Innlent

Skipverjarnir ekki smitaðir af kórónuveirunni

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Vestmanneyjum
Frá Vestmanneyjum Getty/David Cannon

Sýni hafa verið tekin af sjö af þeim 17 skipverjum á togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255 sem höfðu glímt við veikindi. Togarinn kom að landi í Vestmannaeyjum seint í gærkvöldi en tuttugu voru um borð í skipinu en þrír voru sagðir mikið veikir.

Reyndust skipverjarnir ekki smitaðir af kórónuveirunni sem nú herjar á heimsbyggðina en mbl.is greindi fyrst frá.

Hafnarsvæðinu var lokað fyrir almenningi þegar togarinn lagði við bryggju en fjórir skipverjar voru teknir í land og þeim komið fyrir í farsóttarhúsi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.