Kom á óvart hversu mikið þurfti að draga úr starfi leik- og grunnskóla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2020 14:01 Starf í mörgum leik- og grunnskólum er verulega skert vegna samkomubannsins. Fjöldi nemenda fær aðeins að mæta í skólann annan hvern dag í nokkra tíma í senn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það hafi komi aðeins á óvart hversu mikið hefur þurft að draga úr þjónustu leik- og grunnskóla víða vegna samkomubannsins sem sett var á til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segir að skoðað hafi verið að loka leik- og grunnskólum alfarið í tengslum við hertari aðgerðir en bendir á í því samhengi þau neikvæðu samfélagslegu áhrif sem slík aðgerð gæti haft. „Við höfum séð í rannsóknum og greinum sem hafa verið skrifaðar núna um þessi viðbrögð er það þessi neikvæðu viðbrögð bæði á atvinnulífið séu mjög mikil og það sem er kannski ekki síst, neikvæð áhrif á viðbragðsgetuna. Það er að segja ef að mikið af heilbrigðisstarfsmönnum, mikið af starfsmönnum sem eru í framvarðasveit í sjúkraflutningum, löggæslu, slökkviliði og slíku, ef við missum þá úr vinnu því þeir þurfa að vera heima hjá börnunum þá erum við að veikja kerfið svo rosalega,“ segir Víðir. Þannig sé kannski hægt að setja einhverjar frekari takmarkanir á skólastarfi en þá með áherslu á það að heilbrigðisstarfsmenn hafi alltaf aðgang að leikskóla og slíku. Það sé alveg möguleiki sem hægt væri að útfæra betur en allt sé þetta enn mest á umræðustigi. Fyrr í vikunni var greint frá því á Vísi að ákveðnar starfsstéttir hefðu forgang að þjónustu leik- og grunnskóla samkvæmt sérstökum lista almannavarna þar um. Víðir segir að þessi forgangslisti sé gríðarlega stór en listinn hafi líka verið unninn þegar talið var að hægt yrði að halda uppi meiri starfsemi í skólunum en raun ber vitni. „Og ef við getum nefnt sem dæmi, þá gagnast það ekki mikið fyrir okkur að fyrir gjörgæsluhjúkrunarfræðing sem þarf að mæta í vinnuna á hverjum að fá tvo tíma annan hvorn dag fyrir barnið, það bara gagnast okkur ekki nógu mikið. Það hefur of mikil áhrif á of viðkvæma starfsemi,“ segir Víðir og heldur áfram. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi.Vísir/Vilhelm „Það hefur aðeins komið á óvart hvað þetta var gríðarlega mikil skerðing í skólunum. Við héldum að þetta myndi nást meira. Auðvitað vissu það allir og kennararnir gerðu okkar skýra grein fyrir því að gæði skólastarfsins myndi náttúrulega minnka mjög mikið og við áttuðum okkur á því að við værum ekki að fara inn í sömu fræðslugetu og áður. En við héldum að þetta yrði meira. Víða er þetta að ganga vel en á öðrum stöðum er þetta greinilega flókið í framkvæmd.“ Þar geti margt spilað inn í, til dæmis skipulag bygginga og möguleikarnir á að aðskilja hópa á mismunandi svæði. Sums staðar sé mjög erfitt og flókið að uppfylla þær kröfur sem yfirvöld setja í samkomubanninu og því þurfi að sýna skilning. En þið áttuð þá von á því að börnin gætu verið meira í leikskólanum og grunnskólanum? „Við áttum von á því að þetta yrði meira á fleiri stöðum. Víða er þetta að ganga mjög vel og allt þetta fólk er að leggja sig mikið fram við annars vegar að mæta kröfunum um að hafa börnin og hins vegar að mæta sem við setjum um takmörkun á umgengni og þetta tvennt fer kannski ekkert sérstaklega vel saman á mörgum stöðum,“ segir Víðir. Þetta væru hlutir sem sagt var að yrðu endurskoðaðir og yfirfarnir með tilliti til reynslunnar. Nú séu komnir fimm dagar af samkomubanninu en fyrrnefndur forgangslisti starfsstétta komist til dæmis ekki alveg í gagnið á höfuðborgarsvæðinu fyrr en eftir helgi. Það sé því ekki alveg að marka reynsluna enn þá en það þurfi engu að síður að vinna hlutina hratt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það hafi komi aðeins á óvart hversu mikið hefur þurft að draga úr þjónustu leik- og grunnskóla víða vegna samkomubannsins sem sett var á til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann segir að skoðað hafi verið að loka leik- og grunnskólum alfarið í tengslum við hertari aðgerðir en bendir á í því samhengi þau neikvæðu samfélagslegu áhrif sem slík aðgerð gæti haft. „Við höfum séð í rannsóknum og greinum sem hafa verið skrifaðar núna um þessi viðbrögð er það þessi neikvæðu viðbrögð bæði á atvinnulífið séu mjög mikil og það sem er kannski ekki síst, neikvæð áhrif á viðbragðsgetuna. Það er að segja ef að mikið af heilbrigðisstarfsmönnum, mikið af starfsmönnum sem eru í framvarðasveit í sjúkraflutningum, löggæslu, slökkviliði og slíku, ef við missum þá úr vinnu því þeir þurfa að vera heima hjá börnunum þá erum við að veikja kerfið svo rosalega,“ segir Víðir. Þannig sé kannski hægt að setja einhverjar frekari takmarkanir á skólastarfi en þá með áherslu á það að heilbrigðisstarfsmenn hafi alltaf aðgang að leikskóla og slíku. Það sé alveg möguleiki sem hægt væri að útfæra betur en allt sé þetta enn mest á umræðustigi. Fyrr í vikunni var greint frá því á Vísi að ákveðnar starfsstéttir hefðu forgang að þjónustu leik- og grunnskóla samkvæmt sérstökum lista almannavarna þar um. Víðir segir að þessi forgangslisti sé gríðarlega stór en listinn hafi líka verið unninn þegar talið var að hægt yrði að halda uppi meiri starfsemi í skólunum en raun ber vitni. „Og ef við getum nefnt sem dæmi, þá gagnast það ekki mikið fyrir okkur að fyrir gjörgæsluhjúkrunarfræðing sem þarf að mæta í vinnuna á hverjum að fá tvo tíma annan hvorn dag fyrir barnið, það bara gagnast okkur ekki nógu mikið. Það hefur of mikil áhrif á of viðkvæma starfsemi,“ segir Víðir og heldur áfram. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi.Vísir/Vilhelm „Það hefur aðeins komið á óvart hvað þetta var gríðarlega mikil skerðing í skólunum. Við héldum að þetta myndi nást meira. Auðvitað vissu það allir og kennararnir gerðu okkar skýra grein fyrir því að gæði skólastarfsins myndi náttúrulega minnka mjög mikið og við áttuðum okkur á því að við værum ekki að fara inn í sömu fræðslugetu og áður. En við héldum að þetta yrði meira. Víða er þetta að ganga vel en á öðrum stöðum er þetta greinilega flókið í framkvæmd.“ Þar geti margt spilað inn í, til dæmis skipulag bygginga og möguleikarnir á að aðskilja hópa á mismunandi svæði. Sums staðar sé mjög erfitt og flókið að uppfylla þær kröfur sem yfirvöld setja í samkomubanninu og því þurfi að sýna skilning. En þið áttuð þá von á því að börnin gætu verið meira í leikskólanum og grunnskólanum? „Við áttum von á því að þetta yrði meira á fleiri stöðum. Víða er þetta að ganga mjög vel og allt þetta fólk er að leggja sig mikið fram við annars vegar að mæta kröfunum um að hafa börnin og hins vegar að mæta sem við setjum um takmörkun á umgengni og þetta tvennt fer kannski ekkert sérstaklega vel saman á mörgum stöðum,“ segir Víðir. Þetta væru hlutir sem sagt var að yrðu endurskoðaðir og yfirfarnir með tilliti til reynslunnar. Nú séu komnir fimm dagar af samkomubanninu en fyrrnefndur forgangslisti starfsstétta komist til dæmis ekki alveg í gagnið á höfuðborgarsvæðinu fyrr en eftir helgi. Það sé því ekki alveg að marka reynsluna enn þá en það þurfi engu að síður að vinna hlutina hratt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira