Innlent

Mælir með að fólk taki „veirufrían klukkutíma“ í kvöld

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, mælir með því að fólk taki sér eina klukkustund í kvöld, frá klukkan átta til níu, þar sem það hugsar og talar um eitthvað annað en kórónuveiruna sem nú geisar.

Þetta kom fram í máli Víðis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag.

„Ég skora á alla í kvöld, milli klukkan átta og níu, að taka veirufrían klukkutíma. Tölum um eitthvað annað en veiruna, tölum um eitthvað skemmtilegt. Hvílum okkur í klukkutíma á umræðunni um veiruna,“ sagði Víðir.

Veiran hefur farið afar hátt í allri umfjöllun og umræðu á síðustu dögum, enda hefur hún haft gríðarleg áhrif á hinum ýmsu sviðum, jafnt erlendis sem og hér á Íslandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×