Óvissa með framtíðarheimili mæðgnanna í Garði Birgir Olgeirsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. febrúar 2020 21:30 Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í húsinu sem sést hér til hægri á mynd. Baldur/Jóhann Issi Hallgrímsson Mæðgur vöknuðu upp við vondan draum þegar hús þeirra í Garðinum var skyndilega í miðju hafi eftir að sjór hafði gengið á land. Mæðgurnar standa eftir heimilislausar en segja alla að vilja gerðir að hjálpa. Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í einbýlishúsi að Gerðavegi 2. Ingibjörg hafði sofið illa sökum óveðursins. Hún hafði náð nokkurra tíma svefn þegar dóttir hennar vakti hana klukkan 10 í morgun. „Ég sé bara flæða inn um útidyrnar niðri og ég, dálítið vitlaus, opna og það flæðir inn. Ég næ að loka og það byrjar bara að flæða mjög hratt inn. Það er bara að ná í símann, fara í skó, finna einhverjar buxur og hlaupa upp því ég stóð í vatni í raun upp á miðja kálfa. Þegar ég átta mig á þessu hringi ég strax í slökkvilið og bið um dælubíl. Ég var ekki búin að kíkja út, ég vissi ekki að ég væri í miðju hafi.“ Björgunarsveitin í Garði segir þrjú til fjögur hús hafa orðið fyrir þessu flóði. Húsið hennar Ingibjargar var það eina sem þurfti að yfirgefa. Hún segir öldurnar sem gengu á land hafa náð þriggja til fjögurra metra hæð. Komið þið til með að búa þarna aftur? „Maður bara vonar það besta. Þetta er örugglega ónýtt allt þarna niðri. En það er líka spurning um hvenær fjarar frá þannig að sé hægt að gera eitthvað. Hvenær verður hægt að tæma og hvenær verður hægt að dæla. Þannig að nú er bara að sitja og bíða.“ Ingibjörg segir algjöra óvissu ríkja um það hvar mæðgurnar munu halda heimili næstu vikurnar. „Allir náttúrulega búnir að hringja og bjóða okkur allt. Koma og gista, fá föt. Ég er bara í fötunum sem ég er í og það væsir ekkert um okkur núna. En þetta er heimilið okkar þannig að það er búinn að vera dálítill taugatitringur, sérstaklega hjá barninu.“ Hún hrósar björgunarsveitarmönnunum sem björguðu þeim og köttunum þeirra fjórum. „Það var ekkert vesen, það var bara ekkert nema lausnir. Rólegheit og engin læti. Þeir voru að vaða þarna með kisurnar í boxi og ekkert mál. Við vorum í öruggum höndum.“ Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Tengdar fréttir Allt á floti í Garði og íbúar aldrei séð annað eins Sjógangur í morgun hefur gert það að verkum að allt er á floti í Garðinum. Sjór gengur yfir bæinn og segist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. 14. febrúar 2020 11:43 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Vaknaði við kall dótturinnar og húsið var á floti Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. 14. febrúar 2020 13:08 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Sjá meira
Mæðgur vöknuðu upp við vondan draum þegar hús þeirra í Garðinum var skyndilega í miðju hafi eftir að sjór hafði gengið á land. Mæðgurnar standa eftir heimilislausar en segja alla að vilja gerðir að hjálpa. Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í einbýlishúsi að Gerðavegi 2. Ingibjörg hafði sofið illa sökum óveðursins. Hún hafði náð nokkurra tíma svefn þegar dóttir hennar vakti hana klukkan 10 í morgun. „Ég sé bara flæða inn um útidyrnar niðri og ég, dálítið vitlaus, opna og það flæðir inn. Ég næ að loka og það byrjar bara að flæða mjög hratt inn. Það er bara að ná í símann, fara í skó, finna einhverjar buxur og hlaupa upp því ég stóð í vatni í raun upp á miðja kálfa. Þegar ég átta mig á þessu hringi ég strax í slökkvilið og bið um dælubíl. Ég var ekki búin að kíkja út, ég vissi ekki að ég væri í miðju hafi.“ Björgunarsveitin í Garði segir þrjú til fjögur hús hafa orðið fyrir þessu flóði. Húsið hennar Ingibjargar var það eina sem þurfti að yfirgefa. Hún segir öldurnar sem gengu á land hafa náð þriggja til fjögurra metra hæð. Komið þið til með að búa þarna aftur? „Maður bara vonar það besta. Þetta er örugglega ónýtt allt þarna niðri. En það er líka spurning um hvenær fjarar frá þannig að sé hægt að gera eitthvað. Hvenær verður hægt að tæma og hvenær verður hægt að dæla. Þannig að nú er bara að sitja og bíða.“ Ingibjörg segir algjöra óvissu ríkja um það hvar mæðgurnar munu halda heimili næstu vikurnar. „Allir náttúrulega búnir að hringja og bjóða okkur allt. Koma og gista, fá föt. Ég er bara í fötunum sem ég er í og það væsir ekkert um okkur núna. En þetta er heimilið okkar þannig að það er búinn að vera dálítill taugatitringur, sérstaklega hjá barninu.“ Hún hrósar björgunarsveitarmönnunum sem björguðu þeim og köttunum þeirra fjórum. „Það var ekkert vesen, það var bara ekkert nema lausnir. Rólegheit og engin læti. Þeir voru að vaða þarna með kisurnar í boxi og ekkert mál. Við vorum í öruggum höndum.“
Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Tengdar fréttir Allt á floti í Garði og íbúar aldrei séð annað eins Sjógangur í morgun hefur gert það að verkum að allt er á floti í Garðinum. Sjór gengur yfir bæinn og segist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. 14. febrúar 2020 11:43 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Vaknaði við kall dótturinnar og húsið var á floti Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. 14. febrúar 2020 13:08 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Sjá meira
Allt á floti í Garði og íbúar aldrei séð annað eins Sjógangur í morgun hefur gert það að verkum að allt er á floti í Garðinum. Sjór gengur yfir bæinn og segist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. 14. febrúar 2020 11:43
Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24
Vaknaði við kall dótturinnar og húsið var á floti Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. 14. febrúar 2020 13:08