Segir að útgöngubann myndi valda gríðarlegum skaða Eiður Þór Árnason skrifar 19. mars 2020 12:23 Rætt var við Þórólf Guðnason sóttvarnarlækni í útvarpsþættinum Harmageddon. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Nýleg rannsókn bendi til þess að Íslendingar séu að beita þeim aðferðum sem skili mestum árangri í þessum faraldri. Vilja ekki valda óþarfa efnahagslegum skaða Frosti Logason spurði Þórólf í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun hvort það væri ekki fljótlegra að stöðva útbreiðslu veirunnar hér á landi með algjöru útgöngu- og samkomubanni í um tvo mánuði. „Nei, það er mjög erfitt að gera það. Svo má maður ekki heldur skemma meira í samfélaginu heldur en árangurinn sem maður er að ná.“ Efnahagslega meinar þú? „Já efnahagslega og við erum að fara þessa leið núna, við erum að biðla til fólks að fara eftir þessu, það er mjög mörg starfsemi sem skerðist, það er lokað, það er verið að forðast að fólk safnist saman. Ef við myndum loka öllu algjörlega, ég er ekki viss um að við myndum ná miklu meiri, það myndi valda gríðarlegum skaða eða afleiðingum.“ „Það eru alls konar hliðarverkanir af því sem er mjög erfitt að mæta og getur valdið ofboðslega miklum áhrifum. Enda er enginn sem gerir það nema þegar þeir eru komnir í mjög slæma stöðu út af faraldrinum. Þess vegna höfum við farið svona aðeins mildari leið en harðari að sumu leyti. Þar vísar Þórólfur til þess að Íslendingar hafi verið miklu harðari í því að beita strax einangrun og sóttkví samanborið við nágrannaþjóðir. Segir nýja rannsókn renna stoðum undir aðferðafræðina Þá segir Þórólfur að ný skýrsla unnin af fræðimönnum við Imperial College háskólann í Lundúnum bendi til þess að við séum á réttri leið. „Nákvæmlega það sem við erum að gera eru þeir að mæla með að skili sem mestum árangri. Það er að segja að greina snemma, beita einangrun á þá sem eru sýktir, sóttkví á þá sem hugsanlega gætu verið smitaðir, beita þessum samfélagslegu atriðum, að minnka smithæfni og auka fjarlægð milli einstaklinga og draga úr ýmis konar hópasöfnun og því um líku.“ Þá segir hann að þar sé aldrei mælt með því að loka öllu til að hefta útbreiðsluna. Suður-Kórea og Kína á sömu leið Aðspurður sagði Þórólfur að ríki á borð við Suður-Kóreu og nú Kína sem hafi gengið betur en flestum öðrum þjóðum að hefta útbreiðsluna séu að nota svipaðar aðferðir og Íslendingar. „Þær eru bara að fara nákvæmlega sömu leiðir og við erum að gera.“ Þar gildi það sama, verið sé að reyna að greina eins snemma og hægt er ásamt því að beita sóttkví og einangrun til þess að loka þá af sem gætu smitað aðra. Einnig sé reynt að finna þá sem hugsanlega gætu hafa smitast út frá greindum einstaklingum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Nýleg rannsókn bendi til þess að Íslendingar séu að beita þeim aðferðum sem skili mestum árangri í þessum faraldri. Vilja ekki valda óþarfa efnahagslegum skaða Frosti Logason spurði Þórólf í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun hvort það væri ekki fljótlegra að stöðva útbreiðslu veirunnar hér á landi með algjöru útgöngu- og samkomubanni í um tvo mánuði. „Nei, það er mjög erfitt að gera það. Svo má maður ekki heldur skemma meira í samfélaginu heldur en árangurinn sem maður er að ná.“ Efnahagslega meinar þú? „Já efnahagslega og við erum að fara þessa leið núna, við erum að biðla til fólks að fara eftir þessu, það er mjög mörg starfsemi sem skerðist, það er lokað, það er verið að forðast að fólk safnist saman. Ef við myndum loka öllu algjörlega, ég er ekki viss um að við myndum ná miklu meiri, það myndi valda gríðarlegum skaða eða afleiðingum.“ „Það eru alls konar hliðarverkanir af því sem er mjög erfitt að mæta og getur valdið ofboðslega miklum áhrifum. Enda er enginn sem gerir það nema þegar þeir eru komnir í mjög slæma stöðu út af faraldrinum. Þess vegna höfum við farið svona aðeins mildari leið en harðari að sumu leyti. Þar vísar Þórólfur til þess að Íslendingar hafi verið miklu harðari í því að beita strax einangrun og sóttkví samanborið við nágrannaþjóðir. Segir nýja rannsókn renna stoðum undir aðferðafræðina Þá segir Þórólfur að ný skýrsla unnin af fræðimönnum við Imperial College háskólann í Lundúnum bendi til þess að við séum á réttri leið. „Nákvæmlega það sem við erum að gera eru þeir að mæla með að skili sem mestum árangri. Það er að segja að greina snemma, beita einangrun á þá sem eru sýktir, sóttkví á þá sem hugsanlega gætu verið smitaðir, beita þessum samfélagslegu atriðum, að minnka smithæfni og auka fjarlægð milli einstaklinga og draga úr ýmis konar hópasöfnun og því um líku.“ Þá segir hann að þar sé aldrei mælt með því að loka öllu til að hefta útbreiðsluna. Suður-Kórea og Kína á sömu leið Aðspurður sagði Þórólfur að ríki á borð við Suður-Kóreu og nú Kína sem hafi gengið betur en flestum öðrum þjóðum að hefta útbreiðsluna séu að nota svipaðar aðferðir og Íslendingar. „Þær eru bara að fara nákvæmlega sömu leiðir og við erum að gera.“ Þar gildi það sama, verið sé að reyna að greina eins snemma og hægt er ásamt því að beita sóttkví og einangrun til þess að loka þá af sem gætu smitað aðra. Einnig sé reynt að finna þá sem hugsanlega gætu hafa smitast út frá greindum einstaklingum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels