Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2020 14:22 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir biðlar til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji. Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Heildarfjöldi staðfestra smita er nú 409 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði aukninguna hafa verið svipaða og í fyrradag, og er hún þar með minni en í gær. Hlutfall jákvæðra sýna af þeim sem send voru á veirufræðideild Landspítala voru um 13 prósent. Hlutfallið er áfram lágt hjá Íslenskri erfðagreiningu, eða um eitt prósent. Þá eru sex inniliggjandi á Landspítalanum nú, þar af einn á gjörgæslu en ekki í öndunarvél. Tveir hafa verið útskrifaðir af spítalanum. Þá hafa sautján losnað úr einangrun. Þá sagði Þórólfur faraldurinn í vexti, en ekki miklum. Jafnvel hefði verið búist við að vöxturinn yrði meiri en raunin er. Þetta þýði að aðgerðum sem beitt hefur verið hingað til verði haldið áfram, þ.e. að greina smit snemma og beita sóttkví. Í því samhengi sagði Þórólfur að auðvitað komi illa fyrir fyrirtæki að margir séu í sóttkví. Þá bæri töluvert á því að sótt væri um undanþágur frá sóttkví. Ef gefnar væru undanþágur á sóttkví þá missti aðgerðin hins vegar marks. Fólk sem hefði annars verið í sóttkví gæti smitað aðra og þannig yrði álagið meira á heilbrigðiskerfið. Heilbrigðisyfirvöld biðluðu þannig til allra að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Munu ekki hika við að setja á útgöngubann ef talið er að þess þurfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga. 20. mars 2020 12:28 Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05 Stýrir Covid-teymi Landspítalans: Ætla að vera búin undir svartsýnustu spár „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans. 20. mars 2020 11:35 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Sóttvarnalæknir biðlar til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji. Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Heildarfjöldi staðfestra smita er nú 409 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði aukninguna hafa verið svipaða og í fyrradag, og er hún þar með minni en í gær. Hlutfall jákvæðra sýna af þeim sem send voru á veirufræðideild Landspítala voru um 13 prósent. Hlutfallið er áfram lágt hjá Íslenskri erfðagreiningu, eða um eitt prósent. Þá eru sex inniliggjandi á Landspítalanum nú, þar af einn á gjörgæslu en ekki í öndunarvél. Tveir hafa verið útskrifaðir af spítalanum. Þá hafa sautján losnað úr einangrun. Þá sagði Þórólfur faraldurinn í vexti, en ekki miklum. Jafnvel hefði verið búist við að vöxturinn yrði meiri en raunin er. Þetta þýði að aðgerðum sem beitt hefur verið hingað til verði haldið áfram, þ.e. að greina smit snemma og beita sóttkví. Í því samhengi sagði Þórólfur að auðvitað komi illa fyrir fyrirtæki að margir séu í sóttkví. Þá bæri töluvert á því að sótt væri um undanþágur frá sóttkví. Ef gefnar væru undanþágur á sóttkví þá missti aðgerðin hins vegar marks. Fólk sem hefði annars verið í sóttkví gæti smitað aðra og þannig yrði álagið meira á heilbrigðiskerfið. Heilbrigðisyfirvöld biðluðu þannig til allra að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Munu ekki hika við að setja á útgöngubann ef talið er að þess þurfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga. 20. mars 2020 12:28 Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05 Stýrir Covid-teymi Landspítalans: Ætla að vera búin undir svartsýnustu spár „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans. 20. mars 2020 11:35 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Munu ekki hika við að setja á útgöngubann ef talið er að þess þurfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga. 20. mars 2020 12:28
Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. 20. mars 2020 12:05
Stýrir Covid-teymi Landspítalans: Ætla að vera búin undir svartsýnustu spár „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans. 20. mars 2020 11:35