Innlent

Gular við­varanir fyrir landið allt á sunnu­dag

Atli Ísleifsson skrifar
Gular viðvaranir eru í gildi fyrir allt landið á sunnudaginn.
Gular viðvaranir eru í gildi fyrir allt landið á sunnudaginn. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir landið allt á sunnudaginn. Mun þá ganga í sunnan hvassviðri eða storm.

Landsmenn mega svo búast við slyddu og síðar rigningu á sunnudag, jafnvel talsverðri rigningu suðvestantil seinnipartinn. Lengst af verður þó þurrt á Norður- og Austurlandi og hlýnandi veður.

Hæglætis veður í dag

Í dag er hins vegar spáð hæglætis veðri á landinu þar sem skýjað verður með köflum eða léttskýjað, en stöku él norðanlands.

Frost verður á bilinu 2 til 12 stig, en kaldara í innsveitum í morgunsárið. Vaxandi sunnanátt í kvöld og nótt með éljum við suður- og vesturströndina og hlýnandi veðri.

Hvasst á morgun

„Sunnan 13-23 m/s á morgun, hvassast í vindstrengjum norðanlands. Snjókoma eða slydda sunnan- og vestanlands, en víða rigning við ströndina, og þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 0 til 6 stig eftir hádegi. Mun hægari suðlæg átt vestantil annað kvöld með éljum og kólnandi veðri.

Það verður suðvestanátt og éljagangur á laugardag, en á sunnudag kemur svo næsta lægð með hvassviðri eða storm og milt veður, og má búast við talsverðri hláku víða á landinu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.