Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2020 14:57 Frá upplýsingafundinum í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er annar frá vinstri. Lögreglan Fimm liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19-sjúkdóminn. Þar af eru tveir á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Þá er sterkur grunur um Covid-19-sýkingu hjá einum til viðbótar sem liggur inni á sjúkrahúsinu, að sögn Þórólfs. Í öllum tilfellum er um að ræða eldra fólk, á sextugs- og sjötugsaldri. Níu einstaklingar hafa jafnframt náð sér af veirunni, þ.e. hún greinist ekki í þeim lengur. Kórónuveirusmit hefur nú verið staðfest í sex landshlutum og í öllum landshlutum eru einstaklingar í sóttkví. Þórólfur sagði að greinilegt væri að veiran væri í samfélaginu þótt hún væri ekki mjög útbreidd. Gera mætti ráð fyrir aukningu í útbreiðslu á næstunni. Í tilkynningu á vef Landspítalans segir að starfsmenn spítalans í einangrun vegna kórónuveirunnar séu nú alls 17. Þá er 151 starfsmaður spítalans í sóttkví. Einnig segir að útskrifaðir sjúklingar vegna veirunnar séu samtals þrír. Alls hafa 250 kórónuveirusmit nú verið staðfest á Íslandi. Þórólfur sagði að tæplega helmingur þeirra sem greinst hafa með veiruna hafi greinst í sóttkví. Það væru góðar fréttir. Alls eru 2422 í sóttkví og um 6500 sýni hafa verið tekin. Á fimmta hundrað hefur lokið sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þróunin þurfi ekki að koma á óvart 43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 18. mars 2020 13:31 Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Allir sem koma heim til Íslands þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum og sóttvarnalækni en um er að ræða útvíkkun á hááhættusvæðum vegna kórónuveirunnar. 18. mars 2020 11:36 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Fimm liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19-sjúkdóminn. Þar af eru tveir á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Þá er sterkur grunur um Covid-19-sýkingu hjá einum til viðbótar sem liggur inni á sjúkrahúsinu, að sögn Þórólfs. Í öllum tilfellum er um að ræða eldra fólk, á sextugs- og sjötugsaldri. Níu einstaklingar hafa jafnframt náð sér af veirunni, þ.e. hún greinist ekki í þeim lengur. Kórónuveirusmit hefur nú verið staðfest í sex landshlutum og í öllum landshlutum eru einstaklingar í sóttkví. Þórólfur sagði að greinilegt væri að veiran væri í samfélaginu þótt hún væri ekki mjög útbreidd. Gera mætti ráð fyrir aukningu í útbreiðslu á næstunni. Í tilkynningu á vef Landspítalans segir að starfsmenn spítalans í einangrun vegna kórónuveirunnar séu nú alls 17. Þá er 151 starfsmaður spítalans í sóttkví. Einnig segir að útskrifaðir sjúklingar vegna veirunnar séu samtals þrír. Alls hafa 250 kórónuveirusmit nú verið staðfest á Íslandi. Þórólfur sagði að tæplega helmingur þeirra sem greinst hafa með veiruna hafi greinst í sóttkví. Það væru góðar fréttir. Alls eru 2422 í sóttkví og um 6500 sýni hafa verið tekin. Á fimmta hundrað hefur lokið sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þróunin þurfi ekki að koma á óvart 43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 18. mars 2020 13:31 Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Allir sem koma heim til Íslands þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum og sóttvarnalækni en um er að ræða útvíkkun á hááhættusvæðum vegna kórónuveirunnar. 18. mars 2020 11:36 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Þróunin þurfi ekki að koma á óvart 43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 18. mars 2020 13:31
Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05
Allir sem koma heim til Íslands þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum og sóttvarnalækni en um er að ræða útvíkkun á hááhættusvæðum vegna kórónuveirunnar. 18. mars 2020 11:36