Eurovision aflýst Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2020 13:36 Daði Freyr og Gagnamagnið ætla sér alla leið. Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. Ástæðan er mikil útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hollensk stjórnvöld hafa sett fram gríðarlega strangar reglur hvað varðar hópsamkomur og því er ekki hægt að standa að keppni eins og Eurovision. Ekki hefur náðst í Daða Frey síðan tíðindin bárust. Hann tjáði sig á Twitter um niðurstöðuna. Eurovision 2020 has been cancelled. It's disappointing as I was really looking forward to performing in Rotterdam with Gagnamagnið.The support has been overwhelming and many new opportunities have presented themselves.I am really excited for the future. Thank you so much! <3— Daði Freyr (@dadimakesmusic) March 18, 2020 Í yfirlýsingu Sand kemur fram að mögulega fari keppnin fram í Rotterdam árið 2021. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að stíga á svið í Rotterdam á seinna undankvöldinu og flytja þá lagið Think about Things. Lagið hefur vakið mikla athygli erlendis og hefur Daða Frey og Gagnamagninu meðal annars verið spáð sigri í veðbönkum. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu EBU um málið. An official statement from the European Broadcasting Union on the #Eurovision Song Contest 2020. pic.twitter.com/b3h7akxvpF— Eurovision Song Contest (@Eurovision) March 18, 2020 Á opinberu síðu Eurovision-keppninnar er farið ítarlega yfir ástæðuna af hverju ákveðið var að aflýsa keppninni, í staðinn fyrir að fresta henni. Þar kemur fram að það sé ekki hægt að halda viðburð af þessari stærðargráðu nokkrum mánuðum síðar þar sem það þurfi að huga að mörgum smáatriðum í keppni eins og Eurovision. Það myndi einnig minnka undirbúningstíma þjóðarinnar sem heldur næstu keppni sem væri ekki sanngjarnt. Hópsamkomur eru ekki leyfðar í Hollandi sem stendur og búið er að loka landamærum í nokkrum ríkjum. Aðstandendur keppninnar telja að það muni aðeins aukast og það var ein af aðalástæðunum fyrir því að keppnin fer ekki fram í ár. Þrátt fyrir að sumir hefðu viljað sjá áhorfendalausa keppni, þá þurfa keppendur að komast á staðinn. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort hægt væri að halda keppnina með myndbandsupptökum frá hverju landi, myndbönd sem hefðu verið tekin upp t.d. hér á Íslandi. Í yfirlýsingu Eurovision kemur fram að það stangist á við menningu keppninnar þar sem hún snýst um að sameina Evrópu og fá þjóðir til að hittast. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort keppendur í keppninni í ár fá að stíga á svið á næsta ári. Sú ákvörðun mun liggja fyrir á næstunni og verður unnin í samvinnu með öllum sjónvarpstöðunum sem taka þátt. RÚV í okkar tilfelli. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Ekkert verður af Eurovision þetta árið sem fram átti að fara í Rotterdam þann 16. maí. Jon Ola Sand framkvæmdarstjóri Eurovision tilkynnti þetta á öðrum tímanum í dag. Ástæðan er mikil útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Hollensk stjórnvöld hafa sett fram gríðarlega strangar reglur hvað varðar hópsamkomur og því er ekki hægt að standa að keppni eins og Eurovision. Ekki hefur náðst í Daða Frey síðan tíðindin bárust. Hann tjáði sig á Twitter um niðurstöðuna. Eurovision 2020 has been cancelled. It's disappointing as I was really looking forward to performing in Rotterdam with Gagnamagnið.The support has been overwhelming and many new opportunities have presented themselves.I am really excited for the future. Thank you so much! <3— Daði Freyr (@dadimakesmusic) March 18, 2020 Í yfirlýsingu Sand kemur fram að mögulega fari keppnin fram í Rotterdam árið 2021. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu að stíga á svið í Rotterdam á seinna undankvöldinu og flytja þá lagið Think about Things. Lagið hefur vakið mikla athygli erlendis og hefur Daða Frey og Gagnamagninu meðal annars verið spáð sigri í veðbönkum. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu EBU um málið. An official statement from the European Broadcasting Union on the #Eurovision Song Contest 2020. pic.twitter.com/b3h7akxvpF— Eurovision Song Contest (@Eurovision) March 18, 2020 Á opinberu síðu Eurovision-keppninnar er farið ítarlega yfir ástæðuna af hverju ákveðið var að aflýsa keppninni, í staðinn fyrir að fresta henni. Þar kemur fram að það sé ekki hægt að halda viðburð af þessari stærðargráðu nokkrum mánuðum síðar þar sem það þurfi að huga að mörgum smáatriðum í keppni eins og Eurovision. Það myndi einnig minnka undirbúningstíma þjóðarinnar sem heldur næstu keppni sem væri ekki sanngjarnt. Hópsamkomur eru ekki leyfðar í Hollandi sem stendur og búið er að loka landamærum í nokkrum ríkjum. Aðstandendur keppninnar telja að það muni aðeins aukast og það var ein af aðalástæðunum fyrir því að keppnin fer ekki fram í ár. Þrátt fyrir að sumir hefðu viljað sjá áhorfendalausa keppni, þá þurfa keppendur að komast á staðinn. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort hægt væri að halda keppnina með myndbandsupptökum frá hverju landi, myndbönd sem hefðu verið tekin upp t.d. hér á Íslandi. Í yfirlýsingu Eurovision kemur fram að það stangist á við menningu keppninnar þar sem hún snýst um að sameina Evrópu og fá þjóðir til að hittast. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort keppendur í keppninni í ár fá að stíga á svið á næsta ári. Sú ákvörðun mun liggja fyrir á næstunni og verður unnin í samvinnu með öllum sjónvarpstöðunum sem taka þátt. RÚV í okkar tilfelli.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira