Börn í Vestmannaeyjum virðast ekki hafa dreift smiti Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. mars 2020 15:00 Gríðarlega umfangsmikil skimun hefur staðið yfir í Vestmannaeyjum síðustu daga. Flest sýni miðað við höfðatölu hafa verið tekin í Eyjum af öllum sveitarfélögum á Íslandi. „Börnin virðast ekki vera mikið útsett fyrir smiti eða vera að dreifa smiti og það eru gríðarlega góðar fréttir fyrir okkur öll.“ Þetta er mat Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, að lokinni umfangsmikilli skimun eftir kórónuveirunni meðal grunnskólabarna í bæjarfélaginu. Ekkert þeirra tuga barna sem skimuð voru í 1. til 4. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja reyndist smitað og ekkert í 7. bekk heldur. Þó hafa tvö börn greinst með veiruna í Vestmannaeyjum, annað 2 ára og hitt 15 ára. Hvorugt þeirra er þó mikið lasið að sögn Páleyjar. Alls hafa nú 30 manns smitast í Vestmannaeyjum og sagði Páley í samtali við fréttastofu í gær að þau væru úr mismunandi áttum. Þá er á fimmta hundrað Eyjamanna, um 11 prósent allra Vestmanneyinga, í sóttkví sem stendur. Þannig var ferð Herjólfs seinkað í gær, sérstaklega til að geta flutt sýni úr Vestmanneyjum til rannsóknar í Reykjavík. Flest sýni miðað við höfðatölu hafa verið tekin í Vestmannaeyjum, auk þess sem samkomubann þar var hert þannig að aðeins mega 10 manns koma saman. Þá var tekin ákvörðun um að skólahald í Grunnskóla Vestmannaeyja verði í formi fjarkennslu frá og með deginum í dag þar til annað verður tilkynnt. „Farnar hafa verið ýmsar leiðir í því að beita forvirkum aðferðum, skima ákveðna hópa og herða á sóttkví og einangrun. Við vonum svo sannarlega að þessar aðferðir skili árangri en að öllum líkindum eigum við enn eftir að fá fleiri smit, sérstaklega í hópi nánustu aðstandenda smitaðra,“ skrifar Páley Borgþórsdóttir á Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Smitin í Eyjum úr mismunandi áttum Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum var seinkað í morgun til að flytja sýni til rannsóknar í Reykjavík. 22. mars 2020 12:25 Enn fjölgar smitum í Vestmannaeyjum Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú þrjátíu 23. mars 2020 06:37 Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
„Börnin virðast ekki vera mikið útsett fyrir smiti eða vera að dreifa smiti og það eru gríðarlega góðar fréttir fyrir okkur öll.“ Þetta er mat Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, að lokinni umfangsmikilli skimun eftir kórónuveirunni meðal grunnskólabarna í bæjarfélaginu. Ekkert þeirra tuga barna sem skimuð voru í 1. til 4. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja reyndist smitað og ekkert í 7. bekk heldur. Þó hafa tvö börn greinst með veiruna í Vestmannaeyjum, annað 2 ára og hitt 15 ára. Hvorugt þeirra er þó mikið lasið að sögn Páleyjar. Alls hafa nú 30 manns smitast í Vestmannaeyjum og sagði Páley í samtali við fréttastofu í gær að þau væru úr mismunandi áttum. Þá er á fimmta hundrað Eyjamanna, um 11 prósent allra Vestmanneyinga, í sóttkví sem stendur. Þannig var ferð Herjólfs seinkað í gær, sérstaklega til að geta flutt sýni úr Vestmanneyjum til rannsóknar í Reykjavík. Flest sýni miðað við höfðatölu hafa verið tekin í Vestmannaeyjum, auk þess sem samkomubann þar var hert þannig að aðeins mega 10 manns koma saman. Þá var tekin ákvörðun um að skólahald í Grunnskóla Vestmannaeyja verði í formi fjarkennslu frá og með deginum í dag þar til annað verður tilkynnt. „Farnar hafa verið ýmsar leiðir í því að beita forvirkum aðferðum, skima ákveðna hópa og herða á sóttkví og einangrun. Við vonum svo sannarlega að þessar aðferðir skili árangri en að öllum líkindum eigum við enn eftir að fá fleiri smit, sérstaklega í hópi nánustu aðstandenda smitaðra,“ skrifar Páley Borgþórsdóttir á Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Smitin í Eyjum úr mismunandi áttum Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum var seinkað í morgun til að flytja sýni til rannsóknar í Reykjavík. 22. mars 2020 12:25 Enn fjölgar smitum í Vestmannaeyjum Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú þrjátíu 23. mars 2020 06:37 Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Smitin í Eyjum úr mismunandi áttum Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum var seinkað í morgun til að flytja sýni til rannsóknar í Reykjavík. 22. mars 2020 12:25
Enn fjölgar smitum í Vestmannaeyjum Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú þrjátíu 23. mars 2020 06:37
Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28