Umsóknir um bætur hrannast inn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2020 18:18 Umsóknir um atvinnuleysisbætur hrannast upp hjá Vinnumálastofnun að sögn forstjóra. Hagfræðingur gerir ráð fyrir fjölda uppsagna um mánaðarmótin. Mælt var fyrir frumvarpi á Alþingi í dag sem ætlað er að mæta þessu. „Álagið eykst hér dag frá degi. Það hrynja inn umsóknir um atvinnuleysisbætur og þær eru orðnar á annað þúsund núna í marsmánuði. Og það er bara sautjándi mars," segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Til samanburðar bárust um 1.900 umsóknir um bætur í mars í fyrra. Á hálfum marsmánuði eru þær nú orðnar ríflega 1.500. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta gjörólíkt venjulegu árferði. „Þetta er miklu, miklu meira. Enda er ástandið náttúrulega mjög óvenjulegt og mjög slæmt," segir Unnur. Hagfræðingur hjá Landsbankanum telur von á mun fleiri uppsögnum um mánaðarmótin. Fyrsti skellurinn bitni á ferðaþjónustu og þjónustustörfum, líkt og á veitingahúsum. „Það er náttúrulega búið að búa til umhverfi sem tekur við hundrðum þúsunda. Svo allt í einu koma mjög fáir og þá er staðan algjörðlega orðin gjörbreytt," segir Ari Skúlason, hagfræðingur. „Miðað við alla umræðu og þegar maður horfir á tölur held ég að það liggi í augum uppi að það eru örugglega nokkuð mörg fyrirtæki sem telja sig þurfa að fækka fólki á næstunni," segir hann. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum.vísir/Baldur Frumvarp um hlutabætur var afgreitt til velferðarnefnar í dag og mun nefndin fjalla um málið strax að loknum þingfundi. Samkvæmt því getur fólk fengið atvinnuleysisbætur á móti því að fara niður í allt að 50% starfshlutfall. „Markmið frumvarpsins er að stuðla að því að vinnuveitendur haldi ráðningasambandi við starsmenn sína eins og frekast er unnt þó það kunni að vera nauðsynlegt að minnka starfshlutfall þeirra að einhverju leyti," sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, á þingi í dag. Greiðslur munu aldrei nema hærri fjárhæð en 80% af heildarlaunum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ekki hægt að bjóða láglaunafólki upp á slíka skerðingu. „Þetta eru of lágar fjárhæðir. Þsssi hópur getur ekki tekið á sig þetta högg," sagði Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingar. Mikið hefur verið spurt um úrræðið hjá Vinnumálastofnun og segir forstjóri það hafa nýst vel í hruninu. Sérþekking haldist þá innan fyrirtækja og sé til staðar þegar betur árar á ný. „Sem við vonum náttúrulega að gerist bráðlega. Að þetta verði kannski stutt og djúp dýfa en að við náum okkur hratt upp aftur," segir Unnur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira
Umsóknir um atvinnuleysisbætur hrannast upp hjá Vinnumálastofnun að sögn forstjóra. Hagfræðingur gerir ráð fyrir fjölda uppsagna um mánaðarmótin. Mælt var fyrir frumvarpi á Alþingi í dag sem ætlað er að mæta þessu. „Álagið eykst hér dag frá degi. Það hrynja inn umsóknir um atvinnuleysisbætur og þær eru orðnar á annað þúsund núna í marsmánuði. Og það er bara sautjándi mars," segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Til samanburðar bárust um 1.900 umsóknir um bætur í mars í fyrra. Á hálfum marsmánuði eru þær nú orðnar ríflega 1.500. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta gjörólíkt venjulegu árferði. „Þetta er miklu, miklu meira. Enda er ástandið náttúrulega mjög óvenjulegt og mjög slæmt," segir Unnur. Hagfræðingur hjá Landsbankanum telur von á mun fleiri uppsögnum um mánaðarmótin. Fyrsti skellurinn bitni á ferðaþjónustu og þjónustustörfum, líkt og á veitingahúsum. „Það er náttúrulega búið að búa til umhverfi sem tekur við hundrðum þúsunda. Svo allt í einu koma mjög fáir og þá er staðan algjörðlega orðin gjörbreytt," segir Ari Skúlason, hagfræðingur. „Miðað við alla umræðu og þegar maður horfir á tölur held ég að það liggi í augum uppi að það eru örugglega nokkuð mörg fyrirtæki sem telja sig þurfa að fækka fólki á næstunni," segir hann. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum.vísir/Baldur Frumvarp um hlutabætur var afgreitt til velferðarnefnar í dag og mun nefndin fjalla um málið strax að loknum þingfundi. Samkvæmt því getur fólk fengið atvinnuleysisbætur á móti því að fara niður í allt að 50% starfshlutfall. „Markmið frumvarpsins er að stuðla að því að vinnuveitendur haldi ráðningasambandi við starsmenn sína eins og frekast er unnt þó það kunni að vera nauðsynlegt að minnka starfshlutfall þeirra að einhverju leyti," sagði Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, á þingi í dag. Greiðslur munu aldrei nema hærri fjárhæð en 80% af heildarlaunum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ekki hægt að bjóða láglaunafólki upp á slíka skerðingu. „Þetta eru of lágar fjárhæðir. Þsssi hópur getur ekki tekið á sig þetta högg," sagði Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingar. Mikið hefur verið spurt um úrræðið hjá Vinnumálastofnun og segir forstjóri það hafa nýst vel í hruninu. Sérþekking haldist þá innan fyrirtækja og sé til staðar þegar betur árar á ný. „Sem við vonum náttúrulega að gerist bráðlega. Að þetta verði kannski stutt og djúp dýfa en að við náum okkur hratt upp aftur," segir Unnur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Alþingi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Sjá meira