Innlent

Svona var nítjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá upplýsingafundinum í dag.
Frá upplýsingafundinum í dag. Júlíus Sigurjónsson

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 3 og lesa má beina textalýsingu hér neðst í fréttinni.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller landlæknir fóru yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19, staðfestra smita hér á landi, aðgerða stjórnvalda o.fl.

Á fundinum ræddi einnig Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður smitrakningateymis almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknis verkefni teymisins.

Sem fyrr voru fjölmiðlar hvattir til að mæta, spyrja spurninga og sýna beint frá fundinum. Vakin er athygli á því að upplýsingafundir verða héðan í frá ekki lengri 30 mínútur.

Uppfært 15:03: Horfa má á upptöku af fundinum í heild sinni hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×