá hafði smitum fjölgað um 95 frá því á laugardag. Að því er fram kemur á upplýsingasíðunni covid.is voru 183 sýni greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og reyndist 21 sýni jákvætt fyrir veirunni. Hlutfall smitaðra undanfarinn sólarhring miðað við fjölda sýna á veirudeildinni er um 11 prósent. Til samanburðar var hlutfallið 28 prósent í gær þegar 90 af 320 sýnum voru jákvæð. Alls hafa verið tekin um 10.300 sýni og um 6.800 manns er nú í sóttkví. 14 manns eru á sjúkrahúsi og 36 hafa náð sér eftir að hafa greinst með veiruna. Þá hafa tæplega 1.200 manns lokið sóttkví. Samkvæmt spálíkani Háskóla Íslands er nú búist er við því að fyrir lok apríl 2020 hafi líklega um 2.500 manns á Íslandi verið greindir með veiruna en talan gæti náð tæplega 6.000 manns samkvæmt svartsýnustu spá. Líkanið byggir á gögnum til og með 22. mars, það er gærdeginum og eru því nýjar tölur dagsins í dag ekki inni í líkaninu. „Búist er við að fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm nái hámarki á fyrstu vikum apríl, og verði sennilega nær 2000 manns, en gæti náð tæplega 4500 manns skv. svartsýnustu spá. Búist er við að á meðan að faraldurinn gengur yfir muni um 170 manns þarfnast aðhlynningar í innlögn á sjúkrahúsi, en gæti náð um 400 manns skv. svartsýnustu spá. Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna sjúkrahúsinnlagna verður um miðjan apríl en þá er gert ráð fyrir að um 90 einstaklingar geti verið inniliggjandi, en svartsýnasta spá er 200 einstaklingar. Búist er við því að um 20 einstaklingar veikist alvarlega, þ.e. þarfnist gjörgæslu, á tímabilinu en svartsýnasta spá er á bilinu 45-50 einstaklingar. Mesta álag á gjörgæsludeildir gæti verið í annarri viku apríl, en þá er búist við því að 7 manns liggi þar inni á sama tíma, en samkvæmt svartsýnustu spá gætu það verið 18 manns,“ segir á vefsíðu HÍ þar sem sérstaklega er fjallað um spálíkanið og gerð grein fyrir niðurstöðum þess. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent