Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2020 14:22 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir biðlar til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji. Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Heildarfjöldi staðfestra smita er nú 409 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði aukninguna hafa verið svipaða og í fyrradag, og er hún þar með minni en í gær. Hlutfall jákvæðra sýna af þeim sem send voru á veirufræðideild Landspítala voru um 13 prósent. Hlutfallið er áfram lágt hjá Íslenskri erfðagreiningu, eða um eitt prósent. Þá eru sex inniliggjandi á Landspítalanum nú, þar af einn á gjörgæslu en ekki í öndunarvél. Tveir hafa verið útskrifaðir af spítalanum. Þá hafa sautján losnað úr einangrun. Þá sagði Þórólfur faraldurinn í vexti, en ekki miklum. Jafnvel hefði verið búist við að vöxturinn yrði meiri en raunin er. Þetta þýði að aðgerðum sem beitt hefur verið hingað til verði haldið áfram, þ.e. að greina smit snemma og beita sóttkví. Í því samhengi sagði Þórólfur að auðvitað komi illa fyrir fyrirtæki að margir séu í sóttkví. Þá bæri töluvert á því að sótt væri um undanþágur frá sóttkví. Ef gefnar væru undanþágur á sóttkví þá missti aðgerðin hins vegar marks. Fólk sem hefði annars verið í sóttkví gæti smitað aðra og þannig yrði álagið meira á heilbrigðiskerfið. Heilbrigðisyfirvöld biðluðu þannig til allra að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Munu ekki hika við að setja á útgöngubann ef talið er að þess þurfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga. 20. mars 2020 12:28 Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05 Stýrir Covid-teymi Landspítalans: Ætla að vera búin undir svartsýnustu spár „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans. 20. mars 2020 11:35 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Sóttvarnalæknir biðlar til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji. Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Heildarfjöldi staðfestra smita er nú 409 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði aukninguna hafa verið svipaða og í fyrradag, og er hún þar með minni en í gær. Hlutfall jákvæðra sýna af þeim sem send voru á veirufræðideild Landspítala voru um 13 prósent. Hlutfallið er áfram lágt hjá Íslenskri erfðagreiningu, eða um eitt prósent. Þá eru sex inniliggjandi á Landspítalanum nú, þar af einn á gjörgæslu en ekki í öndunarvél. Tveir hafa verið útskrifaðir af spítalanum. Þá hafa sautján losnað úr einangrun. Þá sagði Þórólfur faraldurinn í vexti, en ekki miklum. Jafnvel hefði verið búist við að vöxturinn yrði meiri en raunin er. Þetta þýði að aðgerðum sem beitt hefur verið hingað til verði haldið áfram, þ.e. að greina smit snemma og beita sóttkví. Í því samhengi sagði Þórólfur að auðvitað komi illa fyrir fyrirtæki að margir séu í sóttkví. Þá bæri töluvert á því að sótt væri um undanþágur frá sóttkví. Ef gefnar væru undanþágur á sóttkví þá missti aðgerðin hins vegar marks. Fólk sem hefði annars verið í sóttkví gæti smitað aðra og þannig yrði álagið meira á heilbrigðiskerfið. Heilbrigðisyfirvöld biðluðu þannig til allra að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Munu ekki hika við að setja á útgöngubann ef talið er að þess þurfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga. 20. mars 2020 12:28 Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05 Stýrir Covid-teymi Landspítalans: Ætla að vera búin undir svartsýnustu spár „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans. 20. mars 2020 11:35 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Munu ekki hika við að setja á útgöngubann ef talið er að þess þurfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga. 20. mars 2020 12:28
Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05
Stýrir Covid-teymi Landspítalans: Ætla að vera búin undir svartsýnustu spár „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans. 20. mars 2020 11:35