Lífið

Íslendingar í molum: „Þessi veira má nú alveg fara rakleiðis í rassgat“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margir Íslendingar eru á því að þetta hefði verið okkar ár, árið sem aldrei varð.
Margir Íslendingar eru á því að þetta hefði verið okkar ár, árið sem aldrei varð.

Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag.

Ástæðan er mikil útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hollensk stjórnvöld hafa sett fram gríðarlega strangar reglur hvað varðar hópsamkomur og því er ekki hægt að standa að keppni eins og Eurovision.

Í yfirlýsingu Sand kemur fram að mögulega fari keppnin fram í Rotterdam árið 2021.

Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að stíga á svið í Rotterdam á seinna undankvöldinu og flytja þá lagið Think about Things. Lagið hefur vakið mikla athygli erlendis og hefur Daða Frey og Gagnamagninu meðal annars verið spáð sigri í veðbönkum.

Eurovision-keppnin er gríðarlega vinsæl hér á landi og eru Íslendingar í raun í sjokki eftir tíðindin eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum.

Handknattleiksmaðurinn Lárus Helgi Ólafsson hefur upplifað töluvert af frestunum undanfarið en nú er þetta orðið gott.

Sjálfur segist Daði Freyr hafa hlakkað til að stíga á sviðið í Rotterdam. 

Það er eins gott að það verði gott veður í sumar. 

Magnús Sigurbjörnsson hefði líklega viljað frestun á keppninni í staðinn fyrir að aflýsa henni.

Daði hefði líklega bara unnið þetta. 

Atli Steinn er alveg viss um að við hefðum unnið keppnina í ár. 

Hallgrímur er sannarlega á þeirri skoðun að það hefði verið óþarfi að aflýsa heldur frekar halda keppnina með breyttu sniði.

Gunnar Axel telur að það sé búið að ræna sigri okkar Íslendinga í keppninni.

Vitlaust ár til að aflýsa.

Við fenguð nú góða viðvörun um orkupakka 3.

Samsæriskenningin tekur U-beygju.

Aðkomuviðvörun gefin út.

Grínistinn Jón Gnarr slær á létta strengi.

Þetta er samt næstum því eins og að vinna. 

Lagt til að Íslendingar öskurgrenji í sturtu.

Korteri frá því að ganga í sjóinn. 

Það versta sem hefur komið fyrir alheiminn.

Tekur ekki af okkur Eurovision.

Björn Ingi Hrafnsson er handviss um að við hefðum unnið keppnina. 

Farðu í rassgat veira. 

Má búast við fimm klukkustunda Skaupi.


Tengdar fréttir

Eurovision aflýst

Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×