Flestir smitaðir eru ungt fólk Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. apríl 2020 18:52 Sex greindust með Covid 19 sjúkdóminn síðasta sólahring og hafa ekki verið færri frá því í byrjun mars. Flestir nýgreindra eru í aldurshópnum 18 til 29 ára og er hópurinn hvattur til að huga vel að sóttvörnum. Alls hafa 1760 greinst með Covid 19 sjúkdóminn hér á landi frá því faraldurinn hófst þar af sex síðasta sólahring. 460 eru í einangrun en 1291 hefur náð bata. Þá eru 32 á sjúkrahúsi þar af 3 í gjörgæslu. „Það er niðursveifla og ekki verið færri nýgreind smit síðan 8. mars þegar faraldurinn var að byrja,“ segir Alma Möller landlæknir. Alma segir hins vegar afar mikilvægt að halda áfram að fylgja sóttvarnalögum. Það geti ennþá komið upp hópsýkingar eða tilfellum fjölgað. „Við minnum á að fyrstu tilslakanir taka ekki gildi fyrr en 4. maí. Við treystum á að fólk sýni áfram aðgátni og skynsemi og auðvitað höldum við þetta út,“ segir Alma. Athygli vekur að nú eru flestir þeirra sem smitast á aldrinum 18 til 29 ára. Frá því faraldurinn hófst hafa 364 í þessum aldurshóp fengið Covid 19 og er það fjölmennasti aldurshópurinn af þeim sem hafa smitast. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna.Lögreglan „Þetta er mjög áhugavert og við erum að beina skilaboð'um til þeirra í dag við erum að skoða þetta betur hvort að það sé eitthvað fleira sammerkt með þessum hóp við þurfum að skoða það betur, segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Þá kom fram á blaðamannafundinum að verið væri að fara yfir hvernig landamæri Íslandi yrðu opnuð fyrir ferðamönnum og von væri á minnisblaði frá Landlækni um málið. Víðir segir að mörgu að hyggja þegar kemur að því að fá ferðamenn til landsins. „Það verður samspil þessara sóttvarnarráðstafana, samspil við hvað aðrar þjóðir gera og hvaða möguleiki við eigum á að taka á móti ferðamönnum vegna ástandsins í heiminum hverjar sem okkar ákvarðanir verða,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Sex greindust með Covid 19 sjúkdóminn síðasta sólahring og hafa ekki verið færri frá því í byrjun mars. Flestir nýgreindra eru í aldurshópnum 18 til 29 ára og er hópurinn hvattur til að huga vel að sóttvörnum. Alls hafa 1760 greinst með Covid 19 sjúkdóminn hér á landi frá því faraldurinn hófst þar af sex síðasta sólahring. 460 eru í einangrun en 1291 hefur náð bata. Þá eru 32 á sjúkrahúsi þar af 3 í gjörgæslu. „Það er niðursveifla og ekki verið færri nýgreind smit síðan 8. mars þegar faraldurinn var að byrja,“ segir Alma Möller landlæknir. Alma segir hins vegar afar mikilvægt að halda áfram að fylgja sóttvarnalögum. Það geti ennþá komið upp hópsýkingar eða tilfellum fjölgað. „Við minnum á að fyrstu tilslakanir taka ekki gildi fyrr en 4. maí. Við treystum á að fólk sýni áfram aðgátni og skynsemi og auðvitað höldum við þetta út,“ segir Alma. Athygli vekur að nú eru flestir þeirra sem smitast á aldrinum 18 til 29 ára. Frá því faraldurinn hófst hafa 364 í þessum aldurshóp fengið Covid 19 og er það fjölmennasti aldurshópurinn af þeim sem hafa smitast. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna.Lögreglan „Þetta er mjög áhugavert og við erum að beina skilaboð'um til þeirra í dag við erum að skoða þetta betur hvort að það sé eitthvað fleira sammerkt með þessum hóp við þurfum að skoða það betur, segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Þá kom fram á blaðamannafundinum að verið væri að fara yfir hvernig landamæri Íslandi yrðu opnuð fyrir ferðamönnum og von væri á minnisblaði frá Landlækni um málið. Víðir segir að mörgu að hyggja þegar kemur að því að fá ferðamenn til landsins. „Það verður samspil þessara sóttvarnarráðstafana, samspil við hvað aðrar þjóðir gera og hvaða möguleiki við eigum á að taka á móti ferðamönnum vegna ástandsins í heiminum hverjar sem okkar ákvarðanir verða,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira