Smituðum fjölgar hratt og fleiri þurfa á sjúkrahús Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. mars 2020 18:31 Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins. Síðustu daga hefur þeim sem greinst hafa með kórónuveiruna á Íslandi fjölgað hratt en nú hafa tvö hundruð og fimmtíu greinst. „Það er komið smit í eiginlega sex landshluta getum við sagt og sóttkví er í öllum landshlutum og það er um tvö þúsund og fjögur hundruð einstaklingar í sóttkví. Þannig að það er greinilegt að sjúkdómurinn er í samfélaginu þó hann virðist ekki vera orðinn mjög útbreiddur en það á ekki að koma á óvart og við búumst við því að sjá aðeins meiri útbreiðslu á næstunn,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Af vefsíðunni covid.isMYND/COVID.IS„Nú búum við okkur undir það að fleiri fari að veikjast og að álagið á heilbrigðiskerfið fari vaxandi,“ segir Alma Möller landlæknir. Frá og með morgundeginum þurfa Íslendingar og aðrir sem búa á Íslandi að fara í sóttkví við komuna til landsins. Undanþegnar eru flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa en það er gert til að tryggja flutninga á vörum til landsins. Þetta á ekki við um ferðamenn en ástæðan er sú að minni smithætta er talin af þeim þar sem þeir blandast oft lítið Íslendingum. Þórólfur segist viss um að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til séu að virka þar á meðal að setja fólk í sóttkví. „Einstaklingar sem eru að greinast, tæplega helmingur þeirra, þeir eru þegar í sóttkví þegar þeir eru að greinast. Sem að segir það að þessar aðgerðir okkar, við höfum náð að stoppa fólk af sem að á eftir að sýkjast og þannig að koma í veg fyrir víðtækt smit,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins. Síðustu daga hefur þeim sem greinst hafa með kórónuveiruna á Íslandi fjölgað hratt en nú hafa tvö hundruð og fimmtíu greinst. „Það er komið smit í eiginlega sex landshluta getum við sagt og sóttkví er í öllum landshlutum og það er um tvö þúsund og fjögur hundruð einstaklingar í sóttkví. Þannig að það er greinilegt að sjúkdómurinn er í samfélaginu þó hann virðist ekki vera orðinn mjög útbreiddur en það á ekki að koma á óvart og við búumst við því að sjá aðeins meiri útbreiðslu á næstunn,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Af vefsíðunni covid.isMYND/COVID.IS„Nú búum við okkur undir það að fleiri fari að veikjast og að álagið á heilbrigðiskerfið fari vaxandi,“ segir Alma Möller landlæknir. Frá og með morgundeginum þurfa Íslendingar og aðrir sem búa á Íslandi að fara í sóttkví við komuna til landsins. Undanþegnar eru flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa en það er gert til að tryggja flutninga á vörum til landsins. Þetta á ekki við um ferðamenn en ástæðan er sú að minni smithætta er talin af þeim þar sem þeir blandast oft lítið Íslendingum. Þórólfur segist viss um að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til séu að virka þar á meðal að setja fólk í sóttkví. „Einstaklingar sem eru að greinast, tæplega helmingur þeirra, þeir eru þegar í sóttkví þegar þeir eru að greinast. Sem að segir það að þessar aðgerðir okkar, við höfum náð að stoppa fólk af sem að á eftir að sýkjast og þannig að koma í veg fyrir víðtækt smit,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira