Sportpakkinn: Vonandi getum við spilað í júní Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2020 20:30 Guðni Bergsson er formaður KSÍ. vísir/skjáskot „Það er alla vega búið að fresta þessu um sinn og vonandi getum við spilað þarna í júní,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um EM-umspilið sem íslenska karlalandsliðið í fótbolta tekur þátt í. Umspilinu var í dag frestað fram í júní en það átti að fara fram 26. og 31. mars. Guðni tók þátt í stórum fjarfundi UEFA í dag þar sem niðurstaðan var sú að fresta EM karla um eitt ár og umspilinu fram í júní. Guðni ræddi málin við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld og sagði ljóst að til frekari frestunar umspilsins gæti komið: „Ég held að það sé alveg mögulegt. Við verðum bara að vera raunsæ með það. Framvindan hefur auðvitað verið með ólíkindum undanfarna daga og vikur svo það er erfitt til um að segja en við vonum svo sannarlega að við getum spilað þennan mikilvæga leik í júní og að hlutirnir fari að lagast eitthvað. En það er erfitt að segja til um það,“ sagði Guðni og ekki alveg ljóst nákvæmlega hvenær Rúmenía mætir á Laugardalsvöll. „Vegna samkomubannsins var útséð með að við gætum spilað fyrir framan okkar áhorfendur 26. mars. Úr því sem komið var er svo sem fínt að fresta þessum leik og fá hann þá í sumar, fyrir framan okkar fólk og okkar stuðningsmenn. Það viljum við auðvitað. Við horfum fram til júní og verðum þá vonandi með okkar sterkasta lið og hlutirnir kannski í betra horfi almennt í samfélaginu en í dag,“ sagði Guðni en nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn: Guðni Bergs ræddi um umspilið KSÍ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamrén ánægður með ákvörðun UEFA: „Hlutir sem eru stærri og mikilvægari en fótbolti“ Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir að UEFA hafi tekið rétta ákvörðun með að færa Evrópumótið fram á næsta ár. 17. mars 2020 15:42 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
„Það er alla vega búið að fresta þessu um sinn og vonandi getum við spilað þarna í júní,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um EM-umspilið sem íslenska karlalandsliðið í fótbolta tekur þátt í. Umspilinu var í dag frestað fram í júní en það átti að fara fram 26. og 31. mars. Guðni tók þátt í stórum fjarfundi UEFA í dag þar sem niðurstaðan var sú að fresta EM karla um eitt ár og umspilinu fram í júní. Guðni ræddi málin við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld og sagði ljóst að til frekari frestunar umspilsins gæti komið: „Ég held að það sé alveg mögulegt. Við verðum bara að vera raunsæ með það. Framvindan hefur auðvitað verið með ólíkindum undanfarna daga og vikur svo það er erfitt til um að segja en við vonum svo sannarlega að við getum spilað þennan mikilvæga leik í júní og að hlutirnir fari að lagast eitthvað. En það er erfitt að segja til um það,“ sagði Guðni og ekki alveg ljóst nákvæmlega hvenær Rúmenía mætir á Laugardalsvöll. „Vegna samkomubannsins var útséð með að við gætum spilað fyrir framan okkar áhorfendur 26. mars. Úr því sem komið var er svo sem fínt að fresta þessum leik og fá hann þá í sumar, fyrir framan okkar fólk og okkar stuðningsmenn. Það viljum við auðvitað. Við horfum fram til júní og verðum þá vonandi með okkar sterkasta lið og hlutirnir kannski í betra horfi almennt í samfélaginu en í dag,“ sagði Guðni en nánar er rætt við hann í innslaginu hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn: Guðni Bergs ræddi um umspilið
KSÍ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamrén ánægður með ákvörðun UEFA: „Hlutir sem eru stærri og mikilvægari en fótbolti“ Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir að UEFA hafi tekið rétta ákvörðun með að færa Evrópumótið fram á næsta ár. 17. mars 2020 15:42 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Hamrén ánægður með ákvörðun UEFA: „Hlutir sem eru stærri og mikilvægari en fótbolti“ Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir að UEFA hafi tekið rétta ákvörðun með að færa Evrópumótið fram á næsta ár. 17. mars 2020 15:42