Innlent

Týr kominn til Önundar­fjarðar og hættu­stig vegna snjó­flóða enn í gildi

Atli Ísleifsson skrifar
Mikill stormur var á siglingaleið Týs vestur á firði.
Mikill stormur var á siglingaleið Týs vestur á firði. LHG/Kristinn Ómar Jóhannsson

Varðskipið Týr er komið til Önundarfjarðar en hættustig er enn í gildi vegna snjóflóða á Flateyri og Patreksfirði.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni þá kom skipið um Önundarfjarðar í nótt, en greint var frá því í gær að norðaustan stormur væri á siglingaleiðinni og sex til átta metra ölduhæð.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er hættustig enn í gildi, en því verði ekki breytt fyrr en hægt er að sjá til fjalla og aðstæður metnar. Ekki er þó vitað til þess að flóð hafi fallið á varnargarðana á þessum tíma.

Rýmingar eru enn í gildi en íbúðarhús við Ólafstún á Flateyri og nokkur önnur hús ofarlega í bænum, auk tveggja húsa við Urðargötu á Patreksfirði voru rýmd í gær.

Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum fram á kvöld, en spáð er norðaustanhríð á svæðinu fram á miðvikudag. Búast má við miklum skafrenningi með lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. Ekkert ferðaveður er á svæðinu.

Snjóflóðavakt Veðurstofunnar fylgist grannt með þessum aðstæðum í samráði við almannavarnir að því er segir á vef Veðurstofunnar.


Tengdar fréttir

Týr á leið til Vest­fjarða vegna snjó­flóða­hættu í af­taka­veðri

Hættustig vegna snjóflóða er nú í gildi á Flateyri og Patreksfirði. Varðskipið Týr er nú á leið vestur á firði til að auka viðbúnað á svæðinu. Skipið var á níunda tímanum í kvöld statt á Breiðafirði en er þar aftakaveður, norðaustan stormur og 6-8 metra ölduhæð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×